Lög Sambands ungra Framsóknarmanna
1. kafli – Tilgangur og hlutverk
1.1 Samband ungra Framsóknarmanna, SUF, er landssamband og starfar innan Framsóknarflokksins. Aðsetur þess og varnarþing er í Reykjavík. Hlutverk SUF er að efla og samræma starf félaga ungs framsóknarfólks, auka þátttöku, efla hlut félagsmanna sinna í starfi Framsóknarflokksins og afla flokknum fylgis á meðal ungs fólks.
2. kafli – Um félagsmenn
2.1 Félagar í Sambandi ungra Framsóknarmanna eru þeir félagar í Framsóknarflokknum sem eru á aldursbilinu 16 til 35 ára. Félagi á aðild að SUF út árið sem hann verður 35 ára.
3. kafli – Félög ungra Framsóknarmanna
3.1 Félög ungra Framsóknarmanna eru grunneiningar SUF. Þau félög ungra Framsóknarmanna sem aðild eiga að Framsóknarflokknum, að fengnu samþykki landsstjórnar, skulu hljóta sjálfkrafa aðild að SUF og skal um starf þeirra fara eftir ákvæðum laga Framsóknarflokksins og viðkomandi kjördæmissambands.
3.2 SUF skal styðja við starf einstakra aðildarfélaga eftir megni.
3.3 Hvert félag skal halda aðalfund fyrir 15. maí ár hvert.
4. kafli – Um sambandsþing
4.1 Sambandsþing hefur æðsta vald í málefnum Sambands ungra Framsóknarmanna. Á sambandsþingi skal marka stefnu sambandsins og taka ákvarðanir um starf þess, skipulag og fjárreiður.
4.2 Samband ungra Framsóknarmanna heldur árlega sambandsþing og skal það haldið á tímabilinu 15. ágúst - 15. október. Sambandsþing SUF skal aldrei vera haldið tvö ár í röð í sama kjördæmi og leitast skal eftir því að halda sambandsþingið á minnst sex ára fresti í hverju kjördæmi. Stjórn SUF boðar til sambandsþings. Boða skal til sambandsþings með a.m.k. 30 daga fyrirvara, bréflega, með tölvupósti eða á annan óvefengjanlegan hátt. Í þingboði skal getið dagskrár. Sambandsþing er löglegt sé löglega til þess boðað.
4.3 Allir félagsmenn í SUF hafa rétt til setu á sambandsþingi með fullum réttindum. Stjórn SUF er þó heimilt að ákveða þinggjald og gera greiðslu þess að skilyrði fyrir atkvæðisrétti á sambandsþingi. Atkvæðisrétt á sambandsþingi hafa þeir sem hafa skráð sig í Framsóknarflokkinn 30 dögum fyrir sambandsþing samkvæmt félagatali á skrifstofu flokksins.
4.4 Á sambandsþingi skal kjósa í eftirfarandi embætti:
a) Formann
b) 12 menn í stjórn og jafnmarga til vara. Skal a.m.k. 1 aðal- og varamaður koma úr hverju kjördæmi en eigi fleiri en 5 að meðtöldum formanni. Hlutur einstaka kyns skal ekki vera meiri en 60%, nema þegar gagnsæjar og augljósar ástæður eru því til fyrirstöðu.
c) 2 skoðunarmenn reikninga og tveir til vara.
4.5 Framboðum til formanns skal skila til skrifstofu Framsóknarflokksins eigi síðar en þremur vikum fyrir setningu sambandsþings. Stjórn SUF skal standa að sameiginlegri kynningu á frambjóðendum til formanns.
5. kafli – Um stjórn SUF, framkvæmdastjórn og fastanefndir
5.1 Stjórn SUF skipa formaður SUF ásamt 12 aðalmönnum kosnum á sambandsþingi.
5.2 Stjórn SUF ber ábyrgð á öllu innra starfi SUF. Stjórn SUF skal flytja skýrslu um störf sín á sambandsþingi.
5.3 Formaður boðar fundi stjórnar og er fundur löglegur sitji a.m.k. sjö aðal- eða varamenn stjórnar fund. Varamenn taka sæti við atkvæðagreiðslu stjórnar séu aðalstjórnarmenn fjarverandi, varamenn skulu taka sæti eftir kjördæmaskipan hvers fjarverandi aðalstjórnarmanns þar sem fyrsti varamaður í viðkomandi kjördæmi skal taka sæti. Sé enginn varamaður í viðkomandi kjördæmi viðverandi skal fyrsti viðverandi varamaður á landsvísu taka sætið. Meirihluti stjórnar getur krafist þess að fundur verði boðaður og skal þá formaður boða fund innan 10 daga.
