8/11/2023 Norðurlandaráð æskunnar samþykkti sameiginlega ályktun sendinefnd Íslands um að fá handritin heimUrður Björg Gísladóttir og Hrafn Splidt Þorvaldsson, fulltrúar SUF á þingi Norðurlandaráðs ungmenna Íslensku ungliðahreyfingarnar lögðu saman fram ályktun um að fá íslensku handritin aftur heim á þingi Norðurlandaráðs ungmenna. Ályktunin bar heitið „Menningarminjar aftur heim“ og var samþykkt með öllum greiddum atkvæðum.
Í ályktuninni má finna ákalla til meðlima Norðurlandaráðs að skila fornmunum og menningarverðmætum aftur til síns heimalands. Það voru Samband ungra Framsóknarmanna, Samband ungra Sjálfstæðismanna, Ungt Jafnaðarfólk og Ung Vinstri-græn sem stóðu sameiginlega að baki ályktuninni. Rasmus Emborg forseti Norðurlandaráð æskunnar, Hrafn Splidt Þorvaldsson frá Sambandi ungra Framsóknarmanna og Gunnvá Winher frá Framsøkin Ung mældu fyrir ályktuninni í pontu en hana má finna í heild sinni hér að neðan: 24. Menningarminjar aftur heim Samband ungra Framsóknarmanna, Samband ungra Sjálfstæðismanna, Ungt Jafnaðarfólk, Ung Vinstri-græn Þegar Ísland fékk heimastjórn árið 1904 hófst barátta um að fá forn handrit og skjöl afhent frá Danmörku til Íslands. Fyrrnefnd verk voru framleidd á Íslandi á 13.-16.öld. og flutt út til Danmerkur á 17.-& 18. öldinni. Frá 1928-1997 var fjölda handrita og skjala skilað til Íslands. Þá sérstaklega frá 1971, er 21. Apríl það ár var Konungsbók Eddukvæða og Flateyjarbók skilað til Íslands. Eftir það bárust handritin hægt og rólega til landsins, þangað til 20. Júní 1997. Þá voru Kirkjudagsmál og Stjórn afhent í hátíðarsal Háskóla Íslands, og eru enn í dag seinustu handritin sem voru endurheimt. Baráttan fyrir því að fá “handritin heim” er einungis eitt dæmi af fjölmörgum um fyrrum hjálendu eða nýlenduþjóð sem eru að berjast fyrir því að fá sín menningarverðmæti frá fyrrum nýlenduherrum. Ungt fólk á Norðurlöndum kallar þar af leiðandi eftir því að fyrrum nýlenduþjóðir innan Norðurlandaráðs sýni fordæmi og vinni að því að skila fornminjum og menningarverðmætum til sinna fyrri hjálenda og nýlenda. UNR ályktar að: - Þeir fornmunir og menningarverðmæti sem tekin voru í fortíðinni af meðlimum Norðurlandaráðs verði skilað til síns norræna upprunalands, ef þau óska þess. Comments are closed.
|