Lög UngFramsókn á Vesturlandi
I. kafli
Heiti, tilgangur og félagsmenn
1. gr.
Félagið heitir UngFramsókn á Vesturlandi. Félagssvæði þess er Vesturland, á því svæði eru sveitarfélögin: Akranes, Borgarbyggð, Dalir, Snæfellsbær, Grundarfjarðarbær, Helgafellssveit, Hvalfjarðarsveit, Stykkishólmsbær og Skorradalshreppur.
2. gr.
Tilgangur UngFramsókn er einkum:
a) Að kynna stefnu og hugsjónir Framsóknar og afla þeim fylgis meðal æskufólks.
b) Að auka áhuga og þekkingu ungs fólks á lands-, félags- og sveitarstjórnarmálum í samræmi við stefnuskrá Framsóknarflokksins.
c) Að efla stjórnmála- og félagsþroska ungs Framsóknarfólks og gera þau hæfari til félagsstarfa.
d) Að útbreiða þekkingu á og vinna fylgi samvinnustefnunni, félagslegri samhjálp og samvinnu.
3. gr.
Tilgangi sínum hyggst UngFramsókn ná með:
a) Fundum og ráðstefnum um lands- og sveitarstjórnarmál.
b) Fræðslu- og kynningarstarfsemi í samræmi við tilgang félagsins.
c) Skrifum í fjölmiðla og þátttöku í opinberum umræðum.
d) Almennu flokksstarfi í Framsóknarflokknum.
4. gr.
Félagar geta þeir orðið sem eru fylgjandi stefnu Framsóknarflokksins, eru á aldrinum 16-35 ára, eiga lögheimili á Vesturlandi, eða hafa óskað sérstaklega eftir inngöngu í félagið, og eru ekki félagsmenn í öðrum stjórnmálasamtökum.
5. gr.
Fari félagi í framboð eða starfi á annan hátt innan annarra stjórnmálaflokka skal líta á það sem úrsögn úr félaginu. Þátttaka í sameiginlegum framboðum eða kosningabandalögum sem til þess bærar stofnanir Framsóknarflokksins hafa samþykkt teljast ekki úrsögn.
II. kafli
Aðalfundur
6. gr.
Aðalfundur hefur æðsta vald í málefnum UngFramsókn. Rétt til setu á aðalfundi eiga félagsmenn sem samþykktir hafa verið inn í félagið skv. 4. gr. í síðasta lagi viku fyrir aðalfund. Aðalfundur skal haldinn fyrir 15. maí ár hvert. Aðalfund skal boða með að minnsta kosti viku fyrirvara með óvéfengjanlegum hætti. Með fundarboði skal fylgja dagskrá, lagabreytingatillögur ef einhverjar eru og drög að ályktunum. Aðalfundur er löglegur sé löglega til hans boðað.
7. gr.
Á aðalfundi skal kjósa í eftirfarandi embætti úr hópi félagsmanna:
a) Formann félagsins.
b) Fjóra stjórnarmenn
c) Tvo til fimm varamenn
d) Tvo skoðunarmenn reikninga
8. gr.
Aðalfundur tekur ákvarðanir um fjárreiður, skipulag og stefnu félagsins. Á aðalfundi skal leggja fram til afgreiðslu skýrslu stjórnar og endurskoðaða reikninga fyrir starfstímabilið.
9. gr.
Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:
a) Fundarsetning.
b) Tilnefning eða kosning fundarstjóra og fundarritara.
c) Formaður gefur skýrslu um starfsemi félagsins á liðnu starfsári.
d) Gjaldkeri flytur skýrslu um fjárhag félagsins og leggur fram reikninga.
e) Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga.
f) Reikningar bornir upp til samþykktar.
g) Lagabreytingar.
h) Kosningar samkvæmt 7.gr.
i) Önnur mál.
j) Fundarslit.
10. gr.
Til þess að lagabreytingar nái fram að ganga þarf 2/3 hluta atkvæða þeirra fundarmanna sem mættir eru enda hafi þær fylgt fundarboði. Aðrar lagabreytingartillögur eru ekki teknar fyrir nema um sé að ræða breytingartillögur á tillögum sem fylgdu fundarboði.
11. gr.
Að loknum aðalfundi skal stjórn félagsins senda Kjördæmissambandi Framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi, aðalskrifstofu Framsóknarflokksins og stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna skýrslu um starf félagsins á síðasta ári og upplýsingar um skipun stjórnar þess.
III. kafli
Stjórn
12. gr.
Stjórn félagsins skipa formaður og fjórir meðstjórnendur kosnir á aðalfundi. Stjórn félagsins annast daglega starfsemi félagsins og vinnur að framkvæmd þeirra samþykkta sem gerðar eru á fundum þess.
13. gr.
Á fyrsta fundi stjórnar skal stjórn skipa með sér verkum og kjósa úr sínum hópi ritara og gjaldkera.
14. gr.
Formaður er málsvari félagsins jafnt út á við sem inn á við. Hann stýrir fundum stjórnar og nefndastarfi nema kosinn sé sérstakur formaður í nefnd.
Ritari skipuleggur ráðstefnu- og félagsfundi og annast samskipti við önnur samtök
innanlands. Hann skal halda félagaskrá og gjörðabók félagsins.
Gjaldkeri annast fjáröflun, fjárreiður og bókhald félagsins. Hann hefur umboð til
fjárskuldbindinga og gerninga af hálfu þess samkvæmt samþykktum stjórnar.
15. gr.
