SUF
  • Fréttir
    • Greinar
    • Fréttir
  • Ályktanir
  • Stjórnin
    • Framkvæmdastjórn
    • Stjórn 2022-2023
    • Nefndarstörf
    • Skipurit
  • Aðildarfélög
    • Öll FUF - félögin
  • Annað
    • Varningur
    • Orðskýringar
    • Samtíminn - 80 ára afmælisrit
    • Myndir
  • Um okkur
    • Sagan
    • Stefna SUF
    • Lög SUF
    • Facebook hópar
    • Alþjóðastarf
    • Hafðu samband
  • Fréttir
    • Greinar
    • Fréttir
  • Ályktanir
  • Stjórnin
    • Framkvæmdastjórn
    • Stjórn 2022-2023
    • Nefndarstörf
    • Skipurit
  • Aðildarfélög
    • Öll FUF - félögin
  • Annað
    • Varningur
    • Orðskýringar
    • Samtíminn - 80 ára afmælisrit
    • Myndir
  • Um okkur
    • Sagan
    • Stefna SUF
    • Lög SUF
    • Facebook hópar
    • Alþjóðastarf
    • Hafðu samband
Search by typing & pressing enter

YOUR CART

29/8/2018

Kynning á formannsframbjóðanda

Samband Ungra Framsóknarmanna sendi fromannsframbjóðendum spurningalista til þess að kynnast þeim ögn nánar. Hér eru svör seinni frambjóðanda.

Nafn: Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir
Aldur: 22 ára (næstum því)
Starf/menntun: Leiðsögumaður á Eiríksstöðum og skólaliði í Grunnskóla Borgarfjarðar. Er að læra grunnskólakennarafræði með áherslu á samfélagsfræði.
Kjördæmi: Norðvesturkjördæmi.
 
Uppáhalds matur:  Lambahryggur með grænum baunum og brúnni sósu....og sushi.
Uppáhalds staður: Sófinn heima, sérstaklega þegar það er kalt og blautt úti.
Uppáhalds litur: Vínrauður.
Uppáhalds bíómynd: Magnús.
Uppáhalds lag: Þessa stundina eru það öll lögin í Hamilton söngleiknum.
Uppáhalds bók: Ég hef alltaf verið mikið fyrir hvers kyns ævintýrabækur. Hungurleikarnir var mikið uppáhald og er það enn þó ég hafi ekki lesið hana í langan tíma.
Besta fótboltaliðið: Ég verð einhleyp ef ég segi eitthvað annað en KR og Liverpool.
Hvaða tungumál kanntu: Íslensku og ensku. Svo á ég að kunna spænsku og dönsku samkvæmt skólaskírteini en við skulum ekkert vera að láta reyna á það.
 
Hvað ætlarðu að verða þegar þú verður stór? Ég held að það sé fínt að ég stækki ekkert meira. Ég hélt að ég væri bara 180 cm en samkvæmt síðustu mælingu þá er ég 183 cm. Það er alveg meir en nóg.
 
Hvort ertu morgun- eða kvöldmanneskja? Allt fyrir hádegi er nótt í mínum huga.
 
Hvaða dýr telurðu að lýsi þér best og af hverju? Ætli það sé ekki forystufé. Get verið mjög róleg og slakað mjög vel á en um leið og ég ákveð að fara af stað þá er mjög lítið sem getur komið í veg fyrir það.
 
Hvenær byrjaðirðu í SUF? 2015.
 
Hvaða stöðu eða hlutverkum hefur þú gengt innan SUF (stjórn/varastjórn/nefndir/annað)? Ég hef verið í stjórn síðan 2015 og var ritari 2016-2017. Ég hef verið í alþjóðanefnd síðastliðið ár og hef tekið þátt í NCF og UNR fundum á Norðurlöndunum.
 
