Ályktanir
|
|
|
|
|
|
Eldri ályktanir:
Bann á einnota plasti
Plast hefur átt gríðarlega stóran sess í okkar lífi og er notkun þess alltaf að aukast í gegnum árin. Það hefur verið hentugt fyrir okkur vegna þess hve lengi það endist, en hrikalega óhentugt fyrir umhverfið einnig útaf því hve lengi það endist. Reiknað er með að um 40 kg af umbúðarplasti fylgi hverjum íslenskum einstakling á ári. Það er allt umbúðaplast sem tengist lífi einstaklings, svo sem í skóla, vinnu og heimili. Endurvinnsla á umbúðarplasti er einungis 11-13% á Íslandi.[1]
Plast er að stórum hluta gert úr óendurnýjanlegum auðlindum og er erfitt að endurvinna, vegna þess hve illa það brotnar niður. En plast eyðist ekki heldur brotnar niður í smærri og smærri búta sem enda úti í sjó og vatni eða í seti og jarðvegi. Dýrin í lífríkinu borða plastagnirnar, vegna þess hve líkar þær eru fæðuögnum, og því endar plastið aftur hjá okkur í fæðukeðjunni. [2]
Framleiðsla plasts í heiminum hófst í kringum 1950 en síðan þá hefur framleiðslan aukist úr 1,5 milljón tonnum á ári í 280 milljón tonn á ári árið 2017. Þriðjungur af því plasti er einnota plast. [3]
Af þeim 8,3 milljörðum tonna af plasti sem hefur verið framleitt í heiminum hefur 6,3 milljörðum tonna plasts orðið að úrgang í sjó og landfyllingum. [4]
Samband ungra framsóknarmanna kallar eftir róttækum breytingum í þessum málum og þrýstir á stjórnvöld að :
Ályktun var samþykkt af stjórn SUF 2018.
Heimildir:
[1](Umhverfisstofnun, Plast, 2017)
[2](Umhverfisstofnun, Plast, 2017)
[3](Umhverfisstofnun, Vöktun rusls á ströndum: Aðferðafræði og samantekt á niðurstöðum vöktunar árið 2016 og 2017, 2018)
[4](Parker, 2017)
Plast er að stórum hluta gert úr óendurnýjanlegum auðlindum og er erfitt að endurvinna, vegna þess hve illa það brotnar niður. En plast eyðist ekki heldur brotnar niður í smærri og smærri búta sem enda úti í sjó og vatni eða í seti og jarðvegi. Dýrin í lífríkinu borða plastagnirnar, vegna þess hve líkar þær eru fæðuögnum, og því endar plastið aftur hjá okkur í fæðukeðjunni. [2]
Framleiðsla plasts í heiminum hófst í kringum 1950 en síðan þá hefur framleiðslan aukist úr 1,5 milljón tonnum á ári í 280 milljón tonn á ári árið 2017. Þriðjungur af því plasti er einnota plast. [3]
Af þeim 8,3 milljörðum tonna af plasti sem hefur verið framleitt í heiminum hefur 6,3 milljörðum tonna plasts orðið að úrgang í sjó og landfyllingum. [4]
Samband ungra framsóknarmanna kallar eftir róttækum breytingum í þessum málum og þrýstir á stjórnvöld að :
- Banna óniðurbrjótanlegt (e.non biodegradable) einnota plast svo sem:
- Sogrör, plastpoka, plastglös, plastdiska, plasthnífapör og eyrnapinna úr plasti.
- Hafa tekið þessi lög í gildi fyrir árið 2025 til þess að fylgja heimsmarkmiðum 12: Ábyrg neysla og framleiðsla ásamt heimsmarkmiðum 14: Líf í vatni.
- Standa við bakið á fyrirtækjum sem velja að framleiða umhverfisvænni umbúðir, svosem með styrkjum, þangað til að banni verður komið á.
- Hvetja fólk með að velja umhverfisvænni kostinn þangað til að banni verður komið á með því til dæmis:
- Hækka skatta á sölu og innflutning á einnota plasti og lækka skatta á umhverfisvænni staðgenglum, svo sem pappa, PLA plast (úr maís sterkju og sykurreyr sem brotnar mun fyrr niður í náttúrunni, ekki fullkomið en skárri kostur), bambusvörum o.fl.
Ályktun var samþykkt af stjórn SUF 2018.
Heimildir:
[1](Umhverfisstofnun, Plast, 2017)
[2](Umhverfisstofnun, Plast, 2017)
[3](Umhverfisstofnun, Vöktun rusls á ströndum: Aðferðafræði og samantekt á niðurstöðum vöktunar árið 2016 og 2017, 2018)
[4](Parker, 2017)
Umskurður drengja
Ungt Framsóknarfólk telur umskurð á kynfærum barna vera brot á mann- og sjálfsákvörðunarrétti barna, þar sem varanlegar og óafturkræfar aðgerðir eru framkvæmdar á kynfærum barna án þeirra samþykkis. Umskurður á kynfærum drengja felur í sér mikið og varanlegt inngrip í líkama barns sem getur ollið sársauka og hættu á sýkingu. Ætti slík aðgerð ekki að fara fram nema nauðsyn krefji af heilsufarlegum ástæðum.
Umskurður kvenna og stúlkubarna hefur verið bannaður frá árinu 2005 á Íslandi en það var gert í kjölfar þess að Sameinuðu Þjóðirnar og fleiri alþjóðlegar stofnanir eins og Rauði krossinn og Alþjóðlega heilbrigðisstofnunin bönnuðu limlestingar á kynfærum barna. Þrátt fyrir það er umskurður drengja enn leyfilegur.
Ávallt skal hafa það sem er barninu fyrir bestu að leiðarljósi en það er mat ungs Framsóknarfólks að núverandi löggjöf brjóti gegn þeirri meginreglu sem kemur m.a. fram í barnalögum og á sér hliðstæðu í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Umræddar aðgerðir ættu ekki vera gerðar að frumkvæði annara en einstaklingsins sjálfs sem þær eru gerðar á. Börn hafa ekki þroska til þess að ákveða þetta sjálf en einnig brýtur umskurður á kynfærum gegn Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna. Það er ótækt að forsjáraðilar barna taki svo afgerandi ákvörðun um óafturkræfar aðgerðir á kynfærum barna. Réttur barna á að ganga framar rétti fullorðinna til að taka óafturkræfar trúar- eða menningarlegar ákvarðanir um líkama barna. Börn njóta verndar gegn hefðum sem eru skaðlegar heilbrigði þeirra undir Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, ennfremur skyldar hann aðildarríki til þess að ryðja slíkum hefðum úr vegi. Það kann að vera svo að drengir vilji láta umskera sig af trúar- eða menningarlegum ástæðum en slíkar ákvarðanir verða þeir sjálfir að taka þegar þeir hafa náð aldri og þroska til þess að skilja hvað slíkar aðgerðir geta haft í för með sér.
Þá hafa hundruðir íslenskra lækna lýst yfir stuðningi sínum á frumvarpi sem bannar umskurð drengja nema læknisfræðilegar ástæður liggi því til grundvallar[1]. Má einnig geta þess að umboðsmenn barna á öllum Norðurlöndunum undirrituðu árið 2013 viljayfirlýsingu þess efnis að banna umskurð barna[2].
Ungt Framsóknarfólk krefst þess að Alþingi:
Ályktun var samþykkt á 44. sambandsþingi SUF 2019.
Heimildir:
[1]RÚV. (2018).Rúmlega 400 læknar styðja umskurðarfrumvarp.https://www.ruv.is/frett/rumlega-400-laeknar-stydja-umskurdarfrumvarp
[2]Umboðsmaður barna. (2013). Umskurður brýtur gegn réttindum ungra drengja.
https://www.barn.is/frettir/2013/10/umskurdur-brytur-gegn-rettindum-ungra-drengja
Umskurður kvenna og stúlkubarna hefur verið bannaður frá árinu 2005 á Íslandi en það var gert í kjölfar þess að Sameinuðu Þjóðirnar og fleiri alþjóðlegar stofnanir eins og Rauði krossinn og Alþjóðlega heilbrigðisstofnunin bönnuðu limlestingar á kynfærum barna. Þrátt fyrir það er umskurður drengja enn leyfilegur.
Ávallt skal hafa það sem er barninu fyrir bestu að leiðarljósi en það er mat ungs Framsóknarfólks að núverandi löggjöf brjóti gegn þeirri meginreglu sem kemur m.a. fram í barnalögum og á sér hliðstæðu í Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna.
Umræddar aðgerðir ættu ekki vera gerðar að frumkvæði annara en einstaklingsins sjálfs sem þær eru gerðar á. Börn hafa ekki þroska til þess að ákveða þetta sjálf en einnig brýtur umskurður á kynfærum gegn Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna. Það er ótækt að forsjáraðilar barna taki svo afgerandi ákvörðun um óafturkræfar aðgerðir á kynfærum barna. Réttur barna á að ganga framar rétti fullorðinna til að taka óafturkræfar trúar- eða menningarlegar ákvarðanir um líkama barna. Börn njóta verndar gegn hefðum sem eru skaðlegar heilbrigði þeirra undir Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna, ennfremur skyldar hann aðildarríki til þess að ryðja slíkum hefðum úr vegi. Það kann að vera svo að drengir vilji láta umskera sig af trúar- eða menningarlegum ástæðum en slíkar ákvarðanir verða þeir sjálfir að taka þegar þeir hafa náð aldri og þroska til þess að skilja hvað slíkar aðgerðir geta haft í för með sér.