5.4 Á fyrsta fundi sínum skal nýkjörin stjórn SUF kjósa úr sínum hópi varaformann, ritara, kynningarstjóra, viðburðastjóra og gjaldkera. Mynda þau framkvæmdastjórn ásamt formanni. Stjórnin setur sér starfsreglur á fyrsta fundi.
Formaður boðar til funda framkvæmdastjórnar. Fundir framkvæmdastjórnar eru löglegir sitji meirihluti hennar fund.
Framkvæmdastjórn fer með daglegan rekstur SUF og undirbýr stjórnarfundi en skal ekki senda frá sér ályktanir í eigin nafni.
Hlutverk og ábyrgð einstakra framkvæmdastjórnarmanna er eftirfarandi:
a) Formaður: Formaður SUF er formaður framkvæmdastjórnar og málsvari sambandsins jafn út á við sem inn á við.
b) Varaformaður: Varaformaður er staðgengill formanns og gegnir störfum formanns í forföllum hans. Varaformaður er einnig ábyrgur fyrir málefnastarfi SUF og skal vinna markvisst að því efla málefnanefnd.
c) Gjaldkeri: Gjaldkeri sér um allar fjárreiður SUF og heldur bókhald sambandsins, varðveitir fylgiskjöl og annast alla nauðsynlega samningagerð því tengda. Gjaldkeri ber einnig ábyrgð á skipulagningu fjáraflana SUF. Gjaldkera er heimilt að gera tillögu til stjórnar um skipun nefndar sem aðstoðar hann í þessum verkefnum.
d) Ritari: Ritari heldur fundargerðir SUF á fundum framkvæmdastjórnar og stjórnar. Ritari ber ábyrgð á útsendingu fundargerða. Ritari skal sjá um að varðveita samþykktir og fundargerðir stofnana SUF og sjá til þess að þær séu aðgengilegar. Ritari er einnig ábyrgur fyrir innra starfi SUF og skal vinna markvisst að því efla innra starfið. Ritara er heimilt að gera tillögu til stjórnar um skipun nefndar sem aðstoðar hann í þessum verkefnum.
e) Kynningarstjóri: Kynningarstjóri er umsjónarmaður vefsíðu SUF og allrar annarrar útgáfu á vegum sambandsins, kynningarstjóri hefur þó heimild til þess að skipa vefstjóra til þess að halda utan um vefsíðuna ef hann telur þess þörf. Kynningarstjóri sér einnig um að senda út ályktanir og annað efni á fjölmiðla sé þess óskað af stjórn. Kynningarstjóra er heimilt að gera tillögu til stjórnar að skipun ritstjórnar.
f) Viðburðastjóri: Viðburðastjóri sér um að skipulagningu og undirbúning fyrir alla viðburði á vegum stjórnar SUF ásamt því að aðstoða aðra meðlimi framkvæmdastjórnar við sín verk sé þess óska.
5.5 Stjórn SUF skal kjósa formenn fastanefnda. Formenn nefnda boða fundi nefnda og bera ábyrgð á því að skila fundargerðum til stjórnar.
Heiti og hlutverk nefndanna eru eftirfarandi:
a) Málefna- og fræðslunefnd: Hana skipa formaður nefndarinnar, sem stjórn SUF skipar. Hlutverk nefndarinnar er að auka þátttöku og áhrif ungra Framsóknarmanna í starfi Framsóknarflokksins, skipuleggja og hafa umsjón með málefnastarfi og stefnumótunarvinnu SUF ásamt því að skipuleggja fræðslu- og kynningamál SUF. Málefna- og fræðslunefnd undirbýr ályktanir fyrir hönd stjórnar fyrir sambandsþing eftir nánari ákvörðun stjórnar. Nefndinni er frjálst að heimila öðrum félagsmönnum í SUF að taka þátt í starfi nefndarinnar. Nefndin skal flytja skýrslu um störf sín á sambandsþingi ár hvert.
