SUF
  • Forsíða
  • Fréttir
  • Ályktanir
  • Stjórnin
    • Framkvæmdastjórn
    • Stjórn 2021-2022
    • Nefndarstörf
    • Skipurit
    • Greinar
  • Aðildarfélög
    • Öll FUF - félögin
    • Ung Framsókn Reykjavík
    • FUFAN - FUF á Akureyri og nágrenni
    • FUF í Austur-Skaftafellssýslu
    • GUÐNI - FUF í Árnes- og Rangárvallasýslu
    • FUF á Suðurnesjum
    • FUF í Skagafirði
    • FUF í Kópavogi
    • UngFramsókn á Vesturlandi
  • Annað
    • Varningur
    • Orðskýringar
    • Samtíminn - 80 ára afmælisrit
    • Myndir
  • Um okkur
    • Sagan
    • Stefna SUF
    • Lög SUF
    • Facebook hópar
    • Alþjóðastarf
    • Hafðu samband
  • Forsíða
  • Fréttir
  • Ályktanir
  • Stjórnin
    • Framkvæmdastjórn
    • Stjórn 2021-2022
    • Nefndarstörf
    • Skipurit
    • Greinar
  • Aðildarfélög
    • Öll FUF - félögin
    • Ung Framsókn Reykjavík
    • FUFAN - FUF á Akureyri og nágrenni
    • FUF í Austur-Skaftafellssýslu
    • GUÐNI - FUF í Árnes- og Rangárvallasýslu
    • FUF á Suðurnesjum
    • FUF í Skagafirði
    • FUF í Kópavogi
    • UngFramsókn á Vesturlandi
  • Annað
    • Varningur
    • Orðskýringar
    • Samtíminn - 80 ára afmælisrit
    • Myndir
  • Um okkur
    • Sagan
    • Stefna SUF
    • Lög SUF
    • Facebook hópar
    • Alþjóðastarf
    • Hafðu samband
Search

Þingflokkur fær afhentar ályktanir

14/12/2021

 
Unnur Þöll, formaður Sambands Ungrar Framsóknar, afhenti Þingflokki Framsóknar ályktanir frá Sambandsþinginu okkar í október. Ingibjörg Isaksen, þingflokksformaður, tók formlega á móti skjalinu á fundi þingflokksins í gær.
 

Formaður SUF fær að sitja alla þingflokksfundi Framsóknar sem áheyrnarfulltrúi og sækir hún slíka fundi tvisvar í viku. Að auki fór Unnur yfir dagskrá SUF fyrir árið 2022. Þá munum við halda áfram með Skuggaráðuneytin, sem er vettvangur fyrir ungt fólk í Framsókn að hitta ráðherra og þingmenn Framsóknarflokksins og kynnast störfum þeirra ásamt því að spyrja spurninga og koma sínum sjónarmiðum, sem og skoðunum, á framfæri.

Picture
​Ályktanir frá  46. Sambandsþingi 2021
1.
Ungt Framsóknarfólk vill að farið verði í markvissari og hraðari aðgerðir til að flýta fyrir innviðauppbyggingu til að styðja við orkuskipti í samgöngum. Nauðsynlegt er að horfa þar til fjölþættra lausna t.d. rafmagns, vetnis, metan. Tryggja þarf bundið slitlag til þess að styðja við þessa þróun.


​2.
Ungt Framsóknarfólk vill að öll aldurstengd réttindi fullorðinna verði endurskoðuð eftir 18 ára aldur með það í huga að afnema aldurstakmarkanir. 


3.
Ungt Framsóknarfólk vill að innflutt matvæli lúti að lágmarki sömu gæðakröfum og á Íslandi þegar kemur að framleiðslu matvæla t.d. aðbúnaði dýra. Þannig sé best hægt að tryggja gæði varanna og sanngjarna samkeppni við innlenda matvælaframleiðslu.


4.
Ungt Framsóknarfólk vill að tíðarvörur verði aðgengilegar í skólastofnunum landsins endurgjaldslaust og að skattur verði afnuminn af tíðarvörum.