Þá hafa hundruðir íslenskra lækna lýst yfir stuðningi sínum á frumvarpi sem bannar umskurð drengja nema læknisfræðilegar ástæður liggi því til grundvallar[1]. Má einnig geta þess að umboðsmenn barna á öllum Norðurlöndunum undirrituðu árið 2013 viljayfirlýsingu þess efnis að banna umskurð barna[2].
Ungt Framsóknarfólk krefst þess að Alþingi:
- Leggi fram og samþykki frumvarp sem bannar óþarfar og óafturkræfar aðgerðir á kynfærum allra barna ekki einungis stúlkubarna.
- Láti slík brot á börnum falla undir 218. gr. a. almennra hegningarlaga nr. 19/1944 sem kveður á um bann við fjarlægingu á kynfærum stúlkubarna og kvenna.
Ályktun var samþykkt á 44. sambandsþingi SUF 2019.
Heimildir:
[1]RÚV. (2018).Rúmlega 400 læknar styðja umskurðarfrumvarp.https://www.ruv.is/frett/rumlega-400-laeknar-stydja-umskurdarfrumvarp
[2]Umboðsmaður barna. (2013). Umskurður brýtur gegn réttindum ungra drengja.
https://www.barn.is/frettir/2013/10/umskurdur-brytur-gegn-rettindum-ungra-drengja
Kosningaaldur
Í dag er ungu fólki mismunað eftir því hvenær á árinu það er fætt. Ungu fólki sem fylgst hefur að í gegnum grunnskóla, tekið þátt í félagsstarfi saman og eru álitnir jafningar í augum samfélagsins. Mismununin felst í því að veita kosningarétt miðað við afmælisdag en ekki við áramót. Ungt Framsóknarfólk sér ekki rökin fyrir því að neita þeim sem fæðast seinna á árinu um einn þann mikilvægasta rétt sem fyrir finnst í lýðræðisríki, kosningarrétt.
Þetta eru ekki róttækar kröfur því til stuðnings má lýta til Noregs, en þar er veittur kosningaréttur miðað við ár en ekki dag[1].
Ungt Framsóknarfólk (SUF) krefst þess að:
Ályktunin var samþykkt af stjórn SUF 2020.
Heimildir:
[1]50.gr. stjórnarskrár Noregs
Þetta eru ekki róttækar kröfur því til stuðnings má lýta til Noregs, en þar er veittur kosningaréttur miðað við ár en ekki dag[1].
Ungt Framsóknarfólk (SUF) krefst þess að:
- Við breytingu á stjórnarskrá verði orðalegi breytt svo kosningaréttur verði veittur við áramót en ekki afmælisdag.
Ályktunin var samþykkt af stjórn SUF 2020.
Heimildir:
[1]50.gr. stjórnarskrár Noregs
Valdefling ungmenna í sveitarfélögum
Ungt Framsóknarfólk vill að ungmenni fái sterkari rödd hjá sveitarfélögum og öruggan aðgang að sveitastjórnum með því að taka þátt í ungmennaráðum. Einnig vill ungt Framsóknarfólk að ungmennaráð sveitarfélaga verði launuð. Nú þegar er í lögum að ungmennaráð eigi að vera starfrækt í hverju sveitarfélagi. Í æskulýðslögum 70/2007 gr. 11 segir:
“ Sveitarstjórnir hlutast til um að stofnuð séu ungmennaráð. Hlutverk ungmennaráða er m.a. að vera sveitarstjórnum til ráðgjafar um málefni ungs fólks í viðkomandi sveitarfélagi. Sveitarstjórnir setja nánari reglur um hlutverk og val í ungmennaráð. “
Menntamál og málefni ungs fólks eru almennt hlutfallslega stórir kostnaðarliðir sveitarfélaga. Því ætti ungt fólk að hafa margt að segja um það hvert peningarnir fara.
Ungt Framsóknarfólk kallar eftir því að:
Ályktunin var samþykkt á 44. sambandsþingi SUF 2019.
“ Sveitarstjórnir hlutast til um að stofnuð séu ungmennaráð. Hlutverk ungmennaráða er m.a. að vera sveitarstjórnum til ráðgjafar um málefni ungs fólks í viðkomandi sveitarfélagi. Sveitarstjórnir setja nánari reglur um hlutverk og val í ungmennaráð. “
Menntamál og málefni ungs fólks eru almennt hlutfallslega stórir kostnaðarliðir sveitarfélaga. Því ætti ungt fólk að hafa margt að segja um það hvert peningarnir fara.
Ungt Framsóknarfólk kallar eftir því að:
- Samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra gæti að því að hvert sveitarfélag sé með starfandi ungmennaráð öllum stundum.
- Að ungmennaráð sveitarfélaga verði launuð.
Ályktunin var samþykkt á 44. sambandsþingi SUF 2019.
Samræmt flokkunarkerfi sveitarfélaga og bætt nýting auðlinda
Ungt Framsóknarfólk kallar eftir því að komið verður á samræmdu sorpflokkunarkerfi hjá sveitarfélögum á Íslandi og að stefnt verði að frekari nýtingu verðmæta sem verða til við flokkunina. Of mikið flækjustig er í núverandi sorpkerfum þar sem margar útgáfur eru í gangi sem veldur mikilli óvissu hjá fólki og eykur líkur á rangri flokkun.
Ungt Framsóknarfólk vill að sorpflokkun verði til fyrirmyndar á öllu landinu og samræmt flokkunarkerfi alls landsins leggur grunn að því markmiði. Ungt Framsóknarfólk vill einnig að þau verðmæti sem safnast saman við flokkunina verði sem mest nýtt hér á landi til að minnka óþarfa flutninga sem stækkar kolefnisspor landsins og stuðla frekar að verðmætasköpun innanlands.
Ungt Framsóknarfólk vill að:
Ályktunin var samþykkt á 44. sambandsþingi SUF 2019.
Ungt Framsóknarfólk vill að sorpflokkun verði til fyrirmyndar á öllu landinu og samræmt flokkunarkerfi alls landsins leggur grunn að því markmiði. Ungt Framsóknarfólk vill einnig að þau verðmæti sem safnast saman við flokkunina verði sem mest nýtt hér á landi til að minnka óþarfa flutninga sem stækkar kolefnisspor landsins og stuðla frekar að verðmætasköpun innanlands.
Ungt Framsóknarfólk vill að:
- Sett verði reglugerð þar sem samræmt flokkunarkerfi verði komið á fyrir allt landið
- Veitt verða tímabundnar skattaívilnanir til endurvinnslu fyrirtækja sem vinna úr sorpi til að liðka fyrir starfsemi og stofnun þeirra hér á landi með það að markmiði að draga úr kolefnisspori sorpsendurvinnslu og frekari nýtingu verðmæta innanlands.
Ályktunin var samþykkt á 44. sambandsþingi SUF 2019.
Bólusetningar
Ungt Framsóknarfólk lýsa yfir áhyggjum yfir útbreiðslu mislinga í Evrópu sem skapar verulega hættu fyrir nýbura og ung börn.
Þess vegna vill ungt Framsóknarfólk skylda foreldra til að bólusetja börnin sín.
Öll börn sem hafa kost á því eiga að vera bólusett. Mikilvægt er að tryggja öryggi barna og koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdóma eins og mislingum og rauðum hundum.
Ályktunin var samþykkt á 43. sambandsþingi SUF 2018.
Þess vegna vill ungt Framsóknarfólk skylda foreldra til að bólusetja börnin sín.
Öll börn sem hafa kost á því eiga að vera bólusett. Mikilvægt er að tryggja öryggi barna og koma í veg fyrir útbreiðslu sjúkdóma eins og mislingum og rauðum hundum.
Ályktunin var samþykkt á 43. sambandsþingi SUF 2018.
Sjálfbærni á öllum sviðum
Ungt Framsóknarfólk vill að fiskveiðistjórnunarkerfi Íslands sé sjálfbært á öllum sviðum; þ.e. líffræðilega, efnahagslega og samfélagslega.
Ungt Framsóknarfólk telur að hægt sé að gera betur þegar kemur að efnahags- og samfélagslegri sjálfbærni fiskveiða. Núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi hefur reynst vel, til að mynda er líffræðileg sjálfbærni greinarinnar með því besta sem gerist í heiminum.
Auðlindagjöld í sjávarútvegi þurfa að byggja á afkomu greinarinnar hverju sinni og mega ekki vera of íþyngjandi. Þar þarf sérstaklega að horfa til lítilla og meðalstórra útgerða sem ekki hafa notið sambærilegrar virðisaukningar á aflaverðmæti sem stærðarhagkvæmni hefur í för með sér.
Þá telur ungt Framsóknarfólk að því sem byggðakvóta er ætlað er að styrkja sjávarbyggðir, sem orðið hafa fyrir fólksfækkun vegna áfalla í sjávarútvegi skuli úthlutað markvisst og til ákveðins tíma.
Ályktunin var samþykkt á 43. sambandsþingi SUF 2018.