b) Alþjóðanefnd: Hana skipa formaður nefndarinnar, sem stjórn SUF skipar. Hlutverk nefndarinnar er að sinna alþjóðlegu samstarfi SUF, skipuleggja þáttöku SUF í alþjóðlegum samtökum og sjá um samskipti við þau samtök og ungliðahreyfingar systurflokka Framsóknarflokksins víðs vegar um heiminn. Nefndinni er frjálst að heimila öðrum félagsmönnum í SUF að taka þátt í starfi nefndarinnar. Nefndin skal flytja skýrslu um störf sín á sambandsþingi ár hvert.
c) Nefnd um innra starf:
Hana skipa formaður nefndarinnar, sem stjórn SUF skipar.
Hlutverk nefndarinnar er að sjá um aðildarfélög SUF og nýja meðlimi. Hún mun gera s stefnu um sameiningu félaga og undirbúning þess að byggja upp eldri félög. Nefndinni er frjálst að heimila öðrum félagsmönnum í SUF að taka þátt í starfi nefndarinnar. Nefndin skal flytja skýrslu um störf sín á sambandsþingi ár hvert.”
5.6 Hverfi formaður SUF frá störfum áður en kjörtímabili hans lýkur þá tekur varaformaður við sem formaður í hans stað. Skal þá stjórn SUF kjósa nýjan varaformann.
Hverfi stjórnarmaður frá störfum áður en kjörtímabili hans lýkur skal bjóða fyrsta varastjórnarmanni að taka sæti hans í stjórn, þá öðrum og síðan koll af kolli. Þó skal gæta þess að öllum sérákvæðum um skipan stjórnar SUF sé fylgt. Fyrsti varamaður telst sá sem varð efstur í kjöri til varastjórnar eða var efstur á lista varastjórnarmanna sem samþykktur var á sambandsþingi. Stjórn SUF staðfestir inntöku nýs stjórnarmanns.
Hverfi einhver embættismaður á vegum SUF, annar en formaður frá störfum skal stjórn SUF kjósa nýjan í hans stað.
6. kafli – Ýmis ákvæði
6.1 Þegar formaður, staðgengill hans eða aðrir stjórnarmenn koma fram fyrir hönd sambandsins opinberlega skulu þeir gæta fyllstu háttvísi.
6.2 Allar kosningar samkvæmt lögum þessum skulu vera skriflegar, ef þess er óskað, og skulu atkvæðaseðlar jafnan eyðilagðir að lokinni kosningu.
6.3 Ef ekki er annað tekið fram í lögum þessum skal einfaldur meirihluti ráða ákvörðun innan SUF.
6.4 Rísi ágreiningur um hvernig ber að skilja lög þessi sker stjórn SUF úr. Áfrýja má þeim úrskurði til laganefndar Framsóknarflokksins. Úrskurður stjórnar ræður þó þar til laganefnd hefur fjallað um málið.
6.5 Lögum þessum verður aðeins breytt á sambandsþingi með 2/3 hlutum greiddra atkvæða. Tillögum að lagabreytingum skal skilað til stjórnar SUF 14 dögum fyrir þing sambandsins. Leggja skal breytingar á lögunum til landsstjórnar Framsóknarflokksins til staðfestingar.
6.6 Lög þessi öðlast nú þegar gildi með fyrirvara um samþykki landsstjórnar Framsóknarflokksins. Jafnframt falla úr gildi fyrri lög SUF sem samþykkt voru á 44. þingi SUF sem haldið var 2019.
1.1 Samband ungra Framsóknarmanna, SUF, er landssamband og starfar innan Framsóknarflokksins. Aðsetur þess og varnarþing er í Reykjavík. Hlutverk SUF er að efla og samræma starf félaga ungs framsóknarfólks, auka þátttöku, efla hlut félagsmanna sinna í starfi Framsóknarflokksins og afla flokknum fylgis á meðal ungs fólks.
