Greinar
Hér má finna nokkrar af þeim greinum sem stjórnarmeðlimir SUF hafa skrifað.
Daði Geir Samúelsson og Jóhanna María Sigmundsdóttir
Íslenskt eða hvað?
Grein um upprungamerkingar á matvælum frá desember 2020
,,Er ásættanlegt að leggja þurfi upp í slíka greiningarvinnu til að fá réttmætar upplýsingar um vöru sem maður ætlar að leggja sér til munns? Af hverju er ekki kveðið skýrt á um uppruna og framleiðslustað á umbúðum?'' (Brot úr greininni)
Magnea Gná Jóhannsdóttir
Barnasáttmálinn brotinn - Óþarfar og óafturkræfar aðgerðir á kynfærum barna
Grein um óþarfar og óafturkræfar aðgerðir á kynfærum barna frá 20. nóvember 2020 (dagur mannréttinda barna)
,,Rauði þráðurinn í íslenskum barnalögum og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, er að ávallt skuli hafa það sem er barninu fyrir bestu að leiðarljósi þegar teknar eru ákvarðanir um hag þess. Barnasáttmálinn kveður einnig á um að börn eigi rétt á að tjá sig um öll þau málefni er þau varða og því samræmist það illa sáttmálanum að foreldrar taki ákvarðanir um óafturkræfar aðgerðir á líkama barns, líkt og umskurður drengja og aðgerðir á intersex börnum án læknisfræðilegrar nauðsynjar eru.'' (Brot úr greininni)
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir
Meira en bara lífstíll
Grein um ummæli sjávar- og landbúnaðarráðherra um að sauðfjárbúskapur væri lífstíll frá 22. október 2020
,,Þegar rýnt er í innflutning á matvælum síðastliðin ár vakna upp margar spurningar. Sérstaklega er hægt að velta því fyrir sér hvort að nú sé kominn nýr Messías sem vinnur við innflutning, nema í staðinn fyrir að breyta vatni í vín þá breytir hann mjólk í jurt, eins og gerist við þá osta sem ferðast yfir Atlantshafið. Það sama má segja um kjötið sem flutt er til landsins, en stór hluti af því virðist hverfa á leiðinni yfir Atlantshafið þegar innflutningstölur milli Íslands og Evrópu eru bornar saman.'' (Brot úr greininni)
Magnea Gná Jóhannsdóttir
Hvar á ég að búa?
Grein um byggðarþróun og áhrif niðurlagningu starfa á smærri samfélög frá 11. júlí 2020
,,Missirinn sem fólk í litlum samfélögum verður fyrir þegar hvort tveggja fólk og þjónusta flyst á brott er því mikill. Hér er það ekki bara starfið og einstaklingurinn sem líður fyrir breytinguna heldur samfélagið allt vegna hinna víðtæku áhrifa sem flutningur starfs úr minna byggðarlagi hefur. Eitt starf í litlu plássi er á við hundruð í stærri sveitarfélögum.'' (Brot úr greininni)
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir og Sigrún Ásta Brynjarsdóttir:
Risastórt skref fyrir foreldra í námi
Grein um barnastyrkinn í nýjum Menntasjóði námsmanna frá 4. júlí 2020.
,,Eitt af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna er „menntun fyrir alla”, eða jafnrétti til náms. Allir eiga að hafa kost á að stunda það nám sem þeir kjósa, óháð stöðu sinni. Það fyrirkomulag og þær breytingar sem lögin um Menntasjóð námsmanna hefur í för með sér auka stuðning við námsmenn með fjölskyldur og draga úr áhyggjum þeirra. Slíkt fyrirkomulag gæti jafnvel dregið úr aðsókn í nám. Við viljum að allir hafi kost á því að mennta sig - fyrir sig og fyrir samfélagið í heild sinni.'' (Brot úr greininni)
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir:
Háskólanemi í sófanum heima
Grein um fjarnám á háskólastigi frá 16. mars 2020.
,,Ég tel að auka eigi fjarnám gífurlega á Íslandi. Í því tæknisamfélagi sem við búum í ætti nám að vera miklu aðgengilegra og fjarnám er ein besta leiðin til þess. Með því er einnig komið til móts við fjórða heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: „Menntun fyrir alla“. Markmiðið er sett til að tryggja jafnan aðgang allra að góðri menntun og stuðla að tækifærum allra til náms alla ævi.'' (Brot úr greininni)
Magnea Gná Jóhannsdóttir:
Umskurður drengja er tímaskekkja
Grein um umskurð drengja frá 27. nóvember 2019.