- Með líffræðilegri sjálfbærni er átt við að ekki sé gengið of nærri nytjastofnum með veiðum eða umgengni og að veiðimagnið byggist á vísindalegri ráðgjöf.
- Með efnahagslegri sjálfbærni er átt við að hægt sé að reka greinina með efnahagslegum ávinningi og að kerfið sé hvetjandi til þess að auka verðmætasköpun innan greinarinnar.
- Með samfélagslegri sjálfbærni er átt við að kerfið sé atvinnuskapandi, hvetjandi til nýsköpunar og styðji við þau byggðalög sem reiða sig á fiskveiðar og vinnslu.
Ungt Framsóknarfólk telur að hægt sé að gera betur þegar kemur að efnahags- og samfélagslegri sjálfbærni fiskveiða. Núverandi fiskveiðistjórnunarkerfi hefur reynst vel, til að mynda er líffræðileg sjálfbærni greinarinnar með því besta sem gerist í heiminum.
Auðlindagjöld í sjávarútvegi þurfa að byggja á afkomu greinarinnar hverju sinni og mega ekki vera of íþyngjandi. Þar þarf sérstaklega að horfa til lítilla og meðalstórra útgerða sem ekki hafa notið sambærilegrar virðisaukningar á aflaverðmæti sem stærðarhagkvæmni hefur í för með sér.
Þá telur ungt Framsóknarfólk að því sem byggðakvóta er ætlað er að styrkja sjávarbyggðir, sem orðið hafa fyrir fólksfækkun vegna áfalla í sjávarútvegi skuli úthlutað markvisst og til ákveðins tíma.
Ályktunin var samþykkt á 43. sambandsþingi SUF 2018.
AUknar aðgerðir í loftslagsmálum
Ungt Framsóknarfólk vill að ríkistjórnin beiti sér í auknum mæli að því að draga úr losun gróðurhúsalofttegunda á Íslandi.
Til að Ísland geti uppfyllt sinn hlut í Parísarsáttmálanum er ljóst að mikilvægur þáttur verður orkuskipti í samgöngum á landi. Fjölga þarf hreinorku eða tvíorkubílum um 90 þúsund fyrir árið 2030 en þeir eru um 10 þúsund í ár. Ungt framsóknarfólk telur að beita ætti hagrænum hvötum, t.d. með niðurfellingu skatta á hreinorku bílum til þess að ýta undir þróun í rétta átt. Íslandi bíða miklar skuldir þegar ekki tekst að uppfylla Kyoto sáttmálann og því mikilvægt að til aðgerða verði gripið til þess að hægt sé að takmarka þennan kostnað líkt og mögulegt er.
Ungt Framsóknarfólk hvetur þá ríkistjórnina til þess að sýna gott fordæmi í verki og sjá til þess að bílar ráðuneytanna verði allir tvinn- eða rafdrifnir bílar og öll losun vegna ferðalaga ráðherra verði kolefnisjöfnuð.
Ályktunin var samþykkt á 43. sambandsþingi SUF 2018.
Til að Ísland geti uppfyllt sinn hlut í Parísarsáttmálanum er ljóst að mikilvægur þáttur verður orkuskipti í samgöngum á landi. Fjölga þarf hreinorku eða tvíorkubílum um 90 þúsund fyrir árið 2030 en þeir eru um 10 þúsund í ár. Ungt framsóknarfólk telur að beita ætti hagrænum hvötum, t.d. með niðurfellingu skatta á hreinorku bílum til þess að ýta undir þróun í rétta átt. Íslandi bíða miklar skuldir þegar ekki tekst að uppfylla Kyoto sáttmálann og því mikilvægt að til aðgerða verði gripið til þess að hægt sé að takmarka þennan kostnað líkt og mögulegt er.
Ungt Framsóknarfólk hvetur þá ríkistjórnina til þess að sýna gott fordæmi í verki og sjá til þess að bílar ráðuneytanna verði allir tvinn- eða rafdrifnir bílar og öll losun vegna ferðalaga ráðherra verði kolefnisjöfnuð.
Ályktunin var samþykkt á 43. sambandsþingi SUF 2018.
Aukinn stuðningur við heilbrigðiskerfið
Ísland er ofarlega á mörgum alþjóðlegum listum sem mæla gæði heilbrigðisþjónustu og því ber að fagna. Mikilvægt er að sofna ekki á verðinum til að tryggja áframhaldandi hagsæld og heilbrigði þjóðarinnar.
Ungt Framsóknarfólk telur mikilvægt að áfram verði tryggt aðgengi að grunnheilbrigðisþjónustu um allt land. Fjórðungssjúkrahúsin verði efld til muna til að auka öryggi allra landsmanna og minnka álag á Landspítalanum.
Það er ekki síður mikilvægt að kjörin sem heilbrigðisstofnanir landsins bjóði sínu starfsfólki upp á séu nægilega góð. Starfsfólk sem hefur gengið í gegnum margra ára nám hafi hag í því að starfa við menntun sína en hverfi ekki til annarra starfa eftir nám eins og gerst hefur í miklum mæli meðal t.d. hjúkrunarfræðinga. Það er hagur allra að á heilbrigðisstofnunum sé góð mönnun en það er bæði hagkvæmara fyrir samfélagið sem og öruggara fyrir skjólstæðinga stofnananna. Áfram þarf að vinna í að stytta biðlista sem myndast hafa eftir heilbrigðisþjónustu. Þá þarf að efla forvarnir og auka skimanir til þess að fækka þeim sem greinast með hverskyns sjúkdóma sem komnireru á okastig þegar ekki er lengur hægt að grípa inn í.
Ungt Framsóknarfólk krefst þess að námsmönnum verði tryggð sambærileg réttindi og í hinum Norðurlöndunum þegar kemur að greiðsluþátttöku við heilbrigðisþjónustu. Það er með öllu óásættanlegt að námsmönnum sé gert að greiða hæsta mögulega komu- og þjónustugjald innan heiðbrigðiskerfisins enda sýna rannsóknir að meirihluti námsfólks á Íslandi sækir sér ekki nauðsynlega þjónustu vegna kostnaðar.
Ályktunin var samþykkt á 43. sambandsþingi SUF 2018.
Ungt Framsóknarfólk telur mikilvægt að áfram verði tryggt aðgengi að grunnheilbrigðisþjónustu um allt land. Fjórðungssjúkrahúsin verði efld til muna til að auka öryggi allra landsmanna og minnka álag á Landspítalanum.
Það er ekki síður mikilvægt að kjörin sem heilbrigðisstofnanir landsins bjóði sínu starfsfólki upp á séu nægilega góð. Starfsfólk sem hefur gengið í gegnum margra ára nám hafi hag í því að starfa við menntun sína en hverfi ekki til annarra starfa eftir nám eins og gerst hefur í miklum mæli meðal t.d. hjúkrunarfræðinga. Það er hagur allra að á heilbrigðisstofnunum sé góð mönnun en það er bæði hagkvæmara fyrir samfélagið sem og öruggara fyrir skjólstæðinga stofnananna. Áfram þarf að vinna í að stytta biðlista sem myndast hafa eftir heilbrigðisþjónustu. Þá þarf að efla forvarnir og auka skimanir til þess að fækka þeim sem greinast með hverskyns sjúkdóma sem komnireru á okastig þegar ekki er lengur hægt að grípa inn í.
Ungt Framsóknarfólk krefst þess að námsmönnum verði tryggð sambærileg réttindi og í hinum Norðurlöndunum þegar kemur að greiðsluþátttöku við heilbrigðisþjónustu. Það er með öllu óásættanlegt að námsmönnum sé gert að greiða hæsta mögulega komu- og þjónustugjald innan heiðbrigðiskerfisins enda sýna rannsóknir að meirihluti námsfólks á Íslandi sækir sér ekki nauðsynlega þjónustu vegna kostnaðar.
Ályktunin var samþykkt á 43. sambandsþingi SUF 2018.
Fæðingarorlof
Ungt Framsóknarfólk fordæmir þær aðferðir sem notaðar eru til útreikninga á greiðsluáætlun fæðingarorlofssjóðs. Þær aðferðir virðast ekki til þess fallnar að hjálpa foreldrum. Taka þarf kerfið til heildstæðrar endurskoðunar með ýmsum hópum samfélagsins. Einnig þarf að samræma fæðingarorlof og leikskólapláss. Fæðingarorlof á að vera 12 mánuðir á barn. Fæðingarorlof á ekki að vera skattlagt.
Ályktunin var samþykkt á 43. sambandsþingi SUF 2018.
Ályktunin var samþykkt á 43. sambandsþingi SUF 2018.
Heimavist
Ungt framsóknarfólk vill fá heimavist fyrir nemendur af landsbyggðinni sem eru í námi í framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu.
Mikill fjöldi ungra einstaklinga flytjast búferlaflutningum á sínu sextánda aldursári til að stunda nám á höfuðborgarsvæðinu. En oft búa þessir nemendur í slæmum aðstæðum og hrekjast úr námi vegna þess. Nemandi á höfuðborgarsvæðinu á betri möguleika á því að stunda nám hvar sem er á landinu heldur en nemandi af landsbyggðinni að stunda nám á höfuðborgarsvæðinu. Nemendur á Íslandi hafa rétt á því að stunda nám þar sem þeir vilja á grundvelli jafnréttislaga. Mikið af framhaldsnámi á Íslandi er einungis í boði á höfuðborgarsvæðinu, sem dæmi má taka flestar sér- og iðngreinar. Ungt framsóknarfólk telur að heimavist á höfuðborgarsvæðinu sé gríðarlegt öryggis- og fjárhagsatriði fyrir fjölskyldur á landsbyggðinni á næstu árum og eyki möguleika á því að fólk haldist í námi.
