28/8/2018 Kynning á formannsframbjóðandaSamband Ungra Framsóknarmanna sendi fromannsframbjóðendum spurningalista til þess að kynnast þeim ögn nánar. Hér eru fyrstu svör.
Nafn: Alex B. Stefánsson Aldur: 31 Starf/menntun: Brautskráður prentsmiður og stunda nám við stjórnmála- og fjölmiðlafræðideild Háskóla Íslands Kjördæmi: Reykjavíkurkjördæmi Suður Uppáhalds matur: Hægeldaður hryggur af veturgömlu lambi Uppáhalds staður: Ásbyrgi í Vatnajökulsþjóðgarði Uppáhalds litur: Blágrænn Uppáhalds bíómynd: Dalalíf Uppáhalds lag: En þú varst ævintýr – Pascal Pinon (höf: Davíð Stefánsson) Uppáhalds bók: Að elska er að lifa – Hans Kristján Árnason ræðir við Gunnar Dal Besta fótboltaliðið: Man utd. Hvaða tungumál kanntu: Ensku, dönsku og dass af spænsku Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? Mér hefur alltaf fundist kennara starfið heillandi. Treysti á að Lilju Alfreðs mennamálaráðherra takist að bæta starfsumhverfi kennara svo þessi draumur verði raunverulegur valkostur. Hvort ertu morgun- eða kvöldmanneskja? Kvöldmanneskja Hvaða dýr telurðu að lýsi þér best og af hverju? Íslenski hesturinn – ætli við getum ekki verið svipað þrjóskir og svo álíka loðnir. Hvenær byrjaðirðu í SUF? 2004-05 Hvaða stöðu eða hlutverkum hefur þú gengt innan SUF (stjórn/varastjórn/nefndir/annað)? Á þessum mörgu og skemmtilegu árum í SUF, hafa þau verið fjölmörg m.a. í stjórn og varastjórn, verið í alþjóðanefnd og setið þing NCF (samtök ungra í miðjuflokkum á norðurlöndunum) í Noregi og fulltrúi á hálfra aldrar afmæli NCF í Kaupmannahöfn. Einnig setið fyrir hönd SUF á þingi Unga Norræna Ráðsins UNR (Ungdomens Nordiska Rad). Undanfarið ár hef ég starfað sem formaður SIGRÚNAR – félags ungra Framsóknarmanna í Reykjavík. Eftirminnilegasta minningin úr starfi SUF? Eitt sinn í aðdraganda kosningabaráttu ákvað SUF að fara á Tinder. Til verksins var fenginn ónefndur sundgarpur sem skráði SUF á Tinder. Í upphafi gekk það ekki betur en svo að hann skráði sjálfan sig á Tinder… svo mátti sjá snör handtök hjá mínum manni, hringdi strax yfir atlandshafið til kærustunnar og upplýsti hana um þessi mistök (við mikla kátínu viðstaddra). Þess má geta í Tinderherferðinni matchaði SUF við þó nokkra kjósendur og fékk kynningu í fjölmiðlum. Hvað ætlar þú að leggja áherslur á sem formaður SUF? Mikið af ungu fólki gerir sér ekki grein fyrir hvað ungir Framsóknarmenn standa. Það er því áskorun fyrir SUF að gera stefnu og málefnaáherslur okkar sýnileg í umræðunni. Til dæmis er gullið tækifæri nú að skerpa á stefnu SUF um hvata/styrkjakerfi í stað námslánakerfis. Á oddi okkar stefnubaráttu verður að vera aðaláhersla SUF-ara um jöfn tækifæri til náms, óháð búsetu eða félagslegri stöðu. Stefna okkar að Íslendingar hafi aðgang að 1. flokks matvælum frá sjálfbærri og umhverfisvænni framleiðslu getur ekki átt sér stað án bændasamfélags. Að sama skapi getur bændasamfélag ekki þrifist án nýliðunar. Við þurfum að finna leiðir til að styðja unga bænda við upphaf búskapar. Þar getum við m.a. horft til jákvæðra reynslu frá hinum norðurlöndunum. Mörg þeirra bjóða ungum bændum m.a. 10-15% aukaálag á greiðslur fyrstu árin og aðgang að betri lánskjörum. Innviðauppbygging var helsta stefnumál Framsóknar í síðustu alþingiskosningum og ætti að vera okkar á komandi sambandsþingi. Innviðauppbygging mannauðs innan aðildasamtaka SUF er mikilvægt áhersluatriði. Hugmyndir og rökræður um hvernig við getum náð árangri byggja á öflugu félagsstarfi um land allt. Helsta verkefni nýrrar stjórnar SUF er að nýta svigrúm milli kosninga til að styðja við starfsemi FUF-félaga. Eftir krefjandi áskoranir innan flokksins þarf að skerpa á meginhlutverki SUF; að vera regnhlífasamtök almennra FUF-félaga. Ekkert er sjálfgefið um áframhaldandi árangur SUF ef ekki eru til virk og öflug félög ungra Framsóknarmanna. Mín áhersla væri að sýna fuf-félögunum meiri áhuga m.a. mæta í reglulegar heimsóknir og aðstoða við að skipuleggja viðburði. Comments are closed.
|