Greinar
Hér má finna nokkrar af þeim greinum sem meðlimir SUF hafa skrifað.
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir
Landfræðilegur munur á viðhorfi og framboði til fjarnáms á háskólastigi.
Ræða Lilju Rannveigar á Alþingi um framboð til fjarnáms á háskólastigi.
„Þetta er vel hægt – þetta er spurning um viðhorf“„Í skólunum á höfuðborgarsvæðinu, Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík og Listaháskóla Íslands, eru rúmlega 80% allra áfanga á háskólastigi sem í boði eru á landinu. Af þeim áföngum er einungis hægt að taka 11% í fjarnámi,“ sagði Lilja Rannveig. (Brot úr ræðunni)
Magnea Gná Jóhannsdóttir
Húsvandi ungs fólks.
Grein um húsvanda ungs fólks frá maí 2022
,,Mæta verður mikilli eftirspurn með því að byggja meira, hraðar og fjölbreyttara húsnæði og er markmiðið að tryggja lóðaframboð svo unnt verði að byggja 3000 íbúðir á ári. Setjum húsnæðismálin í forgang og tryggjum öllum möguleika á að eignast heimili.'' (Brot úr greininni)
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir
Ertu í góðu sambandi?
Grein um fjarskiptasamband frá maí 2022
,,Fólk verður að geta búið við tryggt fjarskiptasamband heima hjá sér og hef ég ýtt á eftir þessum málum. Með það að leiðarljósi lagði ég fram tvær fyrirspurnir á Alþingi vegna stöðu fjarskipta í dreifbýli. Svör framkvæmdavaldsins sýndu svo að enn væri mikið verk óunnið. Til þess að gera fólki kleift að lesa úr tölunum sem fram komu í svörunum við fyrirspurn minni hef ég sett þær upp á sérstakri síðu.'' (Brot úr greininni)
Magnea Gná Jóhannsdóttir
Framsókn í leikskólamálum.
Grein um leikskólamálin frá maí 2022
,,Framsókn hefur sýnt vilja í verki með því að auðvelda nýbökuðum foreldrum líf þeirra á fyrsta æviári barna og brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla með því að lengja fæðingarorlofið upp í tólf mánuði. Nú er komið að borgaryfirvöldum að bretta upp ermarnar og setja það í forgang að leysa dagvistunarvandann'' (Brot úr greininni)
Gunnar Sær Ragnarsson
Byggjum og hlustum.
Grein um uppbyggingu sveitafélaga frá maí 2022
,,Þegar okkur berst gagnrýni þá skiptir það öllu máli að hlusta á hana af auðmýkt og læra af henni. Við viljum horfa áfram veginn og finna lausnir en ekki horfa endalaust aftur á bak og einblína á það sem betur mátti fara. Horfum til framtíðar og lögum hlutina í náinni samvinnu við íbúa bæjarins." (Brot úr greininni)
Díana Íva Gunnarsdóttir
Hverju er ég að henda?
Grein um mikilvægi flokkunar frá maí 2022
,,Að láta sorp sitja og urðast hefur neikvæðar afleiðingar þar sem sumt sorp gefur frá sér eitraðar lofttegundir, eins og metan, þegar það brotnar niður. Metan er töluvert eitraðara en koltvísýringur og er ein helsta orsök loftslagsbreytinga." (Brot úr greininni)
Gunnar Sær Ragnarsson
Hvar á Smiðjuvegi?
Grein um skipulag Smiðjuvegs frá maí 2022
,,Mörg þeirra sem sækja þjónustu á Smiðjuvegi hafa eflaust klórað sér í höfðinu við að leita að viðeigandi fyrirtæki. Smiðjuvegur er sérlega einstakur að því leyti að hann er í raun nokkrar götur skiptar með litakóða. Þegar viðskiptavinur áttar sig á skiptingunni klórar hann sér líklega enn meira og fastar í höfðinu á meðan hann hringir í fyrirtækið og spyr „hvar eruð þið?“." (Brot úr greininni)
Magnea Gná Jóhannsdóttir
Hvað hefur Framsókn gert fyrir Reykjavík?
