1/11/2020 Fréttabréf: nóvemberNú er nóvember gengin í garð. Við skiljum við viðburðaríkan og ánægjulegan október. Sambandsþingið var í byrjun mánaðar þar sem yfir 40 ályktanir voru samþykktar inn á nýtt starfsár og unnið verður úr þeim í málefnanefnd. Ný stjórn samanstendur af metnaðarfullu ungu fólki og fer starfið kröftuglega af stað. Tvisvar í október var ungt Framsóknarfólk á sjónvarpsskjánum hjá landanum, fyrst í kvöldfréttum Stöðvar 2 fyrir að lýsa vantrausti yfir sitjandi sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra og í seinna skiptið í vikunni hjá Gísla Marteini fyrir samstöðu okkar og annara í Framsókn með forsætisráðherra Finnlands í herferðinni #ImWithSanna.
Í október voru kjördæmisþing Framsóknar haldin rafrænt en nú er aðeins eitt kjördæmisþing flokksins eftir, í norðaustur kjördæmi. Venjan er sú að SUF hafi ávarp á kjördæmisþingunum en vegna aðstæðna undirbjó SUF rafrænt ávarp sem sent var á flokksfélaga. Nóvember verður ekki af síðri endanum og hefst af krafti með fyrsta skuggaráðuneytið vetrarins sem er fimmtudaginn 5 nóvember. Skuggaráðuneyti eru fundir með ráðherrum Framsóknarflokksins. Allir meðlimir SUF hafa tækifæri til að mæta á slíka fundi óháð því hvort þeir séu skráðir í stjórn eða nefndir. Á fundunum fara ráðherrar yfir þau mál sem eru á dagskrá þeirra hverju sinni og fáum við unga fólkið að koma með spurningar og athugasemdir til ráðherra. Vettvangurinn er frábært tækifæri til að kynnast ráðherrunum og hvernig störf þeirra innan ráðuneytanna ganga fyrir sig. Fundurinn á fimmtudaginn er með samgöngu- og sveitastjórnarráðherra Sigurði Inga Jóhannssyni og fer fram á Zoom kl 20:00. Skráning í skuggaráðuneytið er hafin (Hér: https://forms.gle/Qd4Z5ea8EfowD1296 ) við hvetjum alla félagsmenn Framsóknar á aldrinum 18-35 ára til að skrá sig. Þriðjudaginn 10. nóvember er komið að öðrum nefndardegi vetrarins. Málefnanefnd ætlar að vinna að því að skrifa grein út frá ályktun SUF og skipuleggja stutt myndskeið í kjölfarið. Ritstjórn ætlar að taka þátt í því með þeim. Nefnd um innra starf er að vinna að stofnun Facebook hópa fyrir FUF félögin sem ekki eiga svoleiðis nú þegar. Fjármálanefndin ætlar að halda áfram að skipuleggja fjáröflun fyrir SUF. 14. - 15. Nóvember er á dagskrá miðstjórnarfundur Framsóknar. Á fundinum hittast miðstjórnarmenn, sem fara með æðsta vald flokksins og skipuleggja stefnu flokksins. Þessi miðstjórnarfundur er því einstaklega áhugaverður þar sem kosningabaráttan er framundan. 17. nóvember er aftur komið að skuggaráðuneytinu og þá munum við funda með félags- og barnamálaráðherra Ásmundi Einari Daðasyni. Sá fundur verður einnig á Zoom og verður skráning auglýst. Comments are closed.
|