Síðustu vikur: Febrúar var viðburðaríkur hjá ungu Framsóknarfólki. Málþing SUF um miðhálendisþjóðgarð fór alveg fram úr öllum væntingum, yfir 100 manns sóttu fundinn. Erindin voru mjög fræðandi og málefnaleg og skapaðist mikil umræða milli fundargesta. Við þökkum framsögufólkinu okkar kærlega fyrir og sömuleiðis öllum þeim sem mættu á fundinn. Aðalfundir FUF (félög ungra Framsóknarmanna) eru hafnir og eru bæði FUF í Skagafirði og Guðni - FUF í Árnes og Rangárvallasýslu búin að halda sína fundi. Gunnar Ásgrímsson tók við af Sæþóri Má Hinrikssyni sem formaður FUF í Skagafirði og Jón Gautason var endurkjörinn formaður Guðna. Við minnum stjórnir annarra félaga á að aðalfundum skal lokið fyrir 15. maí. Ef það eru einhverjar spurningar þá er hægt að hafa samband við nefnd um innra starf eða senda á suf@suf.is. Vel heppnað happdrætti var einnig í lok mánaðar og er búið að hafa samband við flesta vinningshafa. Dregið var í beinni á facebook. Einnig viljum við nýta tækifærið og þakka öllum þeim sem tóku þátt, annað hvort með því að kaupa miða eða með því að gefa vinninga, takk kærlega fyrir stuðninginn. Einn opinn fundur var hjá SUF en það var fundur með þingmönnum flokksins. Halla Signý Kristjánsdóttir og Silja Dögg Gunnarsdóttir hittu okkur á rafrænum fundi og svöruðu þeim spurningum sem brunnu á ungu Framsóknarfólki. Í síðustu viku febrúar voru tveir viðburðir á vegum LUF (Landsambandi ungmennafélaga) sem að SUF er aðili að.
Nú í mars er svo á dagskrá tvö skuggaráðuneyti með félags- og barnamálaráðherra annars vegar og mennta- og menningarmálaráðherra hins vegar. Við erum afar bjartsýn og stefnum að því að halda bæði skuggaráðuneytin á staðnum, svo krossið fingur! Eina sem þarf að gera er að skrá sig á fundina hér:
Auk skuggaráðuneytanna tveggja er á dagskrá hinn hefðbundni nefndardagur 16. mars og fundur kosninganefndar SUF þann 9. mars, en nú fer að færast spenna í leikinn þar sem póstkosning er í gangi í norðaustur- og norðvesturkjördæmi. Af kosningamálum: Nú eru kjördæmasamböndin farin að vinna að því að velja á lista. Mörg framboð hafa komið fram og því erum við búin að taka saman upplýsingar um kjördæmin, framboð og kynningar. Þær upplýsingar má finna hér: https://www.suf.is/kjordaemi.html Með kveðju Unnur Þöll Benediktsdóttir, viðburðastjóri SUF Tilnefning stjórnar SUF til Félaga ársins hjá Landssambandi ungmennafélaga (LUF) Stjórn SUF tilnefnir Lilju Rannveigu. Lilja Rannveig hefur gengt embætti formanns Sambands Ungra Framsóknarmanna frá árinu 2018 og staðið sig með mikilli prýði. Hún er mikill leiðtogi og hefur hún sýnt sig og sannað á covid-tímum hversu mikilvægt það er að láta ungmennastarf áfram ganga þó svo að aðstæður til þess séu erfiðar. Hún er með mikinn eldmóð og það sést vel í skipulögðu starfi hennar. Hún er mikill baráttujaxl og dugnaðarforkur sem á heiðurinn skilið að vera félagi ársins. Lilja Rannveig er gædd öllum þeim eiginleikum sem góður leiðtogi þarf að hafa, hún er metnaðarfull, ábyrg, traust, áreiðanleg, hvetjandi og lausnarmiðuð. Hún hefur verið í forystu SUF síðan 2018 og