Grein um breytingar í borginni frá maí 2022
,,Mér þykir vænt um Reykjavík, hún er heimilið okkar og höfuðstaður. Það er margt sem borgin gerir vel og á skilið lof fyrir, en ekkert er svo gott að ekki megi bæta og breyta. Við í Framsókn viljum bretta upp ermar og ganga í þau verk sem eru fyrir hendi.'' (Brot úr greininni)
Díana Íva Gunnarsdóttir
Í því felast aukin lífsgæði eldra fólks.
Grein um lífsgæði eldra fólks frá maí 2022
,,Við þurfum að tryggja áframhaldandi framboð á fjölbreyttu húsnæði í sveitarfélaginu. Við þurfum að leggja aukna áherslu á innleiðingu velferðartækni í þjónustu við eldra fólk. Það er þeirra sem eru í bæjarstjórn að grípa inn í og bæta kerfið. Þjónusta á að vera einföld, aðgengileg og skilvirk. Hún á að snúast um þann sem nýtir hana en ekki kerfið sjálft." (Brot úr greininni)
Gunnar Sær Ragnarsson
Löngu tímabært Fjölmenningarráð í Kópavog.
Grein um Fjölmenningarráð frá maí 2022
,,Nauðsynlegt er að tryggja það að allir íbúar sveitarfélagsins hafi jafnt aðgengi að upplýsingum og fái að hafa jafna aðkomu að ákvarðanatöku þess." (Brot úr greininni)
Heiðdís Geirsdóttir
Kópavogur, heimavöllur rafíþróttanna?
Grein um tækifæri barna og ungmenna til að stunda íþrótta- og tómstundastarf frá maí 2022
,,Tæplega 10.000 börn búa í Kópavogi og þau eiga það besta skilið. Með það að leiðarljósi boðum við gjaldfrjálst íþrótta- og tómstundastarf yngstu barnanna, að komið verði til móts við aukinn áhuga á rafíþróttum og efla annað tómstundastarf sem á borð við tónlistarnám og skátastarf." (Brot úr greininni)
Magnea Gná Jóhannsdóttir
Ef öll í borgarstjórn væru undir 30 ára?
Grein um breytingar í borginni frá maí 2022
,,Við sem erfum ákvarðanir dagsins í dag verðum að vera þátttakendur í ákvarðanatöku sem munu varða okkar framtíð. Það er mikilvægt að við nýtum kosningaréttinn okkar og kjósum ungt fólk, að við kjósum Framsókn sem treystir ungu fólki með því að hafa ungt fólk í forystusætum í borginni!'' (Brot úr greininni)
Gunnar Sær Ragnarsson
Umferðarstjórnun með gervigreind.
Grein um Fjölmenningarráð frá maí 2022
,,Samgöngur eru grunnstoð samfélagsins. Við viljum öll að þær séu eins góðar og hægt er. Góðar samgöngur eru hagræðing fyrir bæði atvinnulífið og samfélagið í heild." (Brot úr greininni)
Kristín Hermannsdóttir og Ívar Atli Sigurjónsson
Nauðsynleg innleiðing hringrásahagkerfisins.
Grein um grænar lausnir frá september 2021
,,Á síðastliðnum árum höfum við sem samfélag áttað okkur á því að við þurfum öll að spýta í lófana þegar það kemur að umhverfismálum. Stórt skref í baráttu okkar við hin neikvæðu umhverfisáhrif er að takmarka úrgangsmyndun. Óþarfa myndun úrgangs verður í okkar daglega lífi sem og innan atvinnulífsins. Augljósasta leiðin til þess að sporna við óþarfa úrgangsmyndun er að nýta allar auðlindir til hins ýtrasta.'' (Brot úr greininni)
Daði Geir Samúelsson
Orkan úr óþefnum.