2. kafli – Um félagsmenn
2.1 Félagar í Sambandi ungra Framsóknarmanna eru þeir félagar í Framsóknarflokknum sem eru á aldursbilinu 16 til 35 ára. Félagi á aðild að SUF út árið sem hann verður 35 ára.
3. kafli – Félög ungra Framsóknarmanna
3.1 Félög ungra Framsóknarmanna eru grunneiningar SUF. Þau félög ungra Framsóknarmanna sem aðild eiga að Framsóknarflokknum, að fengnu samþykki landsstjórnar, skulu hljóta sjálfkrafa aðild að SUF og skal um starf þeirra fara eftir ákvæðum laga Framsóknarflokksins og viðkomandi kjördæmissambands.
3.2 SUF skal styðja við starf einstakra aðildarfélaga eftir megni.
3.3 Hvert félag skal halda aðalfund fyrir 15. maí ár hvert.
4. kafli – Um sambandsþing
4.1 Sambandsþing hefur æðsta vald í málefnum Sambands ungra Framsóknarmanna. Á sambandsþingi skal marka stefnu sambandsins og taka ákvarðanir um starf þess, skipulag og fjárreiður.
4.2 Samband ungra Framsóknarmanna heldur árlega sambandsþing og skal það haldið á tímabilinu 15. ágúst - 15. október. Sambandsþing SUF skal aldrei vera haldið tvö ár í röð í sama kjördæmi og leitast skal eftir því að halda sambandsþingið á minnst sex ára fresti í hverju kjördæmi. Stjórn SUF boðar til sambandsþings. Boða skal til sambandsþings með a.m.k. 30 daga fyrirvara, bréflega, með tölvupósti eða á annan óvefengjanlegan hátt. Í þingboði skal getið dagskrár. Sambandsþing er löglegt sé löglega til þess boðað.
4.3 Allir félagsmenn í SUF hafa rétt til setu á sambandsþingi með fullum réttindum. Stjórn SUF er þó heimilt að ákveða þinggjald og gera greiðslu þess að skilyrði fyrir atkvæðisrétti á sambandsþingi. Atkvæðisrétt á sambandsþingi hafa þeir sem hafa skráð sig í Framsóknarflokkinn 30 dögum fyrir sambandsþing samkvæmt félagatali á skrifstofu flokksins.
4.4 Á sambandsþingi skal kjósa í eftirfarandi embætti:
a) Formann
b) 12 menn í stjórn og jafnmarga til vara. Skal a.m.k. 1 aðal- og varamaður koma úr hverju kjördæmi en eigi fleiri en 5 að meðtöldum formanni. Hlutur einstaka kyns skal ekki vera meiri en 60%, nema þegar gagnsæjar og augljósar ástæður eru því til fyrirstöðu.
c) 2 skoðunarmenn reikninga og tveir til vara.
4.5 Framboðum til formanns skal skila til skrifstofu Framsóknarflokksins eigi síðar en þremur vikum fyrir setningu sambandsþings. Stjórn SUF skal standa að sameiginlegri kynningu á frambjóðendum til formanns.
5. kafli – Um stjórn SUF, framkvæmdastjórn og fastanefndir
5.1 Stjórn SUF skipa formaður SUF ásamt 12 aðalmönnum kosnum á sambandsþingi.
5.2 Stjórn SUF ber ábyrgð á öllu innra starfi SUF. Stjórn SUF skal flytja skýrslu um störf sín á sambandsþingi.
5.3 Formaður boðar fundi stjórnar og er fundur löglegur sitji a.m.k. sjö aðal- eða varamenn stjórnar fund. Varamenn taka sæti við atkvæðagreiðslu stjórnar séu aðalstjórnarmenn fjarverandi, varamenn skulu taka sæti eftir kjördæmaskipan hvers fjarverandi aðalstjórnarmanns þar sem fyrsti varamaður í viðkomandi kjördæmi skal taka sæti. Sé enginn varamaður í viðkomandi kjördæmi viðverandi skal fyrsti viðverandi varamaður á landsvísu taka sætið. Meirihluti stjórnar getur krafist þess að fundur verði boðaður og skal þá formaður boða fund innan 10 daga.