leggur mikið upp úr því að SUF sé öflugur vettvangur fyrir ungt fólk sem vill taka sín fyrstu skref í stjórnmálum. Lilja hefur skapað samráðsvettvang fyrir ráðafólk og ungt fólk innan Framsóknarflokksins og stutt við nýja meðlimi og leitt þau í gegnum það ferli og óskrifuðu reglur sem fylgja stjórnmálastarfi. Síðan að hún tók við hefur nýliðun aukist mikið innan SUF. Lilja hefur ávalt barist fyrir réttindum ungs fólks, að þau fái jöfn tækifæri til að stunda nám og tómstundir, óháð því hvar þau búa á landinu og að rödd þeirra heyrist þegar kemur að ákvarðanatöku um stór eða lítil mál. Hún hefur einnig tekið sæti á Alþingi sem varaþingmaður, þar sem hún hefur fylgt þeim málum eftir með miklum sóma. Hún er fyrirmynd annarra í SUF og hefur sýnt það að ungt fólk á sæti við borðið í stjórnmálum og að það skiptir máli að veita þeim rödd Samband ungra Framsóknarmanna (SUF) stóð fyrir málþingi um hálendisþjóðgarð í kvöld sem fram fór stafrænt á zoom. Yfir 100 manns sóttu fundinn og því óhætt að segja að um mikið hitamál sé að ræða. Þakkar stjórn SUF öllum þeim sem sáu sért fært að mæta innilega fyrir komuna.
Síðan að umhverfis- og auðlindaráðherra kynnti frumvarp sitt um hálendisþjóðgarð hefur skapast mikil umræða um frumvarpið í samfélaginu. Stjórn SUF vonar að þessi fræðslu- og umræðu vettvangur hafi gefið fólki frekari innsýn í hvað felst í frumvarpi um hálendisþjóðgarð og að fundurinn hafi verið gott innlegg í þarft samtal um framtíð hálendisins. Framsögufólk málþingsins Stjórn SUF sendir framsögufólki málþingsins innilegar þakkir fyrir framsögu og þáttöku í umræðum. Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, formaður SUF, var fundarstjóri og kynnti frumvarpið um miðhálendisþjóðgarð. Sigurður Ingi Jóhannsson, formaður Framsóknarflokksins, kynnti fyrirvara Framsóknar á frumvarpi um hálendisþjóðgarð. Jón Jónsson, lögmaður, var með framsögu um sjónarmið stjórnsýslu- og eignarréttarlegt hlutverk sveitarfélaga. Auður Önnu Magnúsdóttir, framkvæmdarstjóri Landverndar, var með framsögu um umhverfissjónarmið. Ingibjörg Isaksen, stjórnarformaður Norðurorku, var með framsögu um sjónarmiðum orkumála. Jón Gísli Harðarson, sjálfstætt starfandi leiðsögumaður, var með framsögu um sjónarmið ferðaþjónustunnar. Guðrún Magnúsdóttir, bóndi og fulltrúi í sveitarstjórn Bláskógabyggðar, var með framsögu um sjónarmið bænda og sveitarstjórnaraðila. Ungt Framsóknarfólk sendi á dögunum inn umsögn vegna frumvarps til kosningalaga. Þar lögðum við sérstaka áherslu á að kosningaaldur verði miðaður við fæðingarár en ekki fæðingardag líkt og gert er í Noregi. Ungt Framsóknarfólk fagnaði jafnframt ákvæði um póstkosningu, en við teljum það auka aðgengi að einum mikilvægasta rétti í lýðræðisríki, kosningarétti. Gunnar Ásgrímsson, ritari ungs Framsóknarfólks og Magnea Gná Jóhannsdóttir, kynningarstjóri ungs Framsóknarfólks fóru á fund með Stjórnskipunar- og eftlitsnefnd Alþingis á dögunum f.h. ungs Framóknarfólks og greindu frá umsögninni. Vel var tekið í tillögurnar og verður því spennandi að fylgjast með framgangi málsins í þinginu.
