1/4/2019 Vinnudagur SUFFrábær helgi að baki! SUFarar héldu vinnufund á Skagafirði um helgina þar sem m.a. fór fram kynning á starfinu fyrir nýja SUFara, yfirferð og vinna í ályktunum og framtíðarsýn SUF. Það er augljóst að mikill eldmóður og kraftur er í SUFurum og að sambandið mun taka vel á sínum áhersluatriðum í náinni framtíð. Einnig fengu SUFarar einstaka kynningu á Skagafirði, og allt það sem sveitafélagið varðar, m.a. frá oddvita Framsóknar í sveitastjórn Skagafjarðar og varaþingmanni, Stefáni Vagni. Ásamt því fór SUF í heimsókn í Kaupfélag Skagfirðinga og kynntist þar þeirri mikilvægu og athyglisverðu starfsemi sem þar á sér stað. SUF þakkar KS og Magnúsi Frey Jónssyni fyrir frábæra gestrisni og kynningu á þeirra starfsemi. Auðvitað var svo gleði fram eftir kvöldi! SUF vill sérstaklega þakka FUF í Skagafirði fyrir frábæran undirbúning og utanumhald, sem gerði vinnudaginn að skemmtilegum og lærdómsríkum degi. Comments are closed.
|