Grein um metan sem eldsneyti frá maí 2021
,,Með því að fanga metanið og nota sem eldsneyti á vélaflota landsins verður Ísland sjálfbærara um eldsneyti og dregur úr gróðurhúsaáhrifum. Ef ekkert er gert flæðir metanið áfram út í andrúmsloftið og við verðum af þessum orkugjafa og umhverfið tapar. Metan er að myndast um allt land þannig að það myndi líka styðja við að geta nálgast þennan orkugjafa víðs vegar um landið sem gerði það raunhæft að metanvæða hluta af vélaflota landsins.'' (Brot úr greininni)
Daði Geir Samúelsson og Jóhanna María Sigmundsdóttir
Íslenskt eða hvað?
Grein um upprungamerkingar á matvælum frá desember 2020
,,Er ásættanlegt að leggja þurfi upp í slíka greiningarvinnu til að fá réttmætar upplýsingar um vöru sem maður ætlar að leggja sér til munns? Af hverju er ekki kveðið skýrt á um uppruna og framleiðslustað á umbúðum?'' (Brot úr greininni)
Magnea Gná Jóhannsdóttir
Barnasáttmálinn brotinn - Óþarfar og óafturkræfar aðgerðir á kynfærum barna
Grein um óþarfar og óafturkræfar aðgerðir á kynfærum barna frá 20. nóvember 2020 (dagur mannréttinda barna)
,,Rauði þráðurinn í íslenskum barnalögum og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, er að ávallt skuli hafa það sem er barninu fyrir bestu að leiðarljósi þegar teknar eru ákvarðanir um hag þess. Barnasáttmálinn kveður einnig á um að börn eigi rétt á að tjá sig um öll þau málefni er þau varða og því samræmist það illa sáttmálanum að foreldrar taki ákvarðanir um óafturkræfar aðgerðir á líkama barns, líkt og umskurður drengja og aðgerðir á intersex börnum án læknisfræðilegrar nauðsynjar eru.'' (Brot úr greininni)
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir
Meira en bara lífstíll
Grein um ummæli sjávar- og landbúnaðarráðherra um að sauðfjárbúskapur væri lífstíll frá 22. október 2020
,,Þegar rýnt er í innflutning á matvælum síðastliðin ár vakna upp margar spurningar. Sérstaklega er hægt að velta því fyrir sér hvort að nú sé kominn nýr Messías sem vinnur við innflutning, nema í staðinn fyrir að breyta vatni í vín þá breytir hann mjólk í jurt, eins og gerist við þá osta sem ferðast yfir Atlantshafið. Það sama má segja um kjötið sem flutt er til landsins, en stór hluti af því virðist hverfa á leiðinni yfir Atlantshafið þegar innflutningstölur milli Íslands og Evrópu eru bornar saman.'' (Brot úr greininni)
Magnea Gná Jóhannsdóttir
Hvar á ég að búa?
Grein um byggðarþróun og áhrif niðurlagningu starfa á smærri samfélög frá 11. júlí 2020
,,Missirinn sem fólk í litlum samfélögum verður fyrir þegar hvort tveggja fólk og þjónusta flyst á brott er því mikill. Hér er það ekki bara starfið og einstaklingurinn sem líður fyrir breytinguna heldur samfélagið allt vegna hinna víðtæku áhrifa sem flutningur starfs úr minna byggðarlagi hefur. Eitt starf í litlu plássi er á við hundruð í stærri sveitarfélögum.'' (Brot úr greininni)
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir og Sigrún Ásta Brynjarsdóttir:
Risastórt skref fyrir foreldra í námi
Grein um barnastyrkinn í nýjum Menntasjóði námsmanna frá 4. júlí 2020.
