18/6/2020 Sigrún FUF í Reykjavík í HeiðmörkÍ Heiðmörk er lundur sem er í eigu Sigrúnar (Félags ungra Framsóknarmanna í Reykjavík). Félagið er eitt af landnemum Heiðmarkar og fagna þau því 70 ára afmæli lundins í ár! 15. apríl 2020 fór stjórn Sigrúnar og fundaði í lundinum. Síðan héldu þau vinnudag 31. maí þar sem þau komu saman með fjölskyldum sínum, grilluðu, gróðursettu og tóku til í lundinum. Mikilvægt er að halda lundinum vel við og því er framtak Sigrúnar mjög gleðilegt! Gaman verður að fylgjast með starfi þeirra í lundinum næstu árin. Hér má sjá fleiri myndir. Comments are closed.
|