5.
Ungt Framsóknarfólk vill hvetja nýja stjórn SUF til þess að notast frekar við styttinguna Ung Framsókn í daglegu tali, frekar en skammstöfunina SUF, fram að næsta sambandsþingi. 


6.
Ungt Framsóknarfólk vill að unnið verði áfram að lágu vaxtastigi í landinu. Þetta sé m.a. til þess að gera ungu fólki kleyft að eignast eigin fasteign. 


7.
Ungt framsóknarfólk harmar hversu erfitt það reynist ungu fólki að verða sér um eigin fasteign. Á síðasta kjörtímabili voru stór skref tekin í átt að gera ungu fólki auðveldara með að kaupa sína fyrstu fasteign, t.d. með tilkomu hlutdeildarlána, þar sem Framsókn var í fararbroddi vinnunnar. Þó felst vandinn aðallega í lóðaskorti, sem hefur verið viðloðandi í þéttbyggðum landsins síðastliðin ár. Umræddur lóðaskortur veldur þenslu á fasteignamarkaði og leiðir til hækkandi íbúðaverðs, sem leiðir einnig til hækkandi leiguverðs í þokkabót. Á þessu ári hefur verðbólga aukist og stýrivextir hækkað vegna talsverðrar verðhækkunar.

Ungt framsóknarfólk telur að auka verði framboð á lóðum til byggingar heimila. Með því að auka framboð er hægt að mæta síhækkandi eftirspurn og þannig lækka bæði íbúðaverð og leiguverð. Það myndi auðvelda ungu fólki að flytja úr foreldrahúsum og öðlast sjálfstæði fyrr á lífsleiðinni.
Til þess að ná ofangreindu markmiði er nauðsynlegt að stjórnvöld endurskoði reglur varðandi skipulag og framkvæmdir. Sveitarfélög taka óralangan tíma að samþykkja skipulag nýrra hverfa og tryggja framboð nýrra lóða vegna núgildandi reglna og viðmiða. Einnig leiðir sífellt flóknara regluverk og eftirlitskerfi til aukins byggingarverðs og gerir það að verkum að framkvæmdir taka lengri tíma. Stjórnvöld verða að endurskoða kerfið með þessi sjónarmið að leiðarljósi og tryggja aukið lóðaframboð þvert yfir landið.

8.
Ungt Framsóknarfólk krefst þess að farið verður í grænar fjárfestingar m.a. til að hraða orkuskiptum og mæta skuldbindingum okkar í Parísarsamkomulaginu. Mikilvægt er að þær verði ofarlega á borðinu í stjórnarsáttmála nýrrar ríkisstjórnar.


Unnur Þöll er nýr formaður SUF

11/10/2021

 
Picture
46. Sambandsþing SUF (Samband ungra Framsóknarmanna) var haldið í októbermánuði s.l. á Hótel Sel í Mývatnssveit. Hópur ungmenna sótti þingið og tók þátt í málefnavinnu. Mikið var rætt um velgengni Framsóknar í Alþingiskosningunum ásamt aðdraganda næstu kosninga, sveitarstjórnarkosningar. Það hefur verið áhersla SUF að koma ungu fólki ofarlega á lista í kosningum og munu þau halda því áfram. Það skilaði sér í þremur ungum þingmönnum fyrir Framsókn og tveimur ungum varaþingmönnum. Ungu þingmenn Framsóknar eru: Hafdís Hrönn Hafsteinsdóttir, suðurkjördæmi, Ágúst Bjarni Garðarsson, suðvesturkjördæmi og Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, norðvesturkjördæmi, en hún hefur sinnt formennsku SUF síðastliðin þrjú ár. ​

