21/4/2021 Líflegar umræður á málþingi um fiskeldiMálþing Sambands ungra Framsóknarmanna (SUF) um fiskeldi var haldið í gegnum fjarfundabúnað í kvöld. Fjórir aðilar voru fengnir til að vera með framsögur sem allar snéru að ólíkum vínklum fiskeldis, þar á meðal byggðarþróun, atvinnuuppbyggingu, dýravelferð og umhverfisvernd.
Óhætt er að segja að um sé að ræða mikið hitamál, en að framsögum loknum tók við áhugaverð umræða um fiskeldi. Snerist umræðan bæði að tækifærum og annmörkum fiskeldis. Stjórn SUF vonar að þessi fræðslu- og umræðuvettvangur hafi gefið fólki frekari innsýn í fiskeldi hérlendis og að fundurinn hafi verið gott innlegg í þarft samtal um framtíð þess. Þakkar stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna framsögufólki innilega fyrir þáttökuna sem og öllum þeim sem mættu og tóku þátt í umræðunum. Eftirfarandi aðilar voru með framsögu: - Iða Marsibil Jónsdóttir - Forseti bæjarstjórnar í Vesturbyggð og mannauðsstjóri Arnarlax - Auður Önnu Magnúsdóttir - framkvæmdarstjóri Landverndar - Einar K. Guðfinnsson -Starfar að fiskeldismálum hjá SFS (Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi) - Jón Kaldal - blaðamaður og talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins (The Icelandic Wildlife Fund). 18/4/2021 Málþing - FiskeldiSamband ungra Framsóknarmanna (SUF) heldur opið málþing um fiskeldi.
Í gegnum árin hefur fiskeldi verið mikið ádeiluefni í samfélaginu þar á meðal á fundum SUF og mikil umræða alltaf skapast í kjölfarið. Okkur datt því í hug að fá til okkar sérfræðinga til þess að fræða okkur betur um málið til þess að geta tekið skýra afstöðu. SUF langar að bjóða hverjum sem hefur áhuga á að taka þátt í þessu málþingi með okkur og því eru öll velkomin. Málþingið fer fram rafrænt miðvikudagskvöldið 21. apríl kl 20:00 á Zoom, hlekkur á fundinn verður birtur á þessum viðburði: https://www.facebook.com/events/508781780147931 Dagskrá fundarins
2/3/2021 Fréttabréf - MarsSíðustu vikur: Febrúar var viðburðaríkur hjá ungu Framsóknarfólki. Málþing SUF um miðhálendisþjóðgarð fór alveg fram úr öllum væntingum, yfir 100 manns sóttu fundinn. Erindin voru mjög fræðandi og málefnaleg og skapaðist mikil umræða milli fundargesta. Við þökkum framsögufólkinu okkar kærlega fyrir og sömuleiðis öllum þeim sem mættu á fundinn. Aðalfundir FUF (félög ungra Framsóknarmanna) eru hafnir og eru bæði FUF í Skagafirði og Guðni - FUF í Árnes og Rangárvallasýslu búin að halda sína fundi. Gunnar Ásgrímsson tók við af Sæþóri Má Hinrikssyni sem formaður FUF í Skagafirði og Jón Gautason var endurkjörinn formaður Guðna. Við minnum stjórnir annarra félaga á að aðalfundum skal lokið fyrir 15. maí. Ef það eru einhverjar spurningar þá er hægt að hafa samband við nefnd um innra starf eða senda á suf@suf.is. Vel heppnað happdrætti var einnig í lok mánaðar og er búið að hafa samband við flesta vinningshafa. Dregið var í beinni á facebook. Einnig viljum við nýta tækifærið og þakka öllum þeim sem tóku þátt, annað hvort með því að kaupa miða eða með því að gefa vinninga, takk kærlega fyrir stuðninginn. Einn opinn fundur var hjá SUF en það var fundur með þingmönnum flokksins. Halla Signý Kristjánsdóttir og Silja Dögg Gunnarsdóttir hittu okkur á rafrænum fundi og svöruðu þeim spurningum sem brunnu á ungu Framsóknarfólki. Í síðustu viku febrúar voru tveir viðburðir á vegum LUF (Landsambandi ungmennafélaga) sem að SUF er aðili að.
