7/6/2023 Ungir háværir á MiðstjórnLandsstjórn Framsóknar samþykkti að boða til vorfundar miðstjórnar föstudaginn 2. júní síðastliðinn. Fundurinn var haldinn á Grand Hótel Reykjavík. Þar létu ungir sig ekki vanta og voru alls sjö ungir í Framsókn sem tóku til máls í pontu. Gunnar Ásgrímsson, varaformaður Sambands Ungra Framsóknarmanna, tók til máls um mikilvægi ungs fólks innan flokksins.
,,Kæru miðstjórnarfulltrúar, Gunnar Ásgrímsson heiti ég og er varaformaður SUF. Ég hef lagt það í vana minn að reyna að vera á jákvæðu nótunum þegar ég fæ að stíga upp í pontu og tala fyrir framan jafn fríðan sal og þennan hér. Èg sé ekki ástæðu til að breyta um takt úr þessu. Ég vil nota þetta tækifæri til þess að fjalla aðeins um unga fólkið í flokknum okkar. Allt Unga sveitastjórnarfólkið okkar, ungu þingmennirnir Lilja Rannveig, Hafdís Hrönn og jú Ágúst Bjarni líka, hann fær að teljast ungur aðeins lengur. Þau hafa sinnt starfi sínu sem fullrúar okkar með prýði og enn þá meira. En ég ætla mér ekki að fara að hæla þeim um of, heldur tala frekar um unga fólkið á bak við tjöldin. Til að mynda hefur það verið ungt fólk sem hefur mannað skrifstofunna núna eftir áramót, Teitur, Helgi og Jói. Án þeirra værum við líklegast ekki hér. Öll þau sem unnið hafa sleitulaust í kosningum, hvatt starfið áfram á samfèlagsmiðlum og myndað sterka og vel grundvallaða unga grasrót flokksins. Það hefur verið sannur heiður að fylgjast með starfi SUF síðustu 5 árin, núna síðustu 2 sem varaformaður. Því þar sér maður svo greinilega hvað við erum heppin í þessum flokk. Í ungliðastarfinu er duglegt fólk sem lætur til sín heyra og er ekki bara punt eða skraut á framboðslistum. Það er öflug rödd sem SUF hefur haft innan flokksins og mun það halda áfram, svo lengi sem við pössum okkur að nota þá rödd, ekki bara hvísla alltaf að við séum sammála síðasta ræðumanni, heldur stundum geta öskrað að hér þurfi að gera betur! Þegar við á. Framsókn er, og verður alltaf að vera flokkur sem setur málefni ungs fólks á broddinn, því málefni ungs fólks eru málefni framtíðarinnar. Húsnæðismál, menntamál, atvinnumál, heilbrigðismál og fjölskyldumál eru allt málefni ungs fólks, þetta eru málaflokkar þar sem kjósendur setja traust sitt á Framsókn. Við megum EKKI missa boltann, og við verðum að halda áfram því flotta starfi sem okkar fólk vinnur í sveitarstjórnum landsins og á Alþingi. Vil ég því hvetja okkur öll til dáða, bæði kjörna fulltrúa og öll þau sem taka virkan þátt í starfi flokksins. Skemmtum okkur svo fallega í kvöld, takk fyrir mig." Að fundi loknum var móttaka fyrir miðstjórnarfulltrúa að Hverfisgötu 33 þar sem SUFarar héldu klárlega uppi stuðinu að fagna lokum á vel heppnuðum miðstjórnarfundi. Comments are closed.
|