,,Eitt af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna er „menntun fyrir alla”, eða jafnrétti til náms. Allir eiga að hafa kost á að stunda það nám sem þeir kjósa, óháð stöðu sinni. Það fyrirkomulag og þær breytingar sem lögin um Menntasjóð námsmanna hefur í för með sér auka stuðning við námsmenn með fjölskyldur og draga úr áhyggjum þeirra. Slíkt fyrirkomulag gæti jafnvel dregið úr aðsókn í nám. Við viljum að allir hafi kost á því að mennta sig - fyrir sig og fyrir samfélagið í heild sinni.'' (Brot úr greininni)
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir:
Háskólanemi í sófanum heima
Grein um fjarnám á háskólastigi frá 16. mars 2020.
,,Ég tel að auka eigi fjarnám gífurlega á Íslandi. Í því tæknisamfélagi sem við búum í ætti nám að vera miklu aðgengilegra og fjarnám er ein besta leiðin til þess. Með því er einnig komið til móts við fjórða heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: „Menntun fyrir alla“. Markmiðið er sett til að tryggja jafnan aðgang allra að góðri menntun og stuðla að tækifærum allra til náms alla ævi.'' (Brot úr greininni)
Magnea Gná Jóhannsdóttir:
Umskurður drengja er tímaskekkja
Grein um umskurð drengja frá 27. nóvember 2019.
,,Það samræmist illa Barnasáttmálanum, sem kveður á um að börn eigi að fá að tjá sig um öll þau málefni sem þau varða, að foreldrar taki ákvarðanir um óafturkræfar aðgerðir á líkama barns, líkt og umskurður drengja er, án þess að læknisfræðileg nauðsyn krefjist þess að slík aðgerð sé gerð. Umrædd aðgerð ætti því einungis að fara fram að frumkvæði þess einstaklings sem aðgerðin er gerð á. Umskurður drengja er almennt framkvæmdur á mjög ungum börnum. Það er ótækt að forsjáraðilar barna geti tekið svo afgerandi ákvörðun um kynfæri barna sinna sem eru enn of ung til þess að tjá sig um aðgerðina, séu ekki knýjandi heilsufarsrök fyrir aðgerðinni.'' (Brot úr greininni)
Daði Geir Samúelsson:
Af hverju þarf þetta að vera svona flókið?
Grein um sorpflokkunarkerfið á Íslandi frá 14. október 2019.
,,Ég tel að það væri sniðugra að það væri eitt samræmt flokkunarkerfi fyrir landið sem tryggir það að allir séu á sömu línu. Það myndi leiða til þess að betri og skilvirkari flokkun ætti sér stað og endurvinnsluefni færu á rétta staði.'' (Brot úr greininni)
Gunnar Ásgrímsson:
Hættum að mismuna eftir afmælisdögum
Grein um kosningaaldur frá 19. september 2019
,,Í dag er ungu fólki mismunað eftir því hvenær á árinu það er fætt. Ungu fólki sem fylgst hefur að í gegnum grunnskóla, tekið þátt í félagsstarfi saman og eru álitnir jafningar í augum samfélagsins. Mismununin fellst í því að veita kosningarétt miðað við afmælisdag en ekki við ár. Ef að einstaklingar eru taldir jafnir í samfélaginu, af hverju eru þeir það ekki þegar kemur að því að kjósa fulltrúa þeirra í lýðræðislegum kosningum?'' (Brot úr greininni)
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir:
Heimilislausir námsmenn af landsbyggðinni
Grein um heimavist á höfuborðarsvæðinu frá 17. maí 2016.
,,Að byrja í framhaldsskóla er mikil breyting. Breytingin er enn meiri fyrir þá sem neyðast til þess að flytja frá fjölskyldu sinni til að stunda það nám sem þeir vilja. Sem betur fer eru heimavistir og nemendagarðar um allt land þar sem nemendur geta búið sér til heimili út skólagönguna. Nema það er ekki í boði á höfuðborgarsvæðinu. Allar lausnir á húsnæðisvanda ungs fólks beinast að barnafólki og háskólafólki. Það þýðir að ef ungmenni vill stunda nám á höfuðborgarsvæðinu þá eru miklar líkur á því að húsnæðisvandamál hefjist á sextánda aldursári.'' (Brot úr greininni)
Landfræðilegur munur á viðhorfi og framboði til fjarnáms á háskólastigi.