Ályktunin var samþykkt á 43. sambandsþingi SUF 2018.
Mikill fjöldi ungra einstaklinga flytjast búferlaflutningum á sínu sextánda aldursári til að stunda nám á höfuðborgarsvæðinu. En oft búa þessir nemendur í slæmum aðstæðum og hrekjast úr námi vegna þess. Nemandi á höfuðborgarsvæðinu á betri möguleika á því að stunda nám hvar sem er á landinu heldur en nemandi af landsbyggðinni að stunda nám á höfuðborgarsvæðinu. Nemendur á Íslandi hafa rétt á því að stunda nám þar sem þeir vilja á grundvelli jafnréttislaga. Mikið af framhaldsnámi á Íslandi er einungis í boði á höfuðborgarsvæðinu, sem dæmi má taka flestar sér- og iðngreinar. Ungt framsóknarfólk telur að heimavist á höfuðborgarsvæðinu sé gríðarlegt öryggis- og fjárhagsatriði fyrir fjölskyldur á landsbyggðinni á næstu árum og eyki möguleika á því að fólk haldist í námi.
Ályktunin var samþykkt á 43. sambandsþingi SUF 2018.
Fjarnám
Ungt Framsóknarfólk vill auka möguleika til fjarnáms á háskólastigi á Íslandi.
Fáar námsgreinar eru í boði í fjarnámi og getur það verið mjög heftandi fyrir fólk sem býr á landsbyggðinni á öllum aldri. Fólk sem er að byrja í námi eða vill bæta við sig þarf því oft að rífa sig upp úr mismunandi aðstæðum og flytjast í slæman húsnæðismarkað á höfuðborgarsvæðinu eða fara á biðlista á stúdentagörðum. Aukið fjarnám getur aukið gæði háskóla á Íslandi og yrði gríðarlega mikilvægur þáttur í styrkingu landsbyggðinnar. Landsmenn eiga rétt á því að stunda nám óháð búsetu.
Ályktunin var samþykkt á 43. sambandsþingi SUF 2018.
Fáar námsgreinar eru í boði í fjarnámi og getur það verið mjög heftandi fyrir fólk sem býr á landsbyggðinni á öllum aldri. Fólk sem er að byrja í námi eða vill bæta við sig þarf því oft að rífa sig upp úr mismunandi aðstæðum og flytjast í slæman húsnæðismarkað á höfuðborgarsvæðinu eða fara á biðlista á stúdentagörðum. Aukið fjarnám getur aukið gæði háskóla á Íslandi og yrði gríðarlega mikilvægur þáttur í styrkingu landsbyggðinnar. Landsmenn eiga rétt á því að stunda nám óháð búsetu.
Ályktunin var samþykkt á 43. sambandsþingi SUF 2018.
Hvata- eða styrkjakerfi fyrir námsfólk
Í ljósi langra biðlista eftir námsmannaíbúðum og með óhóflega lágum skerðingamörkum vegna atvinnutekna á námslán er komið í veg fyrir að námsfólk geti leigt á almennum leigumarkaði.
Ungt Framsóknarfólk tekur undir með fjölmörgum hagsmunasamtökum námsmanna sem vilja endurskoðun á núverandi námslánakerfi. Við viljum taka upp svokallað hvata- eða styrkjakerfi að norrænni fyrirmynd. Með því verður meiri stuðningur við nýja menntastefnu og auknir möguleikar til náms óháð efnahag. Í fjórðu iðnbyltingunni geta réttir hvatar til námsmanna einnig betur þjónað þörfum atvinnulífsins og sérstaklega í iðn- og tækninámi. Breytinga er þörf því grundvöllur laga um rétt til náms óháð efnahag og búsetu með er brotinn með núverandi námslánakerfi.
Ályktunin var samþykkt á 43. sambandsþingi SUF 2018.
Ungt Framsóknarfólk tekur undir með fjölmörgum hagsmunasamtökum námsmanna sem vilja endurskoðun á núverandi námslánakerfi. Við viljum taka upp svokallað hvata- eða styrkjakerfi að norrænni fyrirmynd. Með því verður meiri stuðningur við nýja menntastefnu og auknir möguleikar til náms óháð efnahag. Í fjórðu iðnbyltingunni geta réttir hvatar til námsmanna einnig betur þjónað þörfum atvinnulífsins og sérstaklega í iðn- og tækninámi. Breytinga er þörf því grundvöllur laga um rétt til náms óháð efnahag og búsetu með er brotinn með núverandi námslánakerfi.
Ályktunin var samþykkt á 43. sambandsþingi SUF 2018.
Geðheilbrigðisþjónusta
Ungt Framsóknarfólk telur þarft að auka jafnræði milli geðheilbrigðisþjónustu og almennar heilbrigðisþjónustu. Þeir einstaklingar sem þjást af andlegum kvillum eiga rétt á að sækja sér heilbrigðisþjónustu og aðstoð allan sólarhringinn, allan ársins hring rétt eins og hver annar sem þarf á heilbrigðisþjónustu að halda.
Ályktunin var samþykkt á 43. sambandsþingi SUF 2018.
Ályktunin var samþykkt á 43. sambandsþingi SUF 2018.
Klaustursmálið
Stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna fordæmir ummæli þingmanna Miðflokks og þingmanna Flokks fólksins, sem látin voru falla á Klaustur bar þann 20.nóvember síðastliðinn. Ummælin lýsa kvenfyrirlitningu, fordómum gagnvart fötluðu fólki og samkynhneigðum ásamt því að augljós brot á siðareglum Alþingismanna voru framin.
Þjóðkjörnir einstaklingar eiga að vera fyrirmyndir í þjóðfélaginu en framkoma þessara þingmanna er engum til framdráttar.
Stjórn SUF telur ummæli og viðhorf þingmannanna til háborinnar skammar og hvetur þau til þess að segja tafarlaust af sér þingmennsku.
Ályktunin var samþykkt af stjórn í nóvember 2018.
Þjóðkjörnir einstaklingar eiga að vera fyrirmyndir í þjóðfélaginu en framkoma þessara þingmanna er engum til framdráttar.
Stjórn SUF telur ummæli og viðhorf þingmannanna til háborinnar skammar og hvetur þau til þess að segja tafarlaust af sér þingmennsku.
Ályktunin var samþykkt af stjórn í nóvember 2018.
Kjarabarátta ljósmæðra
Stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna styður heilshugar við kjarabaráttu ljósmæðra. Ljósmæður eru elsta menntaða kvennastétt landsins og sinna grunnþjónustu sem allir landsmenn njóta góðs af á einn eða annan hátt einhverntímann á ævinni.
Ljósmæðranám er 6 ára háskólanám á Íslandi. Fyrst ljúka ljósmæður hjúkrunarfræðinámi áður en þær fara í tveggja ára ljósmæðranám. Að því loknu lækka þær í launum og í starfsnáminu eru þær launalausar.
Stefna Sambands ungra Framsóknarmanna er að nemar skuli ávalt fá greiðslur í starfsnámi þar sem þeir þurfa að vinna hefðbundna vinnu og að nemar séu tryggðir í störfum sínum. Starf ljósmæðra þarf að meta að verðleikum og nauðsynlegt er að tryggja nýliðun í þessari mikilvægu stétt.
Stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna telur mikilvægt að hugað sér að þeim stéttum sem koma að umönnun og uppeldi í samfélaginu og að störf þeirra og ábyrgð séu metin til samræmis við mikilvægi þeirra. Því hvetur stjórnin þess að nám og ábyrgð ljósmæðra verði metið að verðleikum við samningagerð við stéttina.
Ályktunin var samþykkt af stjórn SUF í apríl 2018.
Ljósmæðranám er 6 ára háskólanám á Íslandi. Fyrst ljúka ljósmæður hjúkrunarfræðinámi áður en þær fara í tveggja ára ljósmæðranám. Að því loknu lækka þær í launum og í starfsnáminu eru þær launalausar.
Stefna Sambands ungra Framsóknarmanna er að nemar skuli ávalt fá greiðslur í starfsnámi þar sem þeir þurfa að vinna hefðbundna vinnu og að nemar séu tryggðir í störfum sínum. Starf ljósmæðra þarf að meta að verðleikum og nauðsynlegt er að tryggja nýliðun í þessari mikilvægu stétt.
Stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna telur mikilvægt að hugað sér að þeim stéttum sem koma að umönnun og uppeldi í samfélaginu og að störf þeirra og ábyrgð séu metin til samræmis við mikilvægi þeirra. Því hvetur stjórnin þess að nám og ábyrgð ljósmæðra verði metið að verðleikum við samningagerð við stéttina.
Ályktunin var samþykkt af stjórn SUF í apríl 2018.