,,Það samræmist illa Barnasáttmálanum, sem kveður á um að börn eigi að fá að tjá sig um öll þau málefni sem þau varða, að foreldrar taki ákvarðanir um óafturkræfar aðgerðir á líkama barns, líkt og umskurður drengja er, án þess að læknisfræðileg nauðsyn krefjist þess að slík aðgerð sé gerð. Umrædd aðgerð ætti því einungis að fara fram að frumkvæði þess einstaklings sem aðgerðin er gerð á. Umskurður drengja er almennt framkvæmdur á mjög ungum börnum. Það er ótækt að forsjáraðilar barna geti tekið svo afgerandi ákvörðun um kynfæri barna sinna sem eru enn of ung til þess að tjá sig um aðgerðina, séu ekki knýjandi heilsufarsrök fyrir aðgerðinni.'' (Brot úr greininni)
Daði Geir Samúelsson:
Af hverju þarf þetta að vera svona flókið?
Grein um sorpflokkunarkerfið á Íslandi frá 14. október 2019.
,,Ég tel að það væri sniðugra að það væri eitt samræmt flokkunarkerfi fyrir landið sem tryggir það að allir séu á sömu línu. Það myndi leiða til þess að betri og skilvirkari flokkun ætti sér stað og endurvinnsluefni færu á rétta staði.'' (Brot úr greininni)
Gunnar Ásgrímsson:
Hættum að mismuna eftir afmælisdögum
Grein um kosningaaldur frá 19. september 2019
,,Í dag er ungu fólki mismunað eftir því hvenær á árinu það er fætt. Ungu fólki sem fylgst hefur að í gegnum grunnskóla, tekið þátt í félagsstarfi saman og eru álitnir jafningar í augum samfélagsins. Mismununin fellst í því að veita kosningarétt miðað við afmælisdag en ekki við ár. Ef að einstaklingar eru taldir jafnir í samfélaginu, af hverju eru þeir það ekki þegar kemur að því að kjósa fulltrúa þeirra í lýðræðislegum kosningum?'' (Brot úr greininni)
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir:
Heimilislausir námsmenn af landsbyggðinni
Grein um heimavist á höfuborðarsvæðinu frá 17. maí 2016.
,,Að byrja í framhaldsskóla er mikil breyting. Breytingin er enn meiri fyrir þá sem neyðast til þess að flytja frá fjölskyldu sinni til að stunda það nám sem þeir vilja. Sem betur fer eru heimavistir og nemendagarðar um allt land þar sem nemendur geta búið sér til heimili út skólagönguna. Nema það er ekki í boði á höfuðborgarsvæðinu. Allar lausnir á húsnæðisvanda ungs fólks beinast að barnafólki og háskólafólki. Það þýðir að ef ungmenni vill stunda nám á höfuðborgarsvæðinu þá eru miklar líkur á því að húsnæðisvandamál hefjist á sextánda aldursári.'' (Brot úr greininni)
Íslenskt eða hvað?
Grein um upprungamerkingar á matvælum frá desember 2020
,,Er ásættanlegt að leggja þurfi upp í slíka greiningarvinnu til að fá réttmætar upplýsingar um vöru sem maður ætlar að leggja sér til munns? Af hverju er ekki kveðið skýrt á um uppruna og framleiðslustað á umbúðum?'' (Brot úr greininni)
Magnea Gná Jóhannsdóttir
Barnasáttmálinn brotinn - Óþarfar og óafturkræfar aðgerðir á kynfærum barna
Grein um óþarfar og óafturkræfar aðgerðir á kynfærum barna frá 20. nóvember 2020 (dagur mannréttinda barna)
,,Rauði þráðurinn í íslenskum barnalögum og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, er að ávallt skuli hafa það sem er barninu fyrir bestu að leiðarljósi þegar teknar eru ákvarðanir um hag þess. Barnasáttmálinn kveður einnig á um að börn eigi rétt á að tjá sig um öll þau málefni er þau varða og því samræmist það illa sáttmálanum að foreldrar taki ákvarðanir um óafturkræfar aðgerðir á líkama barns, líkt og umskurður drengja og aðgerðir á intersex börnum án læknisfræðilegrar nauðsynjar eru.'' (Brot úr greininni)
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir
Meira en bara lífstíll
Grein um ummæli sjávar- og landbúnaðarráðherra um að sauðfjárbúskapur væri lífstíll frá 22. október 2020
,,Þegar rýnt er í innflutning á matvælum síðastliðin ár vakna upp margar spurningar. Sérstaklega er hægt að velta því fyrir sér hvort að nú sé kominn nýr Messías sem vinnur við innflutning, nema í staðinn fyrir að breyta vatni í vín þá breytir hann mjólk í jurt, eins og gerist við þá osta sem ferðast yfir Atlantshafið. Það sama má segja um kjötið sem flutt er til landsins, en stór hluti af því virðist hverfa á leiðinni yfir Atlantshafið þegar innflutningstölur milli Íslands og Evrópu eru bornar saman.'' (Brot úr greininni)
Magnea Gná Jóhannsdóttir
Hvar á ég að búa?