Umsögnina má lesa í heild sinni hér fyrir neðan. Jæja hóhó og let’s gogo!
Desember gengin í garð en góður nóvember að baki. SUF hitti bæði samgöngu- og sveitastjórnarráðherra og félags- og barnamálaráðherra í mánuðinum sem leið, umræður á fundunum fóru um víðan völl. Frábær og vel heppnaður miðstjórnarfundur var haldin 21. nóvember í beinu streymi eins og aðrir viðburðir þessa daganna. Þar var góð þátttaka ungra á fundinum. Eins og SUF kom á framfæri fyrir kjördæmisþingunum þá stefnum við að því að hafa unga aðila á listum fyrir Alþingiskosningar og þá leggjum við áherslu á að hafa einn ungan í fjórum efstu sætunum í hverju kjördæmi. SUF birti tvær ályktanir í nóvember: Makar með í ómskoðun og sameiginleg ályktun með ungliðahreyfingu miðjuflokkanna NCF um samstöðu með pólskum konum vegna laga sem voru samþykkt þar í landi um bann við fóstureyðingum. Að auki gaf kynningarstjórinn okkar, hún Magnea Gná, út grein um óþörf og óafturkræf inngrip á börnum. Á síðasta sambandsþingi SUF var eftirfarandi ályktun samþykkt um sama mál: Ungt Framsóknarfólk leggst gegn varanlegum og óafturkræfum aðgerðum sem framkvæmdar eru á kynfærum barna án þeirra samþykkis. Slík aðgerð ætti ekki að fara fram nema nauðsyn krefji af heilsufarslegum ástæðum. Nefnd um innra starf hefur verið að sinna stóru og mikilvægu verkefni í nóvember. Samtals voru haldnir 8 fundir í landshlutafundasyrpu FUF félaganna (Félög ungra framsóknarmanna). Tilgangur fundanna var að fræða ungt fólk í landshlutunum um starf SUF, starf Framsóknarflokksins og að endurvekja félagastarf ungra innan SUF. Síðasti fundur syrpunnar var í lok nóvember og við tekur rólegur desember. Jólamánuðurinn er að sjálfsögðu stútfullur af dagskrá hjá hverjum og einum og því er dagskrá SUF af minni gerðinni þennan mánuðinn en hún er ekki af síðri endanum. 10. desember: Skuggaráðuneyti með mennta- og menningarmálaráðherra Lilju Dögg Alfreðsdóttur verður á Zoom kl 20:00. Lilja hefur verið á fullu síðustu mánuði að vinna að og kynna úrræði fyrir landann eins og fleiri ráðherrar á sínu sviði. Hér er hægt að skrá sig á fundinn. 15. desember Nefndardagurinn er á sínum stað, þriðja þriðjudaginn í hverjum mánuði. Núna munu eftirfarandi nefndir funda:
Það er aðeins meira um að vera hjá stjórnarmeðlimum SUF því í fyrstu vikunni mun að auki reglulegs stjórnarfundar vera skuggaráðsfundur með þingflokki Framsóknar, Við mjög ánægð að fá þingflokkinn í lið með okkur. Þingflokkur Framsóknar situr í hinum ýmsu nefndum Alþingis og því erum við spennt fyrir komandi samstarfi. Ákveðið var að hafa fundinn einungis fyrir stjórn SUF að þessu sinni þar sem þetta er sá fyrsti, hins vegar gefst öðrum meðlimum SUF tækifæri á að sitja slíkan fund seinna eftir áramót. Í lokin viljum við skila hlýjum kveðjum til allra inn í aðventuna og vonum að jólahátíðin verði ykkur góð. Jólakveðja Unnur Þöll Benediktsdóttir Viðburðastjóri SUF |
|