VANTRAUST Á LANDBÚNAÐARRÁÐHERRA
Ungt Framsóknarfólk lýsir yfir vantrausti á sitjandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra. Störf ráðherra á kjörtímabilinu hafa sýnt að ráðherra mismuni málaflokkum með þeim hætti að málefni landbúnaðar sitji á hakanum og sé ekki sinnt. Landbúnaður er grundvallarstoð í íslensku samfélagi sem ekki má Iiggja milli hluta vegna mismunun ráðherra. Ungu Framsóknarfólki finnst það óásættanlegt að landbúnaðarráðuneytið sé einungis skúffa í atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytinu.
Ályktunin var samþykkt á sambandsþingi SUF 2020.
Ályktunin var samþykkt á sambandsþingi SUF 2020.
#IMWITHSANNA
Sanna Marin, forsætisráðherra Finnlands, sætir núna mikilli gagnrýni þar sem hún er sökuð um að hafa ekki hegðað sér í samræmi við embættið. Margur gæti haldið að gagnrýnin stafi af brotlegri hegðun hennar í starfi, óviðeigandi ummæla eða illa unnum störfum. Gagnrýnin kemur þó í raun starfi hennar ekkert við, heldur stafar hún af því að Sanna sat fyrir á forsíðu tímarits í fatnaði sem fólki fannst ekki viðeigandi. Klæðnaði sem að sumir telja of efnislítinn og/eða of kynþokkafullan. Sumir hafa jafnvel gefið í skyn að hún sé ekki hæf til að starfa sem forsætisráðherra vegna þessa. Sanna er yngsti sitjandi forsætisráðherra í heimi og er leiðtogi 5 flokka samsteypustjórnar.
Margir hafa bent á fáránleika gagnrýninnar. Bylgja er hafin til stuðnings Sönnu og konum í stjórnmálum. Bylgja af röddum sem vilja kveða gamaldags hugsanir niður og óviðeigandi gagnrýni sem konur í valdastöðum upplifa meðal annars vegna klæðnaðar. Um allan heim hafa konur í stjórnmálum talað um neikvætt viðhorf gagnvart sér og samstarfskonum sínum óháð flokkum. Í lok árs 2017 sendu 419 stjórnmálakonur á Íslandi frá sér yfirlýsingu þar sem þær sögðu frá því að kynbundið ofbeldi og áreitni eigi sér stað í heimi stjórnmálanna. Í kjölfarið hefur orðið mikil vitundarvakning. Þó megum við ekki sofna á verðinum. MeToo bylgjan hefur til að mynda verið endurvakin í Danmörku eftir að danska fjölmiðlakonan Sofie Linde sagði frá kynferðislegri áreitni sem hún hefur upplifað í starfi sínu.
Í Framsóknarflokkinum eru margar konur sem starfa á sviði stjórnmála og stefna á áframhaldandi starf innan þeirra. Útlit og klæðnaður kemur hæfni og getu einstaklinga ekki við. Ungt Framsóknarfólk vill að öll geti starfað í öruggu umhverfi þar sem komið er fram við þau af virðingu óháð kyni og klæðnaði.
Öll eiga rétt á því að láta í sér heyra og klæðast því sem þau vilja. Við stöndum með Sönnu.
#IMWITHSANNA
Ályktunin var samþykkt af stjórn SUF í október 2020.
Margir hafa bent á fáránleika gagnrýninnar. Bylgja er hafin til stuðnings Sönnu og konum í stjórnmálum. Bylgja af röddum sem vilja kveða gamaldags hugsanir niður og óviðeigandi gagnrýni sem konur í valdastöðum upplifa meðal annars vegna klæðnaðar. Um allan heim hafa konur í stjórnmálum talað um neikvætt viðhorf gagnvart sér og samstarfskonum sínum óháð flokkum. Í lok árs 2017 sendu 419 stjórnmálakonur á Íslandi frá sér yfirlýsingu þar sem þær sögðu frá því að kynbundið ofbeldi og áreitni eigi sér stað í heimi stjórnmálanna. Í kjölfarið hefur orðið mikil vitundarvakning. Þó megum við ekki sofna á verðinum. MeToo bylgjan hefur til að mynda verið endurvakin í Danmörku eftir að danska fjölmiðlakonan Sofie Linde sagði frá kynferðislegri áreitni sem hún hefur upplifað í starfi sínu.
Í Framsóknarflokkinum eru margar konur sem starfa á sviði stjórnmála og stefna á áframhaldandi starf innan þeirra. Útlit og klæðnaður kemur hæfni og getu einstaklinga ekki við. Ungt Framsóknarfólk vill að öll geti starfað í öruggu umhverfi þar sem komið er fram við þau af virðingu óháð kyni og klæðnaði.
Öll eiga rétt á því að láta í sér heyra og klæðast því sem þau vilja. Við stöndum með Sönnu.
#IMWITHSANNA
Ályktunin var samþykkt af stjórn SUF í október 2020.
STAÐA BARNSHAFANDI Í PÓLLANDI
Sameiginleg ályktun ungliðahreyfinga miðjuflokkana á Norðurlöndunum,
Nordiska Centerungdomens Förbund
|
Nýverið gaf stjórnarskrárdómstóll Póllands út úrskurð þess efnis að þungunarrof samræmist ekki stjórnarskrá landsins. Verður einungis leyfilegt að fara í þungunarrof ef líf barnshafanda er í hættu eða vegna þess að þungun hefur orðið vegna nauðgunar eða sifjaspells.
Nýju lögin heimila ekki lengur framkvæmd þungunarrofs teljist fóstur ólífvænlegt, en nær allar fóstureyðingar í landinu eða 98% voru framkvæmdar af þeirri ástæðu.
Fóstureyðingar eru því nánast með öllu ólöglegar í landinu.
Í kjölfarið, þrátt fyrir samkomutakmarkanir vegna Covid-19, brutust út mótmæli í landinu.
Þúsundir þyrpast út á göturnar og krefjast sjálfsákvörðunarrétt kvenna yfir eigin líkama.
Fyrir úrskurð dómstólsins var löggjöf Póllands um fóstureyðingar ein sú strangasta í Evrópu. Sú takmörkun á sjálfsákvörðunarrétti barnshafanda yfir eigin líkama hefur leitt til fjölda hættulegra og ólöglegra þungunarrofa í landinu og ferðalaga til annara landa þar sem löglegt er að framkvæmda þungunarrof.
Samband ungra Framsóknarmanna, SUF, styður sjálfsákvörðunarrétt fólks yfir eigin líkama og fordæmir þær takmarkanir sem nú eru við þungunarrofi í Póllandi. Bann við þungunarrofi bindur ekki enda á þungunarrof heldur gerir þungunarrof hættulegra. Við stöndum með pólskum konum og öllum þeim sem þyrpast nú út á götur Póllands og krefjast sjálfsákvörðunarrétt fólks yfir eigin líkama.
Ályktunin var samþykkt af stjórn SUF í nóvember 2020.
Nordiska Centerungdomens Förbund
|
Nýverið gaf stjórnarskrárdómstóll Póllands út úrskurð þess efnis að þungunarrof samræmist ekki stjórnarskrá landsins. Verður einungis leyfilegt að fara í þungunarrof ef líf barnshafanda er í hættu eða vegna þess að þungun hefur orðið vegna nauðgunar eða sifjaspells.
Nýju lögin heimila ekki lengur framkvæmd þungunarrofs teljist fóstur ólífvænlegt, en nær allar fóstureyðingar í landinu eða 98% voru framkvæmdar af þeirri ástæðu.
Fóstureyðingar eru því nánast með öllu ólöglegar í landinu.
Í kjölfarið, þrátt fyrir samkomutakmarkanir vegna Covid-19, brutust út mótmæli í landinu.
Þúsundir þyrpast út á göturnar og krefjast sjálfsákvörðunarrétt kvenna yfir eigin líkama.
Fyrir úrskurð dómstólsins var löggjöf Póllands um fóstureyðingar ein sú strangasta í Evrópu. Sú takmörkun á sjálfsákvörðunarrétti barnshafanda yfir eigin líkama hefur leitt til fjölda hættulegra og ólöglegra þungunarrofa í landinu og ferðalaga til annara landa þar sem löglegt er að framkvæmda þungunarrof.
Samband ungra Framsóknarmanna, SUF, styður sjálfsákvörðunarrétt fólks yfir eigin líkama og fordæmir þær takmarkanir sem nú eru við þungunarrofi í Póllandi. Bann við þungunarrofi bindur ekki enda á þungunarrof heldur gerir þungunarrof hættulegra. Við stöndum með pólskum konum og öllum þeim sem þyrpast nú út á götur Póllands og krefjast sjálfsákvörðunarrétt fólks yfir eigin líkama.
Ályktunin var samþykkt af stjórn SUF í nóvember 2020.
MAKAR MEÐ Í ÓMSKOÐUN
Ungt Framsóknarfólk fordæmir ákvörðun um að aðstandandi barnshafanda fái ekki að fara með barnshafanda í ómskoðun.
Ómskoðun er læknisskoðun sem hefur bæði áhrif á barnshafanda og maka þar sem um er að ræða skoðun á barni beggja aðila. Vegna augljósra líffræðilegra ástæðna fellur það í hlut annars aðila að ganga með barnið en það þýðir ekki að þáttur maka sé minni eða léttvægari. Makinn er líkt og barnshafandinn að verða foreldri sem ber sameiginlega ábyrgð á velferð barnsins sem kemur í heiminn.