Nú í mars er svo á dagskrá tvö skuggaráðuneyti með félags- og barnamálaráðherra annars vegar og mennta- og menningarmálaráðherra hins vegar. Við erum afar bjartsýn og stefnum að því að halda bæði skuggaráðuneytin á staðnum, svo krossið fingur! Eina sem þarf að gera er að skrá sig á fundina hér:
Auk skuggaráðuneytanna tveggja er á dagskrá hinn hefðbundni nefndardagur 16. mars og fundur kosninganefndar SUF þann 9. mars, en nú fer að færast spenna í leikinn þar sem póstkosning er í gangi í norðaustur- og norðvesturkjördæmi. Af kosningamálum: Nú eru kjördæmasamböndin farin að vinna að því að velja á lista. Mörg framboð hafa komið fram og því erum við búin að taka saman upplýsingar um kjördæmin, framboð og kynningar. Þær upplýsingar má finna hér: https://www.suf.is/kjordaemi.html Með kveðju Unnur Þöll Benediktsdóttir, viðburðastjóri SUF Tilnefning stjórnar SUF til Félaga ársins hjá Landssambandi ungmennafélaga (LUF) Stjórn SUF tilnefnir Lilju Rannveigu. Lilja Rannveig hefur gengt embætti formanns Sambands Ungra Framsóknarmanna frá árinu 2018 og staðið sig með mikilli prýði. Hún er mikill leiðtogi og hefur hún sýnt sig og sannað á covid-tímum hversu mikilvægt það er að láta ungmennastarf áfram ganga þó svo að aðstæður til þess séu erfiðar. Hún er með mikinn eldmóð og það sést vel í skipulögðu starfi hennar. Hún er mikill baráttujaxl og dugnaðarforkur sem á heiðurinn skilið að vera félagi ársins. Lilja Rannveig er gædd öllum þeim eiginleikum sem góður leiðtogi þarf að hafa, hún er metnaðarfull, ábyrg, traust, áreiðanleg, hvetjandi og lausnarmiðuð. Hún hefur verið í forystu SUF síðan 2018 og leggur mikið upp úr því að SUF sé öflugur vettvangur fyrir ungt fólk sem vill taka sín fyrstu skref í stjórnmálum. Lilja hefur skapað samráðsvettvang fyrir ráðafólk og ungt fólk innan Framsóknarflokksins og stutt við nýja meðlimi og leitt þau í gegnum það ferli og óskrifuðu reglur sem fylgja stjórnmálastarfi. Síðan að hún tók við hefur nýliðun aukist mikið innan SUF. Lilja hefur ávalt barist fyrir réttindum ungs fólks, að þau fái jöfn tækifæri til að stunda nám og tómstundir, óháð því hvar þau búa á landinu og að rödd þeirra heyrist þegar kemur að ákvarðanatöku um stór eða lítil mál. Hún hefur einnig tekið sæti á Alþingi sem varaþingmaður, þar sem hún hefur fylgt þeim málum eftir með miklum sóma. Hún er fyrirmynd annarra í SUF og hefur sýnt það að ungt fólk á sæti við borðið í stjórnmálum og að það skiptir máli að veita þeim rödd Samband ungra Framsóknarmanna (SUF) stóð fyrir málþingi um hálendisþjóðgarð í kvöld sem fram fór stafrænt á zoom. Yfir 100 manns sóttu fundinn og því óhætt að segja að um mikið hitamál sé að ræða. Þakkar stjórn SUF öllum þeim sem sáu sért fært að mæta innilega fyrir komuna.
Síðan að umhverfis- og auðlindaráðherra kynnti frumvarp sitt um hálendisþjóðgarð hefur skapast mikil umræða um frumvarpið í samfélaginu. Stjórn SUF vonar að þessi fræðslu- og umræðu vettvangur hafi gefið fólki frekari innsýn í hvað felst í frumvarpi um hálendisþjóðgarð og að fundurinn hafi verið gott innlegg í þarft samtal um framtíð hálendisins. Framsögufólk málþingsins Stjórn SUF sendir framsögufólki málþingsins innilegar þakkir fyrir framsögu og þáttöku í umræðum. Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, formaður SUF, var fundarstjóri og kynnti frumvarpið um miðhálendisþjóðgarð. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, kynnti fyrirvara Framsóknar á frumvarpi um hálendisþjóðgarð. Jón Jónsson, lögmaður, var með framsögu um sjónarmið stjórnsýslu- og eignarréttarlegt hlutverk sveitarfélaga. Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdarstjóri Landverndar, var með framsögu um umhverfissjónarmið. Ingibjörg Isaksen, stjórnarformaður Norðurorku, var með framsögu um sjónarmiðum orkumála. Jón Gísli Harðarson, sjálfstætt starfandi leiðsögumaður, var með framsögu um sjónarmið ferðaþjónustunnar. Guðrún Magnúsdóttir, bóndi og fulltrúi í sveitarstjórn Bláskógabyggðar, var með framsögu um sjónarmið bænda og sveitarstjórnaraðila. |