Formannsskipti

Unnur Þöll Benediktsdóttir var kosin nýr formaður SUF. Hún hefur tekið virkan þátt í starfi Framsóknar í þrjú ár og sat í sjöunda sæti lista flokksins í Reykjavík Norður sem Ásmundur Einar Daðason leiddi. Hún kemur frá Hvolsvelli í Rangárvallasýslu en býr í dag í Reykjavík þar sem hún stundar meistaranám í öldrunarfræði. Samhliða náminu hefur Unnur verið í félagslegu frumkvöðulsstarfi þar sem hún, ásamt kollegum sínum er að skapa úrræði fyrir eldra fólk sem á að draga úr einmanaleika, efla félagstengsl og styrkja heilahreysti. Unnur hefur brennandi áhuga fyrir velferðarmálum, má þar nefna málefni hinsegin fólks, geðheilbrigðismál og málefni eldra fólks en málefnum ungs fatlaðs fólks standa henni kærust því sjálf er Unnur daufblind þ.e. lögblind og heyrnarskert. Eftir því sem við best vitum er það í fyrsta sinn sem fatlaður einstaklingur gegnir embætti formanns í ungliðahreyfingu stjórnmálaflokks.
“Það er mikill heiður að taka við formennsku SUF í því ástandi sem fráfarandi formaður skilur við. Ég vil halda áfram þeirri góðu vinnu sen Lilja Rannveig hefur byggt upp síðustu þrjú ár. Þetta er fyrst og fremst tækifæri fyrir ungt fólk að hafa áhrif á samfélagið sitt og Framsókn er sá flokkur sem hefur sýnt það í verki, að raddir unga fólksins eru raddis sem þau hlusta á. Ég lít líka á þetta sem tækifæri fyrir mig að vera fyrirmynd fyrir annað ungt og fatlað fólk og mun nýta mína reynslu og sérþekkingu til góðs”
Picture

Stjórn og Varastjórn SUF

Einnig var kosið um nýja stjórn og varastjórn sem er eftirfarandi:

Stjórn 
  • Ágúst Guðjónsson
  • Birgitta Birgisdóttir
  • Bjarney Anna Þórsdóttir
  • Daði Geir Samúelsson
  • Davíð Fannar Sigurðsson
  • Davíð Peters
  •  Gunnar Ásgrímsson
  • Jóhann Frímann K Arinbjarnarson
  • Kristín Hermannsdóttir
  • Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir
  • Mikael Jens Halldórsson
  • Urður Björg Gísladóttir


Varastjórnin
  • Árni Gísli Magnússon
  • Baldur Björnsson
  • Díana Íva Gunnarsdóttir
  • Eggert Thorberg
  • Einar Gauti Jóhannsson
  • Ívar Atli Sigurjónsson
  • Kjartan Helgi Ólafsson
  • Leifur Ingi Eysteinsson
  • Sæþór Már Hinriksson
  • Sigurdís Katla Jónsdóttir
  • Enrique Snær Llorens
  • Þórdís Eva Rúnarsdóttir

Picture

UngFramsókn á Vesturlandi stofnað

29/4/2021

 
Picture
Félagið UngFramsókn á Vesturlandi hefur nú verið stofnað.
Ungt Framsóknarfólk á Vesturlandi stóð fyrir stofnun félagsins og var aðalfundur haldinn rafrænt vegna samkomutakmarkana, þann 26. apríl 2021. Á fundinum var kosið um nafn, lög og stjórn félagsins. Stefán Vagn Stefánsson, oddviti á lista Framsóknar í Norðvesturkjördæmi, ávarpaði fundinn og talaði um mikilvægi grasrótarstarfs í flokknum og áherslur fyrir komandi kosningar.


Félagið mun verða aðildarfélag að Sambandi ungra Framsóknarmanna (SUF).

Í stjórn voru kjörin:
Hafdís Lára Halldórsdóttir, Borgarnesi - Formaður
Daníel Johan Mikaelsson, Borgarnesi - Stjórn
Enrique Snær Llorens, Akranesi - Stjórn
Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Borgarbyggð - Stjórn
Sigurdís Katla Jónsdóttir, Dalabyggð - Stjórn
Árni Snær Fjalarsson, Akranesi - Varastjórn
Jóhanna María Sigmundsdóttir, Dalabyggð - Varastjórn
Orri Jónsson, Borgarbyggð - Varastjórn
Þórdís Eva Rúnarsdóttir, Akranesi - Varastjórn
Þórður Brynjarsson, Borgarbyggð - Varastjórn