Ungt Framsóknarfólk telur að um sé að ræða brot á rétti maka til að tengjast barni sínu á meðan meðgöngu og fæðingu stendur. Ómskoðanir og fæðing eru einn af þeim fáu viðburðum á meðgöngu sem báðir aðilar geta upplifað saman. Oft á tíðum eru læknisskoðanir á meðgöngu upplifanir sem tengir makann við og gera þungunina og barnið raunverulegt.
Tengslamyndun maka við barn er mikilvægur þáttur í uppeldi barna og því er mikilvægt að hlúð sé að því ferli af heilbrigðisstarfsfólki. Makar vilja fá að taka þátt í meðgöngu og öllu fæðingarferli barna sinna.
Rannsóknir hafa sýnt að neikvæð upplifun maka á meðan meðgöngu og fæðingu stendur, þar sem þeim er hindrað að taka virkan þátt í því ferli, geti haft langvarandi neikvæð andleg áhrif á maka og jafnvel leitt til kvíðaröskunar.
Þátttaka maka er einnig mikilvæg fyrir barnhafandi og barn, en rannsóknir sýna að líkamleg og andleg heilsa barnshafanda og barna þeirra er betri til lengri tíma þegar maki er virkur þátttakandi á meðgöngu og fæðingu barns.
Einnig er mikilvægt að nefna í þessu samhengi að á meðan ómskoðun og fæðingu stendur kemur fyrir að greind séu alvarleg heilsufarsleg vandamál hjá barni. Ótækt er að foreldrar fái ekki að standa saman í slíkum aðstæðum. Við teljum það ekki viðunandi að setja barnshafandi fólk í þær aðstæður að þurfa að upplifa þau áföll án stuðnings maka. Mikilvægt er að allt sé gert til þess að foreldrar fái að takast á við áföll saman.
Því teljum við að takmörkun heilbrigðiskerfisins á þátttöku maka í meðgöngu og fæðingu barns sé óviðunandi, þrátt fyrir heimsfaraldur.
Við teljum að sú ákvörðun geti haft neikvæð samfélagsleg áhrif til lengri tíma og því hvetjum við heilbrigðisyfirvöld að láta af þessum takmörkunum undir eins.
Ályktunin var samþykkt af stjórn SUF í nóvember 2020.
Ómskoðun er læknisskoðun sem hefur bæði áhrif á barnshafanda og maka þar sem um er að ræða skoðun á barni beggja aðila. Vegna augljósra líffræðilegra ástæðna fellur það í hlut annars aðila að ganga með barnið en það þýðir ekki að þáttur maka sé minni eða léttvægari. Makinn er líkt og barnshafandinn að verða foreldri sem ber sameiginlega ábyrgð á velferð barnsins sem kemur í heiminn.
Ungt Framsóknarfólk telur að um sé að ræða brot á rétti maka til að tengjast barni sínu á meðan meðgöngu og fæðingu stendur. Ómskoðanir og fæðing eru einn af þeim fáu viðburðum á meðgöngu sem báðir aðilar geta upplifað saman. Oft á tíðum eru læknisskoðanir á meðgöngu upplifanir sem tengir makann við og gera þungunina og barnið raunverulegt.
Tengslamyndun maka við barn er mikilvægur þáttur í uppeldi barna og því er mikilvægt að hlúð sé að því ferli af heilbrigðisstarfsfólki. Makar vilja fá að taka þátt í meðgöngu og öllu fæðingarferli barna sinna.
Rannsóknir hafa sýnt að neikvæð upplifun maka á meðan meðgöngu og fæðingu stendur, þar sem þeim er hindrað að taka virkan þátt í því ferli, geti haft langvarandi neikvæð andleg áhrif á maka og jafnvel leitt til kvíðaröskunar.
Þátttaka maka er einnig mikilvæg fyrir barnhafandi og barn, en rannsóknir sýna að líkamleg og andleg heilsa barnshafanda og barna þeirra er betri til lengri tíma þegar maki er virkur þátttakandi á meðgöngu og fæðingu barns.
Einnig er mikilvægt að nefna í þessu samhengi að á meðan ómskoðun og fæðingu stendur kemur fyrir að greind séu alvarleg heilsufarsleg vandamál hjá barni. Ótækt er að foreldrar fái ekki að standa saman í slíkum aðstæðum. Við teljum það ekki viðunandi að setja barnshafandi fólk í þær aðstæður að þurfa að upplifa þau áföll án stuðnings maka. Mikilvægt er að allt sé gert til þess að foreldrar fái að takast á við áföll saman.
Því teljum við að takmörkun heilbrigðiskerfisins á þátttöku maka í meðgöngu og fæðingu barns sé óviðunandi, þrátt fyrir heimsfaraldur.
Við teljum að sú ákvörðun geti haft neikvæð samfélagsleg áhrif til lengri tíma og því hvetjum við heilbrigðisyfirvöld að láta af þessum takmörkunum undir eins.
Ályktunin var samþykkt af stjórn SUF í nóvember 2020.
INNLEND MATVARA OG FÆÐUÖRYGGI
Ungt Framsóknarfólk vill að allir landsmenn eigi möguleika á því að nálgast innlenda matvöru og að fæðuöryggi sé haft í fyrirrúmi í stefnumörkun og samningum sem stjórnvöld gera.
Einnig vill ungt Framsóknarfólk að fræðsla verði aukin og matvæli betur merkt til að auðvelda upplýst val neytenda tengt uppruna búvara.
Þessi ályktun var samþykkt á sambandsþingi SUF 2020
Einnig vill ungt Framsóknarfólk að fræðsla verði aukin og matvæli betur merkt til að auðvelda upplýst val neytenda tengt uppruna búvara.
Þessi ályktun var samþykkt á sambandsþingi SUF 2020
heimsmarkmiðin uppfyllt fyrir 2030
Ungt framsóknarfólk vill minna á að í lok áratugarins þurfa öll ríki heimsins að uppfylla heimsmarkmið Sameinuðu þjóðanna. Því er nauðsynlegt að heimsmarkmiðin verði höfð enn frekar að leiðarljósi í vinnu ríkis og sveitarfélaga sem og fyrirtækja.
Þessi ályktun var samþykkt á sambandsþingi SUF 2020
Þessi ályktun var samþykkt á sambandsþingi SUF 2020
þjónusta við barnafjölskyldur
Ungt Framsóknarfólk vill að endurskoðuð verði skipulagning á þjónustu við barnafjölskyldur, s.s. leik-, grunnskólastarf og íþróttastarfsemi svo fjölskyldufólk hafi möguleika á sveigjanlegum vinnutíma.
Þessi ályktun var samþykkt á sambandsþingi SUF 2020
Þessi ályktun var samþykkt á sambandsþingi SUF 2020
starfsemi félagsmiðstöðva tryggð með lögum
Ungt Framsóknarfólk vill að öllum börnum verði tryggt aðgengi að starfsemi félagsmiðstöðva með lögum.
Þessi ályktun var samþykkt á sambandsþingi SUF 2020
Þessi ályktun var samþykkt á sambandsþingi SUF 2020
greiðsla stúdenta fyrir heilbrigðisþjónustu
Ungt Framsóknarfólk telur með öllu óásættanlegt að framhalds- og háskólanemar, 18 ára og eldri, þurfi að greiða hæstu mögulegu þjónustugjöld fyrir heilbrigðisþjónustu á Íslandi.
Ungt Framsóknarfólk vill að greiðsluþátttökuþrep stúdenta verði lækkað. Slík framkvæmd er nauðsynleg til að tryggja aðgang ungs fólks að heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag.
Þessi ályktun var samþykkt á sambandsþingi SUF 2020
Ungt Framsóknarfólk vill að greiðsluþátttökuþrep stúdenta verði lækkað. Slík framkvæmd er nauðsynleg til að tryggja aðgang ungs fólks að heilbrigðisþjónustu, óháð efnahag.
Þessi ályktun var samþykkt á sambandsþingi SUF 2020
raflínur lagðar í jörð
Ungt Framsóknarfólk vill að raflínur um allt land verði lagðar í jörð þar sem það er möguleiki. Mikilvægt er að landsmenn hafi öruggt aðgengi að rafmagni óháð veðri og búsetu.
Rafmagn getur skipt miklu máli fyrir öryggi landsmanna en íslensk veðrátta getur haft mikil áhrif á það öryggi eins og sást bersýnilega í ofsaveðrinu í desember 2019 sem hafði alvarlegar afleiðingar víða á landinu.
Þessi ályktun var samþykkt á sambandsþingi SUF 2020
Rafmagn getur skipt miklu máli fyrir öryggi landsmanna en íslensk veðrátta getur haft mikil áhrif á það öryggi eins og sást bersýnilega í ofsaveðrinu í desember 2019 sem hafði alvarlegar afleiðingar víða á landinu.
Þessi ályktun var samþykkt á sambandsþingi SUF 2020
kynlaust orðalag í lögum
Ungt Framsóknarfólk vill að landslög verði samræmd þannig að orðalag verði kynlaust þar sem möguleiki er.
