29/4/2021 UngFramsókn á Vesturlandi stofnaðFélagið UngFramsókn á Vesturlandi hefur nú verið stofnað.
Ungt Framsóknarfólk á Vesturlandi stóð fyrir stofnun félagsins og var aðalfundur haldinn rafrænt vegna samkomutakmarkana, þann 26. apríl 2021. Á fundinum var kosið um nafn, lög og stjórn félagsins. Stefán Vagn Stefánsson, oddviti á lista Framsóknar í Norðvesturkjördæmi, ávarpaði fundinn og talaði um mikilvægi grasrótarstarfs í flokknum og áherslur fyrir komandi kosningar. Félagið mun verða aðildarfélag að Sambandi ungra Framsóknarmanna (SUF). Í stjórn voru kjörin: Hafdís Lára Halldórsdóttir, Borgarnesi - Formaður Daníel Johan Mikaelsson, Borgarnesi - Stjórn Enrique Snær Llorens, Akranesi - Stjórn Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir, Borgarbyggð - Stjórn Sigurdís Katla Jónsdóttir, Dalabyggð - Stjórn Árni Snær Fjalarsson, Akranesi - Varastjórn Jóhanna María Sigmundsdóttir, Dalabyggð - Varastjórn Orri Jónsson, Borgarbyggð - Varastjórn Þórdís Eva Rúnarsdóttir, Akranesi - Varastjórn Þórður Brynjarsson, Borgarbyggð - Varastjórn „Nú er að hefjast spennandi tími hjá ungu Framsóknarfólki á Vesturlandi. Stutt er síðan ég hóf sjálf að taka þátt í starfi Framsóknar og mér þótti frábært að finna hversu vel mér var tekið, tækifærin sem mér gáfust til þess að vera í beinum samskiptum við ráðafólk og að koma mínum skoðunum á framfæri. Ég hef mikinn áhuga á frekari þátttöku og er því þakklát fyrir það traust sem mér er sýnt að vera fyrsti formaður UngFramsóknar á Vesturlandi. Skipulag okkar til að byrja með mun tengjast að miklu leyti Alþingiskosningunum í haust og síðan munum við horfa til sveitastjórnakosninga í kjölfarið.” -Hafdís Lára Halldórsdóttir „Við höfum verið að skoða félagakerfið hjá aðildafélögum SUF. Minni félög eru sum ekki eins virk og þau voru áður og því höfum við verið að horfa til þess að stækka frekar félagssvæðin og sameina aðildafélög. Með tilkomu félagsins UngFramsókn á Vesturlandi er því verið að breyta félagakerfi ungra og stækka félagssvæðið. Samhliða því eru önnur félög ungra á svæðinu lögð niður. Tækniþróunin sem hefur orðið upp á síðkastið gefur okkur enn betri tækifæri til þess að hafa stærra félagssvæði og auðvelda skipulag og fundi. En það sem veitir okkur byr undir báða vængi er þessi mikla nýliðun sem hefur orðið síðasta árið.” -Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir Formaður SUF, stjórnarmeðlimur félagsins og frambjóðandi hjá Framsókn Comments are closed.
|