Ræða Lilju Rannveigar á Alþingi um framboð til fjarnáms á háskólastigi.
„Þetta er vel hægt – þetta er spurning um viðhorf“„Í skólunum á höfuðborgarsvæðinu, Háskóla Íslands, Háskólanum í Reykjavík og Listaháskóla Íslands, eru rúmlega 80% allra áfanga á háskólastigi sem í boði eru á landinu. Af þeim áföngum er einungis hægt að taka 11% í fjarnámi,“ sagði Lilja Rannveig. (Brot úr ræðunni)
Magnea Gná Jóhannsdóttir
Húsvandi ungs fólks.
Grein um húsvanda ungs fólks frá maí 2022
,,Mæta verður mikilli eftirspurn með því að byggja meira, hraðar og fjölbreyttara húsnæði og er markmiðið að tryggja lóðaframboð svo unnt verði að byggja 3000 íbúðir á ári. Setjum húsnæðismálin í forgang og tryggjum öllum möguleika á að eignast heimili.'' (Brot úr greininni)
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir
Ertu í góðu sambandi?
Grein um fjarskiptasamband frá maí 2022
,,Fólk verður að geta búið við tryggt fjarskiptasamband heima hjá sér og hef ég ýtt á eftir þessum málum. Með það að leiðarljósi lagði ég fram tvær fyrirspurnir á Alþingi vegna stöðu fjarskipta í dreifbýli. Svör framkvæmdavaldsins sýndu svo að enn væri mikið verk óunnið. Til þess að gera fólki kleift að lesa úr tölunum sem fram komu í svörunum við fyrirspurn minni hef ég sett þær upp á sérstakri síðu.'' (Brot úr greininni)
Magnea Gná Jóhannsdóttir
Framsókn í leikskólamálum.
Grein um leikskólamálin frá maí 2022
,,Framsókn hefur sýnt vilja í verki með því að auðvelda nýbökuðum foreldrum líf þeirra á fyrsta æviári barna og brúa bilið á milli fæðingarorlofs og leikskóla með því að lengja fæðingarorlofið upp í tólf mánuði. Nú er komið að borgaryfirvöldum að bretta upp ermarnar og setja það í forgang að leysa dagvistunarvandann'' (Brot úr greininni)
Gunnar Sær Ragnarsson
Byggjum og hlustum.
Grein um uppbyggingu sveitafélaga frá maí 2022
,,Þegar okkur berst gagnrýni þá skiptir það öllu máli að hlusta á hana af auðmýkt og læra af henni. Við viljum horfa áfram veginn og finna lausnir en ekki horfa endalaust aftur á bak og einblína á það sem betur mátti fara. Horfum til framtíðar og lögum hlutina í náinni samvinnu við íbúa bæjarins." (Brot úr greininni)
Díana Íva Gunnarsdóttir
Hverju er ég að henda?
Grein um mikilvægi flokkunar frá maí 2022
,,Að láta sorp sitja og urðast hefur neikvæðar afleiðingar þar sem sumt sorp gefur frá sér eitraðar lofttegundir, eins og metan, þegar það brotnar niður. Metan er töluvert eitraðara en koltvísýringur og er ein helsta orsök loftslagsbreytinga." (Brot úr greininni)
Gunnar Sær Ragnarsson
Hvar á Smiðjuvegi?
Grein um skipulag Smiðjuvegs frá maí 2022
,,Mörg þeirra sem sækja þjónustu á Smiðjuvegi hafa eflaust klórað sér í höfðinu við að leita að viðeigandi fyrirtæki. Smiðjuvegur er sérlega einstakur að því leyti að hann er í raun nokkrar götur skiptar með litakóða. Þegar viðskiptavinur áttar sig á skiptingunni klórar hann sér líklega enn meira og fastar í höfðinu á meðan hann hringir í fyrirtækið og spyr „hvar eruð þið?“." (Brot úr greininni)
Magnea Gná Jóhannsdóttir
Hvað hefur Framsókn gert fyrir Reykjavík?