Eftirminnilegasta minningin úr starfi SUF? UNR þingið í Helsinki á síðasta ári mun seint gleymast. Flestir Íslendingarnir hættu við að fara þar sem þingið var á sama tíma og Alþingiskosningarnar en ég fór til Helsinki (ólétt – þannig að þið getið rétt ímyndað ykkur flugferðina). Ég var samt með hugann við kosningarnar heima en auk þess las ég upp ályktun á ensku. Í stuttu máli varð allt brjálað. Ég fékk alla starfsmenn þingsins og þýðendurna á eftir mér og fékk miklar skammir fyrir. Það er sem sagt ekki sniðugt að tala ensku á ráðstefnum þar sem eytt er heilum helling af pening í túlkaþjónustu. NCF krökkunum fannst þetta mjög fyndið og ég fæ ekki að gleyma þessu í bráð.
 
Hvað ætlar þú að leggja áherslur á sem formaður SUF?
Ég vil að SUF setji sér það markmið að hafa áhrif á stefnu Framsóknarflokksins og beiti sér markvisst í stórum málum á næstu árum en einnig sér að málefnum líðandi stundar og láti heyra í sér. Helstu málefnin sem eru mér í huga eru:
  • Geðheilbrigðismál ungs fólks.
    • Andleg heilsa ungs fólks á Íslandi gæti verið mikið betri. Aðgengi að sálfræðingum og heilbrigðisstarfsfólki þarf að vera gott og ungt fólk verður að hafa möguleikann á því að leita til þeirra ef svo er þörf án þess að verða gjaldþrota. Kvíði, þunglyndi og fíkn er orðin stór partur af íslensku samfélagi og þarf stuðningur við þá sem á því þurfa að halda að vera í lagi. Það hefur mikið borið á því upp á síðkastið að lyfseðilsskyld lyf séu í umferð og hafa alltof margir látið lífið vegna misnotkunar á þeim. Umræðan um þessi mál hefur vakið athygli og það er mikil þörf á því að gera eitthvað í þessum málaflokki.
  • Jafnrétti til náms
    • Það er komin ansi langur tími síðan ég fór fyrst að ræða nauðsyn þess að hafa samastað fyrir námsmenn utan af landi sem hefja nám í framhaldsskóla á höfuðborgarsvæðinu. Krakkar í þessari stöðu lenda oft í miklum húsnæðisvandræðum og eiga mjög litla möguleika á leiguhúsnæði eða að komast að í nemendaíbúðum. Þess vegna tel ég mjög mikilvægt að SUF berjist fyrir því að fá aðstöðu fyrir þessa nemendur til að búa í á höfuðborgarsvæðinu eins og heimavist eða nemendagarðar.
    • Stórauka þarf fjarnám á Íslandi. Fyrir Alþingiskosningarnar síðustu ræddi ég við marga í mínu kjördæmi sem höfðu tekið upp á því að fara í fjarnám við skóla í öðrum löndum þar sem þeir áttu ekki möguleika á því að fara í fjarnám hér. Margar námsgreinar á Íslandi eru einungis í staðarnámi og eiga margir ekki þess kost að flytja á höfuðborgarsvæðið til að hefja nám eða bæta við sig námi. Gæði náms á íslensku myndu aukast gríðarlega með auknu fjarnámi sem og staða landsbyggðarinnar gagnvart höfuðborgarsvæðinu í menntun. Gæti þetta einnig komið í veg fyrir brottflutnings menntaðs fólks úr litlum samfélögum.
  • Umhverfismál
    • Þegar kemur að umhverfismálum er enn margt sem hægt er að bæta á Íslandi. Vernda þarf náttúruna fyrir stórauknum ágangi ferðamanna, innnlendra sem erlendra, og setja þarf mjög skýr mörk í umhverfismálum Íslands. Einnig hefur Ísland mikla möguleika í því að vera fremst í endurvinnslu og umhverfismálum. Nauðsynlegt er að minnka plastnotkun verulega og auðvelda aðgengi allra landsmanna að endurvinnslustöðvum.

Picture

Comments are closed.

Vilt þú taka þátt í starfi Framsóknar og hafa áhrif?
Skráðu þig í flokkinn á framsokn.is

Samband ungra Framsóknarmanna

suf@suf.is