Grein um byggðarþróun og áhrif niðurlagningu starfa á smærri samfélög frá 11. júlí 2020
,,Missirinn sem fólk í litlum samfélögum verður fyrir þegar hvort tveggja fólk og þjónusta flyst á brott er því mikill. Hér er það ekki bara starfið og einstaklingurinn sem líður fyrir breytinguna heldur samfélagið allt vegna hinna víðtæku áhrifa sem flutningur starfs úr minna byggðarlagi hefur. Eitt starf í litlu plássi er á við hundruð í stærri sveitarfélögum.'' (Brot úr greininni)
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir og Sigrún Ásta Brynjarsdóttir:
Risastórt skref fyrir foreldra í námi
Grein um barnastyrkinn í nýjum Menntasjóði námsmanna frá 4. júlí 2020.
,,Eitt af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna er „menntun fyrir alla”, eða jafnrétti til náms. Allir eiga að hafa kost á að stunda það nám sem þeir kjósa, óháð stöðu sinni. Það fyrirkomulag og þær breytingar sem lögin um Menntasjóð námsmanna hefur í för með sér auka stuðning við námsmenn með fjölskyldur og draga úr áhyggjum þeirra. Slíkt fyrirkomulag gæti jafnvel dregið úr aðsókn í nám. Við viljum að allir hafi kost á því að mennta sig - fyrir sig og fyrir samfélagið í heild sinni.'' (Brot úr greininni)
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir:
Háskólanemi í sófanum heima
Grein um fjarnám á háskólastigi frá 16. mars 2020.
,,Ég tel að auka eigi fjarnám gífurlega á Íslandi. Í því tæknisamfélagi sem við búum í ætti nám að vera miklu aðgengilegra og fjarnám er ein besta leiðin til þess. Með því er einnig komið til móts við fjórða heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: „Menntun fyrir alla“. Markmiðið er sett til að tryggja jafnan aðgang allra að góðri menntun og stuðla að tækifærum allra til náms alla ævi.'' (Brot úr greininni)
Magnea Gná Jóhannsdóttir:
Umskurður drengja er tímaskekkja
Grein um umskurð drengja frá 27. nóvember 2019.
,,Það samræmist illa Barnasáttmálanum, sem kveður á um að börn eigi að fá að tjá sig um öll þau málefni sem þau varða, að foreldrar taki ákvarðanir um óafturkræfar aðgerðir á líkama barns, líkt og umskurður drengja er, án þess að læknisfræðileg nauðsyn krefjist þess að slík aðgerð sé gerð. Umrædd aðgerð ætti því einungis að fara fram að frumkvæði þess einstaklings sem aðgerðin er gerð á. Umskurður drengja er almennt framkvæmdur á mjög ungum börnum. Það er ótækt að forsjáraðilar barna geti tekið svo afgerandi ákvörðun um kynfæri barna sinna sem eru enn of ung til þess að tjá sig um aðgerðina, séu ekki knýjandi heilsufarsrök fyrir aðgerðinni.'' (Brot úr greininni)
Daði Geir Samúelsson:
Af hverju þarf þetta að vera svona flókið?
Grein um sorpflokkunarkerfið á Íslandi frá 14. október 2019.
,,Ég tel að það væri sniðugra að það væri eitt samræmt flokkunarkerfi fyrir landið sem tryggir það að allir séu á sömu línu. Það myndi leiða til þess að betri og skilvirkari flokkun ætti sér stað og endurvinnsluefni færu á rétta staði.'' (Brot úr greininni)
Gunnar Ásgrímsson:
Hættum að mismuna eftir afmælisdögum
Grein um kosningaaldur frá 19. september 2019
,,Í dag er ungu fólki mismunað eftir því hvenær á árinu það er fætt. Ungu fólki sem fylgst hefur að í gegnum grunnskóla, tekið þátt í félagsstarfi saman og eru álitnir jafningar í augum samfélagsins. Mismununin fellst í því að veita kosningarétt miðað við afmælisdag en ekki við ár. Ef að einstaklingar eru taldir jafnir í samfélaginu, af hverju eru þeir það ekki þegar kemur að því að kjósa fulltrúa þeirra í lýðræðislegum kosningum?'' (Brot úr greininni)
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir:
Heimilislausir námsmenn af landsbyggðinni
Grein um heimavist á höfuborðarsvæðinu frá 17. maí 2016.
,,Að byrja í framhaldsskóla er mikil breyting. Breytingin er enn meiri fyrir þá sem neyðast til þess að flytja frá fjölskyldu sinni til að stunda það nám sem þeir vilja. Sem betur fer eru heimavistir og nemendagarðar um allt land þar sem nemendur geta búið sér til heimili út skólagönguna. Nema það er ekki í boði á höfuðborgarsvæðinu. Allar lausnir á húsnæðisvanda ungs fólks beinast að barnafólki og háskólafólki. Það þýðir að ef ungmenni vill stunda nám á höfuðborgarsvæðinu þá eru miklar líkur á því að húsnæðisvandamál hefjist á sextánda aldursári.'' (Brot úr greininni)