Þessi ályktun var samþykkt á sambandsþingi SUF 2020
Þessi ályktun var samþykkt á sambandsþingi SUF 2020
aðgengileg íslenskukennsla fyrir innflytjendur
Ungt Framsóknarfólk telur mikilvægt að tryggja þeim einstaklingum, sem flytja til Íslands og setjast hér að, gott aðgengi að íslenskunámi. Einnig þarf að tryggja afkomendum þeirra gott umhverfi til að rækta íslenskukunnáttu sína, hvort sem það er í menntastofnunum eða heima fyrir.
Þetta myndi auðvelda fólki af erlendum uppruna að aðlagast íslensku samfélagi sem hjálpar þeim einstaklingum að fóta sig betur hérlendis. Góð og skilvirk samskipti íbúa þessa lands er lykillinn að góðu samfélagi.
Þessi ályktun var samþykkt á sambandsþingi SUF 2020
Þetta myndi auðvelda fólki af erlendum uppruna að aðlagast íslensku samfélagi sem hjálpar þeim einstaklingum að fóta sig betur hérlendis. Góð og skilvirk samskipti íbúa þessa lands er lykillinn að góðu samfélagi.
Þessi ályktun var samþykkt á sambandsþingi SUF 2020
stuðningur við rafíþróttastarf
Ungt Framsóknarfólk vill að stutt verði við uppbyggingu rafíþrótta um land allt.
Þessi ályktun var samþykkt á sambandsþingi SUF 2020
Þessi ályktun var samþykkt á sambandsþingi SUF 2020
fjarnám í háskólanámi
Ungt Framsóknarfólk vill að allt háskólanám nýti tæknina til fullnustu í þeim tilvikum þar sem það er möguleiki. Upptökur á fyrirlestrum og tímum auk frekari tækifæra til fjarnáms auka aðgengi allra að framhaldsnámi.
Reynslan úr heimsfaraldrinum 2020 hefur sýnt fram á að tæknin er komin á þann stað að lítil fyrirstaða er til þess að auka þessa þjónustu til muna.
Þessi ályktun var samþykkt á sambandsþingi SUF 2020
Reynslan úr heimsfaraldrinum 2020 hefur sýnt fram á að tæknin er komin á þann stað að lítil fyrirstaða er til þess að auka þessa þjónustu til muna.
Þessi ályktun var samþykkt á sambandsþingi SUF 2020
heimavist á höfuðborgarsvæðinu
Ungt Framsóknarfólk fagnar áformum um heimavist á höfuðborgarsvæðinu fyrir framhaldsskólanemendur af landsbyggðinni.
Ungt Framsóknarfólk hefur barist fyrir málinu í mörg ár og þakkar Mennta- og menningarmálaráðherra fyrir að hafa tekið við keflinu og að starfshópur sem kannar þörfina á heimavistarúrræði á höfuðborgarsvæðinu fyrir framhaldsskólanema sé að störfum.
Þessi ályktun var samþykkt á sambandsþingi SUF 2020
Ungt Framsóknarfólk hefur barist fyrir málinu í mörg ár og þakkar Mennta- og menningarmálaráðherra fyrir að hafa tekið við keflinu og að starfshópur sem kannar þörfina á heimavistarúrræði á höfuðborgarsvæðinu fyrir framhaldsskólanema sé að störfum.
Þessi ályktun var samþykkt á sambandsþingi SUF 2020
aðgengi hreyfihamlaða
Ungt Framsóknarfólk vill að hjólastólaaðgengi sé tryggt í öllum opinberum stofnunum og á almenningssvæðum.
Þessi ályktun var samþykkt á sambandsþingi SUF 2020
Þessi ályktun var samþykkt á sambandsþingi SUF 2020
bygging sundabrautar
Ungt Framsóknarfólk vill að bygging Sundabrautar hefjist sem fyrst. Sundabraut skiptir miklu máli fyrir öruggar og góðar tengingar innan sem utanbæjar. Sundabraut er verkefni sem hefur tafist alltof lengi.
Þessi ályktun var samþykkt á sambandsþingi SUF 2020
Þessi ályktun var samþykkt á sambandsþingi SUF 2020
fjölbreytt störf um allt land
Tryggja þarf að nýjum störfum á vegum ríkisins sé dreift um landið. Trygg og fjölbreytt atvinna er nauðsynleg til þessa að íslenskt samfélag hvar sem er á landinu blómstri sem best. Líflegar byggðir byggjast á fjölbreyttu atvinnulífi og skal ríkið leitast við það að þegar ný störf verða til hjá hinu opinbera skal það tryggt að þeim sé dreift jafnt um landið.
Ungt Framsóknarfólk hvetur því ríkisstjórnina að halda áfram að bjóða uppá ný, fjölbreytt og verðmæt störf um land allt.
Þessi ályktun var samþykkt á sambandsþingi SUF 2020
Ungt Framsóknarfólk hvetur því ríkisstjórnina að halda áfram að bjóða uppá ný, fjölbreytt og verðmæt störf um land allt.
Þessi ályktun var samþykkt á sambandsþingi SUF 2020
metan sem orkugjafi
Ungt framsóknarfólk vill að lögð verði áhersla á að safna og nýta metan sem fellur til í okkar daglega umhverfi til þess að nýta sem orkugjafa á vélaflota þjóðarinnar og draga í leiðinni úr gróðurhúsaáhrifum metans.
Metan verður til við niðurbrot lífrænna leifa við loftfirrtar aðstæður. Á Íslandi má finna þessar aðstæður m.a á urðunarstöðvum og frá úrgangsefnum sem verða til í landbúnaði.
Við bruna á metani minnka þau skaðlegu áhrif sem væru annars til staðar, metanið brotnar niður í skaðminni gróðurhúsalofttegundir heldur en metanið sjálft, en metanið er t.d. 25 sinnum skaðmeira en koltvísýringur.
Með því að fanga metanið getur Ísland orðið sjálfbærara þegar kemur að því að knýja vélaflota landsins og á sama tíma dregið úr losun á gróðurhúsa lofttegundum, þá sérstaklega frá urðunarstöðvum og frá landbúnaði. Ef metanið er ekki fangað heldur það áfram að flæða út í andrúmsloftið og við töpum þessum innlenda orkugjafa.
Þessi ályktun var samþykkt á sambandsþingi SUF 2020
Metan verður til við niðurbrot lífrænna leifa við loftfirrtar aðstæður. Á Íslandi má finna þessar aðstæður m.a á urðunarstöðvum og frá úrgangsefnum sem verða til í landbúnaði.
Við bruna á metani minnka þau skaðlegu áhrif sem væru annars til staðar, metanið brotnar niður í skaðminni gróðurhúsalofttegundir heldur en metanið sjálft, en metanið er t.d. 25 sinnum skaðmeira en koltvísýringur.
Með því að fanga metanið getur Ísland orðið sjálfbærara þegar kemur að því að knýja vélaflota landsins og á sama tíma dregið úr losun á gróðurhúsa lofttegundum, þá sérstaklega frá urðunarstöðvum og frá landbúnaði. Ef metanið er ekki fangað heldur það áfram að flæða út í andrúmsloftið og við töpum þessum innlenda orkugjafa.
Þessi ályktun var samþykkt á sambandsþingi SUF 2020
hvatar til þess að hefja starfsemi á landsbyggðinni
Ungt Framsóknarfólk vill að gerðir verði hvatar til þess að byggja upp starfsemi einkafyrirtækja á landsbyggðinni. t.d. gætu fyrirtæki sem byggja upp starfsemi í brothættum byggðum fengið skatta afslátt. Með því að gefa skatta afslátt er verið að hvetja fyrirtæki til þess að horfa til landsbyggðarinar.
Þetta rímar við stefnu SUF að boðið verði uppá fjölbreytt störf úti um allt land og að einstaklingar geti unnið störf við sitt hæfi í sinni heimabyggð.
Þessi ályktun var samþykkt á sambandsþingi SUF 2020
Þetta rímar við stefnu SUF að boðið verði uppá fjölbreytt störf úti um allt land og að einstaklingar geti unnið störf við sitt hæfi í sinni heimabyggð.
Þessi ályktun var samþykkt á sambandsþingi SUF 2020
aðgengileg sálfræðiþjónusta
Ungt Framsóknarfólk telur þarft að auka jafræði milli geðheilbrigðisþjónustu og almennar heilbrigðisþjónustu.
Þeir einstaklingar sem þjást af andlegum kvillum eiga rétt á að sækja sér heilbrigðisþjónustu og aðstoð allan sólarhringinn, allan ársins hring rétt eins og hver annar sem þarf á heilbrigðisþjónustu að halda.
Þessi ályktun var samþykkt á sambandsþingi SUF 2020
Þeir einstaklingar sem þjást af andlegum kvillum eiga rétt á að sækja sér heilbrigðisþjónustu og aðstoð allan sólarhringinn, allan ársins hring rétt eins og hver annar sem þarf á heilbrigðisþjónustu að halda.
Þessi ályktun var samþykkt á sambandsþingi SUF 2020
ísland verði fremst í flokki þegar kemur að matvælaöryggi
Ungt Framsóknarfólk vill að Ísland sé fremst í flokki þegar kemur að matvælaöryggi og hvetur til þess að hvergi sé slakað á kröfum þegar kemur að vörnum gegn sýklalyfjaónæmi. Mikilvægt er að innlend matvæli og innflutt matvæli hlíti sömu kröfum um aðbúnað upprunamerkingar og sýklalyfjanotkunar svo dæmi séu tekin.
