21/4/2021 Líflegar umræður á málþingi um fiskeldiMálþing Sambands ungra Framsóknarmanna (SUF) um fiskeldi var haldið í gegnum fjarfundabúnað í kvöld. Fjórir aðilar voru fengnir til að vera með framsögur sem allar snéru að ólíkum vínklum fiskeldis, þar á meðal byggðarþróun, atvinnuuppbyggingu, dýravelferð og umhverfisvernd.
Óhætt er að segja að um sé að ræða mikið hitamál, en að framsögum loknum tók við áhugaverð umræða um fiskeldi. Snerist umræðan bæði að tækifærum og annmörkum fiskeldis. Stjórn SUF vonar að þessi fræðslu- og umræðuvettvangur hafi gefið fólki frekari innsýn í fiskeldi hérlendis og að fundurinn hafi verið gott innlegg í þarft samtal um framtíð þess. Þakkar stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna framsögufólki innilega fyrir þáttökuna sem og öllum þeim sem mættu og tóku þátt í umræðunum. Eftirfarandi aðilar voru með framsögu: - Iða Marsibil Jónsdóttir - Forseti bæjarstjórnar í Vesturbyggð og mannauðsstjóri Arnarlax - Auður Önnu Magnúsdóttir - framkvæmdarstjóri Landverndar - Einar K. Guðfinnsson -Starfar að fiskeldismálum hjá SFS (Samtök fyrirtækja í sjávarútvegi) - Jón Kaldal - blaðamaður og talsmaður Íslenska náttúruverndarsjóðsins (The Icelandic Wildlife Fund). Comments are closed.
|