9/8/2018 43. Sambandsþing SUF43. Sambandsþing Sambands ungra Framsóknarmanna mun fara fram á Hótel Bifröst 31. ágúst - 1. September 2018. Allir ungir framsóknarmenn sem skráðir eru í Framsóknarflokkinn 30 dögum fyrir þingið hafa kosningarétt á þinginu.
Skráning fer fram hér: https://goo.gl/forms/tRqH4khQSV78YSo32 Þinggjald er 3000kr en inn í því eru öll þinggögn ásamt hádegismat og kaffihressingu. Sambandsþingið hefst kl. 20:00 með málefnavinnu föstudagskvöldið 31. ágúst en boðið verður upp á pizzahlaðborð á Hótel Bifröst fyrir málefnavinnu. Formleg þingsetning verður laugardaginn 1. september kl. 13:00. Hátíðarkvöldverður verður haldinn á Hótel Bifröst á laugardagskvöldi að þingi loknu. Þinggjald: 3.000kr Pizza hlaðborð: 1.900kr Hátíðarkvöldverður: 6.200kr ATH: Lokað verður fyrir skráningu í hátíðarkvöldverðinn mánudaginn 27. ágúst. -------- Sérstakt tilboð er fyrir SUFara í gistingu á hótel Bifröst þessa helgi en þinggestir skulu sjálfir bóka gistingu á netfangið [email protected] og taka fram bókunarnúmer 10901 - Gisting í einstaklingsherbergi m/morgunverð er 8.900 kr per nótt - Gisting í tveggja manna herbergi m/morgunverð er 13.400 kr per nótt (6.700 kr. per mann) Comments are closed.
|