Ályktun var samþykkt á sambansþingi SUF 2020
Ályktun var samþykkt á sambansþingi SUF 2020
ungmennahús um land allt
Ungt Framsóknarfólk vill að einstaklingum um allt land á aldrinum 16-20 ára verði tryggður aðgangur að ungmennahúsi í sínu nærumhverfi.
Þessi ályktun var samþykkt á sambandsþingi SUF 2020
Þessi ályktun var samþykkt á sambandsþingi SUF 2020
minnkun matarsóunar
Ungt Framsóknarfólk vill að reynt verði að koma í veg fyrir matarsóun í innkaupum og nýtingu matvæla í opinberum stofnunum.
Einnig vill ungt Framsóknarfólk að fræðsla á afleiðingum matarsóunar og betri nýtingu matvælaverði aukin til þess að reyna að koma í veg fyrir matarsóun á heimilum,veitingastöðum og matvöruverslunum. Í dag er talið að um þriðjungur allra framleiddra matvæla í heiminum sé fargað.
Með minni matarsóun minnkar losun gróðurhúsalofttegunda og minna af matvælum fertilspillis.Ungt Framsóknarfólk krefst þess að sett verði í lög að fyrirtæki megi ekki henda nýtilegum matvælum, samanber lagasetningu annara landa.
Þessi ályktun var samþykkt á sambandsþingi SUF 2020
Einnig vill ungt Framsóknarfólk að fræðsla á afleiðingum matarsóunar og betri nýtingu matvælaverði aukin til þess að reyna að koma í veg fyrir matarsóun á heimilum,veitingastöðum og matvöruverslunum. Í dag er talið að um þriðjungur allra framleiddra matvæla í heiminum sé fargað.
Með minni matarsóun minnkar losun gróðurhúsalofttegunda og minna af matvælum fertilspillis.Ungt Framsóknarfólk krefst þess að sett verði í lög að fyrirtæki megi ekki henda nýtilegum matvælum, samanber lagasetningu annara landa.
Þessi ályktun var samþykkt á sambandsþingi SUF 2020
reglugerð um umhverfisvottanir
Ungt Framsóknarfólk vill að lögð verði fram reglugerð um umhverfisvottanir á matvælum til þess að sporna gegn grænþvotti s.s. með fölskum vottunarmerkingum.
Þessi ályktun var samþykkt á sambandsþingi SUF 2020
Þessi ályktun var samþykkt á sambandsþingi SUF 2020
vistvænar umbúðir
Ungt Framsóknarfólk vill hvetja fyrirtæki til þess að auðvelda einstaklingum að versla á vistvænan og einfaldan máta. Matvöru og nauðsynjavörum fylgja oft óþarfar umbúðir og viljum við að vörur séu fáanlegar í eins takmörkuðum og vistvænum umbúðum og hægt er.
Þessi ályktun var samþykkt á sambandsþingi SUF 2020
Þessi ályktun var samþykkt á sambandsþingi SUF 2020
aðgengileg sérfræðiþjónusta
Ungt Framsóknarfólk vill gera sérfræðiþjónustu t.a.m. sálfræðiþjónustu aðgengilegri í samfélaginu, t.d. á öllum stigum menntakerfisins og hjá jaðarhópum innan samfélagsins.
Þessi ályktun var samþykkt á sambandsþingi SUF 2020
Þessi ályktun var samþykkt á sambandsþingi SUF 2020
hagkvæmar íbúðir á hagstæðu verði
Ungt Framsóknarfólk fagnar því átaki sem Framsóknarflokkurinn hefur staðið fyrir í því að byggja hagkvæmar íbúðir um allt land.
Gott húsnæði er grunnurinn að góðu lífi og tryggja þarf hagkvæmaríbúðir á hagstæðu verði um land allt. Jafnframt verði jafnvægi markaðslögmála ekki raskað við framkvæmd þessara aðgerða.
Þessi ályktun var samþykkt á sambandsþingi SUF 2020
Gott húsnæði er grunnurinn að góðu lífi og tryggja þarf hagkvæmaríbúðir á hagstæðu verði um land allt. Jafnframt verði jafnvægi markaðslögmála ekki raskað við framkvæmd þessara aðgerða.
Þessi ályktun var samþykkt á sambandsþingi SUF 2020
Grænar fjárfestingar
Ungt Framsóknarfólk krefst þess að farið verður í grænar fjárfestingar m.a. til að hraða orkuskiptum og mæta skuldbindingum okkar í Parísarsamkomulaginu. Mikilvægt er að þær verði ofarlega á borðinu í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar.
Auka framboð á lóðum
Ungt framsóknarfólk harmar hversu erfitt það reynist ungu fólki að verða sér um eigin fasteign. Á síðasta kjörtímabili voru stór skref tekin í átt að gera ungu fólki auðveldara með að kaupa sína fyrstu fasteign, t.d. með tilkomu hlutdeildarlána, þar sem Framsókn var í fararbroddi vinnunnar. Þó felst vandinn aðallega í lóðaskorti, sem hefur verið viðloðandi í þéttbyggðum landsins síðastliðin ár. Umræddur lóðaskortur veldur þenslu á fasteignamarkaði og leiðir til hækkandi íbúðaverðs, sem leiðir einnig til hækkandi leiguverðs í þokkabót. Á þessu ári hefur verðbólga aukist og stýrivextir hækkað vegna talsverðrar verðhækkunar.
Ungt framsóknarfólk telur að auka verði framboð á lóðum til byggingar heimila. Með því að auka framboð er hægt að mæta síhækkandi eftirspurn og þannig lækka bæði íbúðaverð og leiguverð. Það myndi auðvelda ungu fólki að flytja úr foreldrahúsum og öðlast sjálfstæði fyrr á lífsleiðinni.
Til þess að ná ofangreindu markmiði er nauðsynlegt að stjórnvöld endurskoði reglur varðandi skipulag og framkvæmdir. Sveitarfélög taka óralangan tíma að samþykkja skipulag nýrra hverfa og tryggja framboð nýrra lóða vegna núgildandi reglna og viðmiða. Einnig leiðir sífellt flóknara regluverk og eftirlitskerfi til aukins byggingarverðs og gerir það að verkum að framkvæmdir taka lengri tíma. Stjórnvöld verða að endurskoða kerfið með þessi sjónarmið að leiðarljósi og tryggja aukið lóðaframboð þvert yfir landið.
Ungt framsóknarfólk telur að auka verði framboð á lóðum til byggingar heimila. Með því að auka framboð er hægt að mæta síhækkandi eftirspurn og þannig lækka bæði íbúðaverð og leiguverð. Það myndi auðvelda ungu fólki að flytja úr foreldrahúsum og öðlast sjálfstæði fyrr á lífsleiðinni.
Til þess að ná ofangreindu markmiði er nauðsynlegt að stjórnvöld endurskoði reglur varðandi skipulag og framkvæmdir. Sveitarfélög taka óralangan tíma að samþykkja skipulag nýrra hverfa og tryggja framboð nýrra lóða vegna núgildandi reglna og viðmiða. Einnig leiðir sífellt flóknara regluverk og eftirlitskerfi til aukins byggingarverðs og gerir það að verkum að framkvæmdir taka lengri tíma. Stjórnvöld verða að endurskoða kerfið með þessi sjónarmið að leiðarljósi og tryggja aukið lóðaframboð þvert yfir landið.
orkuskipti í samgöngum
Ungt Framsóknarfólk vill að farið verði í markvissari og hraðari aðgerðir til að flýta fyrir innviðauppbyggingu til að styðja við orkuskipti í samgöngum. Nauðsynlegt er að horfa þar til fjölþættra lausna t.d. rafmagns, vetnis, metan. Tryggja þarf bundið slitlag til þess að styðja við þessa þróun.
ung framsókn í stað suf
Ungt Framsóknarfólk vill hvetja nýja stjórn SUF til þess að notast frekar við styttinguna Ung Framsókn í daglegu tali, frekar en skammstöfunina SUF, fram að næsta sambandsþingi.
skattur afnuminn af tíðarvörum
Ungt Framsóknarfólk vill að tíðarvörur verði aðgengilegar í skólastofnunum landsins endurgjaldslaust og að skattur verði afnuminn af tíðarvörum.
lágt vaxtastig
Ungt Framsóknarfólk vill að unnið verði áfram að lágu vaxtastigi í landinu. Þetta sé m.a. til þess að gera ungu fólki kleyft að eignast eigin fasteign.
tryggja gæði vara við innlenda matvælaframleiðslu
Ungt Framsóknarfólk vill að innflutt matvæli lúti að lágmarki sömu gæðakröfum og á Íslandi þegar kemur að framleiðslu matvæla t.d. aðbúnaði dýra. Þannig sé best hægt að tryggja gæði varanna og sanngjarna samkeppni við innlenda matvælaframleiðslu.
aldurstengd réttindi eftir 18 ára aldur endurskoðuð
Ungt Framsóknarfólk vill að öll aldurstengd réttindi fullorðinna verði endurskoðuð eftir 18 ára aldur með það í huga að afnema aldurstakmarkanir.