5.4 Á fyrsta fundi sínum skal nýkjörin stjórn SUF kjósa úr sínum hópi varaformann, ritara, kynningarstjóra, viðburðastjóra og gjaldkera. Mynda þau framkvæmdastjórn ásamt formanni. Stjórnin setur sér starfsreglur á fyrsta fundi.
Formaður boðar til funda framkvæmdastjórnar. Fundir framkvæmdastjórnar eru löglegir sitji meirihluti hennar fund.
Framkvæmdastjórn fer með daglegan rekstur SUF og undirbýr stjórnarfundi en skal ekki senda frá sér ályktanir í eigin nafni.
Hlutverk og ábyrgð einstakra framkvæmdastjórnarmanna er eftirfarandi:
a) Formaður: Formaður SUF er formaður framkvæmdastjórnar og málsvari sambandsins jafn út á við sem inn á við.
b) Varaformaður: Varaformaður er staðgengill formanns og gegnir störfum formanns í forföllum hans. Varaformaður er einnig ábyrgur fyrir málefnastarfi SUF og skal vinna markvisst að því efla málefnanefnd.
c) Gjaldkeri: Gjaldkeri sér um allar fjárreiður SUF og heldur bókhald sambandsins, varðveitir fylgiskjöl og annast alla nauðsynlega samningagerð því tengda. Gjaldkeri ber einnig ábyrgð á skipulagningu fjáraflana SUF. Gjaldkera er heimilt að gera tillögu til stjórnar um skipun nefndar sem aðstoðar hann í þessum verkefnum.
d) Ritari: Ritari heldur fundargerðir SUF á fundum framkvæmdastjórnar og stjórnar. Ritari ber ábyrgð á útsendingu fundargerða. Ritari skal sjá um að varðveita samþykktir og fundargerðir stofnana SUF og sjá til þess að þær séu aðgengilegar. Ritari er einnig ábyrgur fyrir innra starfi SUF og skal vinna markvisst að því efla innra starfið. Ritara er heimilt að gera tillögu til stjórnar um skipun nefndar sem aðstoðar hann í þessum verkefnum.
e) Kynningarstjóri: Kynningarstjóri er umsjónarmaður vefsíðu SUF og allrar annarrar útgáfu á vegum sambandsins, kynningarstjóri hefur þó heimild til þess að skipa vefstjóra til þess að halda utan um vefsíðuna ef hann telur þess þörf. Kynningarstjóri sér einnig um að senda út ályktanir og annað efni á fjölmiðla sé þess óskað af stjórn. Kynningarstjóra er heimilt að gera tillögu til stjórnar að skipun ritstjórnar.
f) Viðburðastjóri: Viðburðastjóri sér um að skipulagningu og undirbúning fyrir alla viðburði á vegum stjórnar SUF ásamt því að aðstoða aðra meðlimi framkvæmdastjórnar við sín verk sé þess óska.
5.5 Stjórn SUF skal kjósa formenn fastanefnda. Formenn nefnda boða fundi nefnda og bera ábyrgð á því að skila fundargerðum til stjórnar.
Heiti og hlutverk nefndanna eru eftirfarandi:
a) Málefna- og fræðslunefnd: Hana skipa formaður nefndarinnar, sem stjórn SUF skipar. Hlutverk nefndarinnar er að auka þátttöku og áhrif ungra Framsóknarmanna í starfi Framsóknarflokksins, skipuleggja og hafa umsjón með málefnastarfi og stefnumótunarvinnu SUF ásamt því að skipuleggja fræðslu- og kynningamál SUF. Málefna- og fræðslunefnd undirbýr ályktanir fyrir hönd stjórnar fyrir sambandsþing eftir nánari ákvörðun stjórnar. Nefndinni er frjálst að heimila öðrum félagsmönnum í SUF að taka þátt í starfi nefndarinnar. Nefndin skal flytja skýrslu um störf sín á sambandsþingi ár hvert.
b) Alþjóðanefnd: Hana skipa formaður nefndarinnar, sem stjórn SUF skipar. Hlutverk nefndarinnar er að sinna alþjóðlegu samstarfi SUF, skipuleggja þáttöku SUF í alþjóðlegum samtökum og sjá um samskipti við þau samtök og ungliðahreyfingar systurflokka Framsóknarflokksins víðs vegar um heiminn. Nefndinni er frjálst að heimila öðrum félagsmönnum í SUF að taka þátt í starfi nefndarinnar. Nefndin skal flytja skýrslu um störf sín á sambandsþingi ár hvert.
c) Nefnd um innra starf:
Hana skipa formaður nefndarinnar, sem stjórn SUF skipar.