„Nú er að hefjast spennandi tími hjá ungu Framsóknarfólki á Vesturlandi. Stutt er síðan ég hóf sjálf að taka þátt í starfi Framsóknar og mér þótti frábært að finna hversu vel mér var tekið, tækifærin sem mér gáfust til þess að vera í beinum samskiptum við ráðafólk og að koma mínum skoðunum á framfæri. Ég hef mikinn áhuga á frekari þátttöku og er því þakklát fyrir það traust sem mér er sýnt að vera fyrsti formaður UngFramsóknar á Vesturlandi. Skipulag okkar til að byrja með mun tengjast að miklu leyti Alþingiskosningunum í haust og síðan munum við horfa til sveitastjórnakosninga í kjölfarið.”
-Hafdís Lára Halldórsdóttir

„Við höfum verið að skoða félagakerfið hjá aðildafélögum SUF. Minni félög eru sum ekki eins virk og þau voru áður og því höfum við verið að horfa til þess að stækka frekar félagssvæðin og sameina aðildafélög. Með tilkomu félagsins UngFramsókn á Vesturlandi er því verið að breyta félagakerfi ungra og stækka félagssvæðið. Samhliða því eru önnur félög ungra á svæðinu lögð niður. Tækniþróunin sem hefur orðið upp á síðkastið gefur okkur enn betri tækifæri til þess að hafa stærra félagssvæði og auðvelda skipulag og fundi. En það sem veitir okkur byr undir báða vængi er þessi mikla nýliðun sem hefur orðið síðasta árið.”
-Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir
Formaður SUF, stjórnarmeðlimur félagsins og frambjóðandi hjá Framsókn

​

Frekari upplýsingar

Líflegar umræður á málþingi um fiskeldi

21/4/2021

 
Picture
Málþing Sambands ungra Framsóknarmanna (SUF) um fiskeldi var haldið í gegnum fjarfundabúnað í kvöld. Fjórir aðilar voru fengnir til að vera með framsögur sem allar snéru að ólíkum vínklum fiskeldis, þar á meðal byggðarþróun, atvinnuuppbyggingu, dýravelferð og umhverfisvernd. 

Óhætt er að segja að um sé að ræða mikið hitamál, en að framsögum loknum tók við áhugaverð umræða um fiskeldi. Snerist umræðan bæði að tækifærum og annmörkum fiskeldis.  Stjórn SUF vonar að þessi fræðslu- og umræðuvettvangur hafi gefið fólki frekari innsýn í fiskeldi hérlendis og að fundurinn hafi verið gott innlegg í þarft samtal um framtíð þess.

Þakkar stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna framsögufólki innilega fyrir þáttökuna sem og öllum þeim sem mættu og tóku þátt í umræðunum. 

Eftirfarandi aðilar voru með framsögu:
- Iða Marsibil Jónsdóttir - Forseti bæjarstjórnar í Vesturbyggð og  mannauðsstjóri Arnarlax
- Auður Önnu Magnúsdóttir - framkvæmdarstjóri Landverndar
- Einar K. Guðfinnsson -Starfar að fiskeldismálum hjá SFS (Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi)
- Jón Kaldal - blaðamaður og talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins (The Icelandic Wildlife Fund).
<<Previous

Vilt þú taka þátt í starfi Framsóknar og hafa áhrif?
Skráðu þig í flokkinn á framsokn.is

Samband ungra Framsóknarmanna

suf@suf.is
  • Forsíða
  • Fréttir
  • Ályktanir
  • Stjórnin
    • Framkvæmdastjórn
    • Stjórn 2021-2022
    • Nefndarstörf
    • Skipurit
    • Greinar
  • Aðildarfélög
    • Öll FUF - félögin
    • Ung Framsókn Reykjavík
    • FUFAN - FUF á Akureyri og nágrenni
    • FUF í Austur-Skaftafellssýslu
    • GUÐNI - FUF í Árnes- og Rangárvallasýslu
    • FUF á Suðurnesjum
    • FUF í Skagafirði
    • FUF í Kópavogi
    • UngFramsókn á Vesturlandi
  • Annað
    • Varningur
    • Orðskýringar
    • Samtíminn - 80 ára afmælisrit
    • Myndir
  • Um okkur
    • Sagan
    • Stefna SUF
    • Lög SUF
    • Facebook hópar
    • Alþjóðastarf
    • Hafðu samband