Grein um breytingar í borginni frá maí 2022
,,Mér þykir vænt um Reykjavík, hún er heimilið okkar og höfuðstaður. Það er margt sem borgin gerir vel og á skilið lof fyrir, en ekkert er svo gott að ekki megi bæta og breyta. Við í Framsókn viljum bretta upp ermar og ganga í þau verk sem eru fyrir hendi.'' (Brot úr greininni)
Díana Íva Gunnarsdóttir
Í því felast aukin lífsgæði eldra fólks.
Grein um lífsgæði eldra fólks frá maí 2022
,,Við þurfum að tryggja áframhaldandi framboð á fjölbreyttu húsnæði í sveitarfélaginu. Við þurfum að leggja aukna áherslu á innleiðingu velferðartækni í þjónustu við eldra fólk. Það er þeirra sem eru í bæjarstjórn að grípa inn í og bæta kerfið. Þjónusta á að vera einföld, aðgengileg og skilvirk. Hún á að snúast um þann sem nýtir hana en ekki kerfið sjálft." (Brot úr greininni)
Gunnar Sær Ragnarsson
Löngu tímabært Fjölmenningarráð í Kópavog.
Grein um Fjölmenningarráð frá maí 2022
,,Nauðsynlegt er að tryggja það að allir íbúar sveitarfélagsins hafi jafnt aðgengi að upplýsingum og fái að hafa jafna aðkomu að ákvarðanatöku þess." (Brot úr greininni)
Heiðdís Geirsdóttir
Kópavogur, heimavöllur rafíþróttanna?
Grein um tækifæri barna og ungmenna til að stunda íþrótta- og tómstundastarf frá maí 2022
,,Tæplega 10.000 börn búa í Kópavogi og þau eiga það besta skilið. Með það að leiðarljósi boðum við gjaldfrjálst íþrótta- og tómstundastarf yngstu barnanna, að komið verði til móts við aukinn áhuga á rafíþróttum og efla annað tómstundastarf sem á borð við tónlistarnám og skátastarf." (Brot úr greininni)
Magnea Gná Jóhannsdóttir
Ef öll í borgarstjórn væru undir 30 ára?
Grein um breytingar í borginni frá maí 2022
,,Við sem erfum ákvarðanir dagsins í dag verðum að vera þátttakendur í ákvarðanatöku sem munu varða okkar framtíð. Það er mikilvægt að við nýtum kosningaréttinn okkar og kjósum ungt fólk, að við kjósum Framsókn sem treystir ungu fólki með því að hafa ungt fólk í forystusætum í borginni!'' (Brot úr greininni)
Gunnar Sær Ragnarsson
Umferðarstjórnun með gervigreind.
Grein um Fjölmenningarráð frá maí 2022
,,Samgöngur eru grunnstoð samfélagsins. Við viljum öll að þær séu eins góðar og hægt er. Góðar samgöngur eru hagræðing fyrir bæði atvinnulífið og samfélagið í heild." (Brot úr greininni)
Kristín Hermannsdóttir og Ívar Atli Sigurjónsson
Nauðsynleg innleiðing hringrásahagkerfisins.
Grein um grænar lausnir frá september 2021
,,Á síðastliðnum árum höfum við sem samfélag áttað okkur á því að við þurfum öll að spýta í lófana þegar það kemur að umhverfismálum. Stórt skref í baráttu okkar við hin neikvæðu umhverfisáhrif er að takmarka úrgangsmyndun. Óþarfa myndun úrgangs verður í okkar daglega lífi sem og innan atvinnulífsins. Augljósasta leiðin til þess að sporna við óþarfa úrgangsmyndun er að nýta allar auðlindir til hins ýtrasta.'' (Brot úr greininni)
Daði Geir Samúelsson
Orkan úr óþefnum.