Hlutverk nefndarinnar er að sjá um aðildarfélög SUF og nýja meðlimi. Hún mun gera s stefnu um sameiningu félaga og undirbúning þess að byggja upp eldri félög. Nefndinni er frjálst að heimila öðrum félagsmönnum í SUF að taka þátt í starfi nefndarinnar. Nefndin skal flytja skýrslu um störf sín á sambandsþingi ár hvert.”
5.6 Hverfi formaður SUF frá störfum áður en kjörtímabili hans lýkur þá tekur varaformaður við sem formaður í hans stað. Skal þá stjórn SUF kjósa nýjan varaformann.
Hverfi stjórnarmaður frá störfum áður en kjörtímabili hans lýkur skal bjóða fyrsta varastjórnarmanni að taka sæti hans í stjórn, þá öðrum og síðan koll af kolli. Þó skal gæta þess að öllum sérákvæðum um skipan stjórnar SUF sé fylgt. Fyrsti varamaður telst sá sem varð efstur í kjöri til varastjórnar eða var efstur á lista varastjórnarmanna sem samþykktur var á sambandsþingi. Stjórn SUF staðfestir inntöku nýs stjórnarmanns.
Hverfi einhver embættismaður á vegum SUF, annar en formaður frá störfum skal stjórn SUF kjósa nýjan í hans stað.
6. kafli – Ýmis ákvæði
6.1 Þegar formaður, staðgengill hans eða aðrir stjórnarmenn koma fram fyrir hönd sambandsins opinberlega skulu þeir gæta fyllstu háttvísi.
6.2 Allar kosningar samkvæmt lögum þessum skulu vera skriflegar, ef þess er óskað, og skulu atkvæðaseðlar jafnan eyðilagðir að lokinni kosningu.
6.3 Ef ekki er annað tekið fram í lögum þessum skal einfaldur meirihluti ráða ákvörðun innan SUF.
6.4 Rísi ágreiningur um hvernig ber að skilja lög þessi sker stjórn SUF úr. Áfrýja má þeim úrskurði til laganefndar Framsóknarflokksins. Úrskurður stjórnar ræður þó þar til laganefnd hefur fjallað um málið.
6.5 Lögum þessum verður aðeins breytt á sambandsþingi með 2/3 hlutum greiddra atkvæða. Tillögum að lagabreytingum skal skilað til stjórnar SUF 14 dögum fyrir þing sambandsins. Leggja skal breytingar á lögunum til landsstjórnar Framsóknarflokksins til staðfestingar.
6.6 Lög þessi öðlast nú þegar gildi með fyrirvara um samþykki landsstjórnar Framsóknarflokksins. Jafnframt falla úr gildi fyrri lög SUF sem samþykkt voru á 44. þingi SUF sem haldið var 2019.
- Samþykkt á 29. þingi SUF 2001
- Breytt á 30. þingi SUF 2002
- Breytt á 32. þingi SUF 2004
- Breytt á 34. þingi SUF 7.-8. júní 2008
- Breytt á 35. þingi SUF 12.-13. september 2009
- Breytt á 36. þingi SUF 25-26. september 2010
- Breytt á 40. þingi SUF 7-8. febrúar 2015
- Breytt á 42. þingi SUF 17-18. febrúar 2017
- Breytt á 43. þingi SUF 1. september 2018
- Breytt á 44. þingi SUF 21. september 2019
- Breytt á 47. Þingi SUF 28. ágúst 2022
- Breytt á 48. Þingi SUF 3. september 2023
Velkomin á heimasíðu SUF
SUF eru regnhlífasamtök FUF-félaga um allt land og gegna mikilvægu hlutverki í starfi Framsóknarflokksins.
[email protected]
SUF eru regnhlífasamtök FUF-félaga um allt land og gegna mikilvægu hlutverki í starfi Framsóknarflokksins.
[email protected]