Alþjóðastarf
SUF er virkt í alþjóðastarfi. Reglulega fara einstaklingar á alþjóðlega fundi fyrir hönd SUF. Lögð er sérstök áhersla á Norðurlandasamstarf en SUF er aðili að tveimur regnhlífasamtökum á vettvangi Norðurlandanna.
Alþjóðanefnd SUF sér um öll samskipti í tengslum við alþjóðastarfið.
Nordiska Centerungdommens Forbund (NCF)
Regnhlífasamtök ungliðahreyfinga miðjuflokka á Norðurlöndunum.
Samtökin funda reglulega, á vorin er aðalfundur (Repskap) og á haustin er milliþing (top meeting). Síðan eru stundum málþing og vinnuferðir sem stjórnarmeðlimir NCF og aðrir í samtökunum geta tekið þátt í. Ályktanir sem samþykktar eru á aðalfundi og á milliþingi eru sendar til UNR (sjá hér fyrir neðan) eða á fjölmiðla.
Á aðalfundi NCF hausti 2020 var Karítas Ríkharðsdóttir kjörin í stjórn NCF fyrir hönd SUF.
Varamaður hennar er Hildur Guðbjörg Benediktsdóttir.
Heimasíða: mittinorden.com
Ungdommens Nordiske Råd (UNR)
Norðurlandaráð æskunnar.
Í ráðinu eru nær allar ungliðahreyfingar stjórnmálaflokka Norðurlandanna. Aðalfundur er í október á hverju ári og þar hafa ungliðahreyfingarnar jafn mörg atkvæði og móðurflokkar þeirra hafa í Norðurlandaráði.
Ályktanir sem samþykktar eru á aðalfundi UNR eru sendar til Norðurlandaráðs.
NCF á alltaf sæti í stjórn UNR.
Heimasíða: unginorden.org
Alþjóðanefnd SUF sér um öll samskipti í tengslum við alþjóðastarfið.
Nordiska Centerungdommens Forbund (NCF)
Regnhlífasamtök ungliðahreyfinga miðjuflokka á Norðurlöndunum.
Samtökin funda reglulega, á vorin er aðalfundur (Repskap) og á haustin er milliþing (top meeting). Síðan eru stundum málþing og vinnuferðir sem stjórnarmeðlimir NCF og aðrir í samtökunum geta tekið þátt í. Ályktanir sem samþykktar eru á aðalfundi og á milliþingi eru sendar til UNR (sjá hér fyrir neðan) eða á fjölmiðla.
Á aðalfundi NCF hausti 2020 var Karítas Ríkharðsdóttir kjörin í stjórn NCF fyrir hönd SUF.
Varamaður hennar er Hildur Guðbjörg Benediktsdóttir.
Heimasíða: mittinorden.com
Ungdommens Nordiske Råd (UNR)
Norðurlandaráð æskunnar.
Í ráðinu eru nær allar ungliðahreyfingar stjórnmálaflokka Norðurlandanna. Aðalfundur er í október á hverju ári og þar hafa ungliðahreyfingarnar jafn mörg atkvæði og móðurflokkar þeirra hafa í Norðurlandaráði.
Ályktanir sem samþykktar eru á aðalfundi UNR eru sendar til Norðurlandaráðs.
NCF á alltaf sæti í stjórn UNR.
Heimasíða: unginorden.org