Grein um metan sem eldsneyti frá maí 2021
,,Með því að fanga metanið og nota sem eldsneyti á vélaflota landsins verður Ísland sjálfbærara um eldsneyti og dregur úr gróðurhúsaáhrifum. Ef ekkert er gert flæðir metanið áfram út í andrúmsloftið og við verðum af þessum orkugjafa og umhverfið tapar. Metan er að myndast um allt land þannig að það myndi líka styðja við að geta nálgast þennan orkugjafa víðs vegar um landið sem gerði það raunhæft að metanvæða hluta af vélaflota landsins.'' (Brot úr greininni)
Daði Geir Samúelsson og Jóhanna María Sigmundsdóttir
Íslenskt eða hvað?
Grein um upprungamerkingar á matvælum frá desember 2020
,,Er ásættanlegt að leggja þurfi upp í slíka greiningarvinnu til að fá réttmætar upplýsingar um vöru sem maður ætlar að leggja sér til munns? Af hverju er ekki kveðið skýrt á um uppruna og framleiðslustað á umbúðum?'' (Brot úr greininni)
Magnea Gná Jóhannsdóttir
Barnasáttmálinn brotinn - Óþarfar og óafturkræfar aðgerðir á kynfærum barna
Grein um óþarfar og óafturkræfar aðgerðir á kynfærum barna frá 20. nóvember 2020 (dagur mannréttinda barna)
,,Rauði þráðurinn í íslenskum barnalögum og Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, er að ávallt skuli hafa það sem er barninu fyrir bestu að leiðarljósi þegar teknar eru ákvarðanir um hag þess. Barnasáttmálinn kveður einnig á um að börn eigi rétt á að tjá sig um öll þau málefni er þau varða og því samræmist það illa sáttmálanum að foreldrar taki ákvarðanir um óafturkræfar aðgerðir á líkama barns, líkt og umskurður drengja og aðgerðir á intersex börnum án læknisfræðilegrar nauðsynjar eru.'' (Brot úr greininni)
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir
Meira en bara lífstíll
Grein um ummæli sjávar- og landbúnaðarráðherra um að sauðfjárbúskapur væri lífstíll frá 22. október 2020
,,Þegar rýnt er í innflutning á matvælum síðastliðin ár vakna upp margar spurningar. Sérstaklega er hægt að velta því fyrir sér hvort að nú sé kominn nýr Messías sem vinnur við innflutning, nema í staðinn fyrir að breyta vatni í vín þá breytir hann mjólk í jurt, eins og gerist við þá osta sem ferðast yfir Atlantshafið. Það sama má segja um kjötið sem flutt er til landsins, en stór hluti af því virðist hverfa á leiðinni yfir Atlantshafið þegar innflutningstölur milli Íslands og Evrópu eru bornar saman.'' (Brot úr greininni)
Magnea Gná Jóhannsdóttir
Hvar á ég að búa?
Grein um byggðarþróun og áhrif niðurlagningu starfa á smærri samfélög frá 11. júlí 2020
,,Missirinn sem fólk í litlum samfélögum verður fyrir þegar hvort tveggja fólk og þjónusta flyst á brott er því mikill. Hér er það ekki bara starfið og einstaklingurinn sem líður fyrir breytinguna heldur samfélagið allt vegna hinna víðtæku áhrifa sem flutningur starfs úr minna byggðarlagi hefur. Eitt starf í litlu plássi er á við hundruð í stærri sveitarfélögum.'' (Brot úr greininni)
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir og Sigrún Ásta Brynjarsdóttir:
Risastórt skref fyrir foreldra í námi
Grein um barnastyrkinn í nýjum Menntasjóði námsmanna frá 4. júlí 2020.
