7/10/2019 Frábært sambandsþing að baki44. sambandsþing ungra Framsóknarmanna var haldið á Hellishólum í Fljótshlíð helgina 20.-21. september 2019. Á sambandþinginu var litið yfir síðastliðið starfsár og ályktanir samþykktar. Einnig voru lagabreytingar teknar fyrir og stefna sambandsins endurskoðuð. Frá síðasta sambandsþingi hefur verið lögð áhersla á nýliðun og að kynnast innra starfi Framsóknarflokksins. Félagar í SUF hafa fundað mánaðarlega með ráðherrum flokksins á fundum sem hafa verið kallaðir Skuggaráðuneyti. Á þeim hafa félagar í SUF haft tækifæri til þess að spyrja ráðherrana og kynnast störfum þeirra, stöðu mála innan ráðuneytanna og koma sínum málum á framfæri. Fram að næsta sambandsþingi verður lögð áhersla á nefndarstarf SUF sem allir félagar í SUF geta tekið þátt í. Þá var kosið um nýja stjórn og varastjórn SUF. Lilja Rannveig Sigurgeirsdóttir hlaut endurkjör sem formaður SUF en hún hefur starfað sem formaður SUF síðastliðið ár. Í stjórn SUF 2019-2020 eru: Bergþór Smári Pálmason Sighvats - Reykjavíkurkjördæmi suður Daði Geir Samúelsson - Suðurkjördæmi Gunnar Ásgrímsson - Norðvesturkjördæmi Gunnar Sær Ragnarsson - Suðvesturkjördæmi Hildur Guðbjörg Benediktsdóttir - Suðurkjördæmi Jóhann Halldór Sigurðsson - Suðurkjördæmi Karítas Ríkharðsdóttir - Norðausturkjördæmi Kristín Hermannsdóttir - Suðvesturkjördæmi Kristjana Louise Friðbjarnardóttir - Norðausturkjördæmi Magnea Gná Jóhannsdóttir - Norðvesturkjördæmi Páll Marís Pálsson - Suðvesturkjördæmi Viktor Andri Kárason - Reykjavíkurkjördæmi norður Í varastjórn SUF 2019-2020 eru: Bjarni Dagur Þórðarson - Suðvesturkjördæmi Brynja Rún Benediktsdóttir - Norðausturkjördæmi Davíð Fannar Sigurðsson - Suðvesturkjördæmi Einar Gauti Jóhannsson - Suðvesturkjördæmi Hákon Ernir Hrafnsson - Norðvesturkjördæmi Helena Rut Arnarsdóttir - Norðausturkjördæmi Inga Jara Jónsdóttir - Suðurkjördæmi Kári Ragúels Víðisson - Suðurkjördæmi Sigrún Ásta Brynjarsdóttir - Suðurkjördæmi Sæþór Már Hinriksson Þeydal - Norðvesturkjördæmi Thelma Dögg Harðardóttir Breiðfjörð - Norðvesturkjördæmi Unnur Þöll Benediktsdóttir - Reykjavíkurkjördæmi norður Stjórn SUF hefur haldið sinn fyrsta fund og á honum var framkvæmdastjórn SUF 2019-2020 samþykkt: Varaformaður: Páll Marís Pálsson Ritari: Gunnar Sær Ragnarsson Gjaldkeri: Kristín Hermannsdóttir Viðburðarstjóri: Jóhann Halldór Sigurðsson Kynningastjóri: Magnea Gná Jóhannsdóttir Næsta sambandsþing verður haldið að ári í Reykjavík. Comments are closed.
|