2/12/2020 Fréttabréf: desemberJæja hóhó og let’s gogo!
Desember gengin í garð en góður nóvember að baki. SUF hitti bæði samgöngu- og sveitastjórnarráðherra og félags- og barnamálaráðherra í mánuðinum sem leið, umræður á fundunum fóru um víðan völl. Frábær og vel heppnaður miðstjórnarfundur var haldin 21. nóvember í beinu streymi eins og aðrir viðburðir þessa daganna. Þar var góð þátttaka ungra á fundinum. Eins og SUF kom á framfæri fyrir kjördæmisþingunum þá stefnum við að því að hafa unga aðila á listum fyrir Alþingiskosningar og þá leggjum við áherslu á að hafa einn ungan í fjórum efstu sætunum í hverju kjördæmi. SUF birti tvær ályktanir í nóvember: Makar með í ómskoðun og sameiginleg ályktun með ungliðahreyfingu miðjuflokkanna NCF um samstöðu með pólskum konum vegna laga sem voru samþykkt þar í landi um bann við fóstureyðingum. Að auki gaf kynningarstjórinn okkar, hún Magnea Gná, út grein um óþörf og óafturkræf inngrip á börnum. Á síðasta sambandsþingi SUF var eftirfarandi ályktun samþykkt um sama mál: Ungt Framsóknarfólk leggst gegn varanlegum og óafturkræfum aðgerðum sem framkvæmdar eru á kynfærum barna án þeirra samþykkis. Slík aðgerð ætti ekki að fara fram nema nauðsyn krefji af heilsufarslegum ástæðum. Nefnd um innra starf hefur verið að sinna stóru og mikilvægu verkefni í nóvember. Samtals voru haldnir 8 fundir í landshlutafundasyrpu FUF félaganna (Félög ungra framsóknarmanna). Tilgangur fundanna var að fræða ungt fólk í landshlutunum um starf SUF, starf Framsóknarflokksins og að endurvekja félagastarf ungra innan SUF. Síðasti fundur syrpunnar var í lok nóvember og við tekur rólegur desember. Jólamánuðurinn er að sjálfsögðu stútfullur af dagskrá hjá hverjum og einum og því er dagskrá SUF af minni gerðinni þennan mánuðinn en hún er ekki af síðri endanum. 10. desember: Skuggaráðuneyti með mennta- og menningarmálaráðherra Lilju Dögg Alfreðsdóttur verður á Zoom kl 20:00. Lilja hefur verið á fullu síðustu mánuði að vinna að og kynna úrræði fyrir landann eins og fleiri ráðherrar á sínu sviði. Hér er hægt að skrá sig á fundinn. 15. desember Nefndardagurinn er á sínum stað, þriðja þriðjudaginn í hverjum mánuði. Núna munu eftirfarandi nefndir funda:
Það er aðeins meira um að vera hjá stjórnarmeðlimum SUF því í fyrstu vikunni mun að auki reglulegs stjórnarfundar vera skuggaráðsfundur með þingflokki Framsóknar, Við mjög ánægð að fá þingflokkinn í lið með okkur. Þingflokkur Framsóknar situr í hinum ýmsu nefndum Alþingis og því erum við spennt fyrir komandi samstarfi. Ákveðið var að hafa fundinn einungis fyrir stjórn SUF að þessu sinni þar sem þetta er sá fyrsti, hins vegar gefst öðrum meðlimum SUF tækifæri á að sitja slíkan fund seinna eftir áramót. Í lokin viljum við skila hlýjum kveðjum til allra inn í aðventuna og vonum að jólahátíðin verði ykkur góð. Jólakveðja Unnur Þöll Benediktsdóttir Viðburðastjóri SUF Comments are closed.
|