,,Eitt af heimsmarkmiðum Sameinuðu þjóðanna er „menntun fyrir alla”, eða jafnrétti til náms. Allir eiga að hafa kost á að stunda það nám sem þeir kjósa, óháð stöðu sinni. Það fyrirkomulag og þær breytingar sem lögin um Menntasjóð námsmanna hefur í för með sér auka stuðning við námsmenn með fjölskyldur og draga úr áhyggjum þeirra. Slíkt fyrirkomulag gæti jafnvel dregið úr aðsókn í nám. Við viljum að allir hafi kost á því að mennta sig - fyrir sig og fyrir samfélagið í heild sinni.'' (Brot úr greininni)
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir:
Háskólanemi í sófanum heima
Grein um fjarnám á háskólastigi frá 16. mars 2020.
,,Ég tel að auka eigi fjarnám gífurlega á Íslandi. Í því tæknisamfélagi sem við búum í ætti nám að vera miklu aðgengilegra og fjarnám er ein besta leiðin til þess. Með því er einnig komið til móts við fjórða heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna: „Menntun fyrir alla“. Markmiðið er sett til að tryggja jafnan aðgang allra að góðri menntun og stuðla að tækifærum allra til náms alla ævi.'' (Brot úr greininni)
Magnea Gná Jóhannsdóttir:
Umskurður drengja er tímaskekkja
Grein um umskurð drengja frá 27. nóvember 2019.
,,Það samræmist illa Barnasáttmálanum, sem kveður á um að börn eigi að fá að tjá sig um öll þau málefni sem þau varða, að foreldrar taki ákvarðanir um óafturkræfar aðgerðir á líkama barns, líkt og umskurður drengja er, án þess að læknisfræðileg nauðsyn krefjist þess að slík aðgerð sé gerð. Umrædd aðgerð ætti því einungis að fara fram að frumkvæði þess einstaklings sem aðgerðin er gerð á. Umskurður drengja er almennt framkvæmdur á mjög ungum börnum. Það er ótækt að forsjáraðilar barna geti tekið svo afgerandi ákvörðun um kynfæri barna sinna sem eru enn of ung til þess að tjá sig um aðgerðina, séu ekki knýjandi heilsufarsrök fyrir aðgerðinni.'' (Brot úr greininni)
Daði Geir Samúelsson:
Af hverju þarf þetta að vera svona flókið?
Grein um sorpflokkunarkerfið á Íslandi frá 14. október 2019.
,,Ég tel að það væri sniðugra að það væri eitt samræmt flokkunarkerfi fyrir landið sem tryggir það að allir séu á sömu línu. Það myndi leiða til þess að betri og skilvirkari flokkun ætti sér stað og endurvinnsluefni færu á rétta staði.'' (Brot úr greininni)
Gunnar Ásgrímsson:
Hættum að mismuna eftir afmælisdögum
Grein um kosningaaldur frá 19. september 2019
,,Í dag er ungu fólki mismunað eftir því hvenær á árinu það er fætt. Ungu fólki sem fylgst hefur að í gegnum grunnskóla, tekið þátt í félagsstarfi saman og eru álitnir jafningar í augum samfélagsins. Mismununin fellst í því að veita kosningarétt miðað við afmælisdag en ekki við ár. Ef að einstaklingar eru taldir jafnir í samfélaginu, af hverju eru þeir það ekki þegar kemur að því að kjósa fulltrúa þeirra í lýðræðislegum kosningum?'' (Brot úr greininni)
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir:
Heimilislausir námsmenn af landsbyggðinni
Grein um heimavist á höfuborðarsvæðinu frá 17. maí 2016.
,,Að byrja í framhaldsskóla er mikil breyting. Breytingin er enn meiri fyrir þá sem neyðast til þess að flytja frá fjölskyldu sinni til að stunda það nám sem þeir vilja. Sem betur fer eru heimavistir og nemendagarðar um allt land þar sem nemendur geta búið sér til heimili út skólagönguna. Nema það er ekki í boði á höfuðborgarsvæðinu. Allar lausnir á húsnæðisvanda ungs fólks beinast að barnafólki og háskólafólki. Það þýðir að ef ungmenni vill stunda nám á höfuðborgarsvæðinu þá eru miklar líkur á því að húsnæðisvandamál hefjist á sextánda aldursári.'' (Brot úr greininni)