Formaður boðar stjórnarfundi og er fundur löglegur sitji þrír stjórnar- eða varamenn
fundinn. Lágmark er að einn aðalstjórnarmeðlimur sitji hvern fund. Varamenn mega
ávallt sitja stjórnarfundi, atkvæðaréttur varamanna fer eftir sæti þeirra t.d. fær fyrsti
varamaður atkvæðisrétt framfyrir öðrum varamanni. Ávalt skal vera hægt að sitja
stjórnarfund í gegnum fjarskiptabúnað, og þá helst í gegnum myndsímtal.
Nefndarmenn sem sitja ekki í stjórn mega sitja stjórnarfundi sem áheyrnarfulltrúar og
hafa tillögurétt.
16. gr.
Stjórn boðar félagsfundi þegar henni þykir þörf á og ástæða er til. Þó skal stjórn
halda einn félagsfund á starfstíma sínum. 25 félagsmenn eða fleiri geta krafist
félagsfundar skriflega. Í kröfu skal greina frá ástæðu og rökstuðningi fyrir því að
krafist sé félagsfundar. Stjórn félagsins skal boða til félagsfundar innan viku frá
móttöku kröfunnar.
17. gr.
Haldinn skal félagsfundur fyrir kjördæmisþing þar sem valdir eru fulltrúar félagsins til
að mæta fyrir hönd UngFramsókn á kjördæmisþing að hverju sinni. Stjórn getur lagt
fram lista yfir fulltrúa á kjördæmisþing til samþykktar. Reyna skal eftir bestu getu að
halda kynjahlutföllum jöfnum sbr. 24. gr.
18. gr.
Haldin skal félagsfundur fyrir flokksþing þar sem valdir eru fulltrúar félagsins til að
mæta fyrir hönd UngFramsókn á flokksþing að hverju sinni. Reyna skal eftir bestu
getu að halda kynjahlutföllum jöfnum sbr. 24. gr.
19. gr.
Stjórn er heimilað að taka fólk af félagaskrá sé meirihluti fyrir því. Einnig er stjórninni
heimilt að taka þá af félagaskrá sem eru fullra 35 ára.
20. gr.
Stjórn telst óstarfhæf ef að aðalstjórn nær ekki fimm mönnum að meðtöldum
varamönnum. Einnig telst stjórn óstarfhæf ef ekki hefur verið boðað til aðalfundar
innan tilskilins tíma.
21.gr
2/3 stjórnarmanna geta lagt fram skriflega vantraustsyfirlýsingu til SUF á einn
embættismann eða fleiri í stjórn UngFramsókn. SUF tekur málið til sín.
IV. kafli
Fjármál
22. gr.
Reikningsár skal vera 1. apríl til 31. mars að ári liðnu.
Stjórn er heimilt að ákveða árlega félagsgjald. Stjórn er einnig heimilt að ákveða
hvort um valgreiðslu eða greiðsluskyldu sé að ræða hverju sinni.
Ekki þarf að leggja fram reikninga fyrir reikningsár ef velta þess árs er minni en
20.000 krónur.
Stjórn er heimilt að halda úti sameiginlegum reikning hjá öðru félagi innan
Framsóknarflokksins, eins og svæðisbundnum framsóknarfélagi eða Sambandi
ungra Framsóknarmanna.
V. kafli
Ýmis ákvæði
23. gr.
Ef ekki er annað tekið fram í lögum þessum skal einfaldur meirihluti stjórnar hvers
tíma ráða ákvörðun innan félagsins.
24. gr.
Við val í trúnaðarstörf, svo sem val nefndarmanna og fulltrúa á bæði kjördæmis- og
flokksþing, skal gæta þess eftir bestu getu að hlutur hvors kyns um sig sé eigi lakari
en 40%.
25. gr.
Fundarstjóri hefur rétt til þess að vísa fundargesti af fundi ef hann sér ástæðu til.
26. gr.
Hafi félagið verið óvirkt í 1 ár eða meira, eða stjórn sé óstarfhæf, getur félagsmaður,
í samráði við SUF boðað til lögbundins aðalfundar þar sem kosin verði ný stjórn.
27. gr.
Ef lög félagsins eru að öllu týnd þá falla þau úr gildi. Notast skal við lög SUF til
bráðabirgða, þar til ný lög eru samin eða þau gömlu finnast.
28. gr.
Allir fundir félagsins, þar á meðal aðalfundir, mega ávallt fara fram í gegnum
fjarfundarbúnað.
Heiti, tilgangur og félagsmenn
1. gr.
Félagið heitir UngFramsókn á Vesturlandi. Félagssvæði þess er Vesturland, á því svæði eru sveitarfélögin: Akranes, Borgarbyggð, Dalir, Snæfellsbær, Grundarfjarðarbær, Helgafellssveit, Hvalfjarðarsveit, Stykkishólmsbær og Skorradalshreppur.
2. gr.
Tilgangur UngFramsókn er einkum:
a) Að kynna stefnu og hugsjónir Framsóknar og afla þeim fylgis meðal æskufólks.
b) Að auka áhuga og þekkingu ungs fólks á lands-, félags- og sveitarstjórnarmálum í samræmi við stefnuskrá Framsóknarflokksins.
c) Að efla stjórnmála- og félagsþroska ungs Framsóknarfólks og gera þau hæfari til félagsstarfa.
d) Að útbreiða þekkingu á og vinna fylgi samvinnustefnunni, félagslegri samhjálp og samvinnu.
3. gr.
Tilgangi sínum hyggst UngFramsókn ná með:
a) Fundum og ráðstefnum um lands- og sveitarstjórnarmál.
b) Fræðslu- og kynningarstarfsemi í samræmi við tilgang félagsins.
c) Skrifum í fjölmiðla og þátttöku í opinberum umræðum.
d) Almennu flokksstarfi í Framsóknarflokknum.
4. gr.
Félagar geta þeir orðið sem eru fylgjandi stefnu Framsóknarflokksins, eru á aldrinum 16-35 ára, eiga lögheimili á Vesturlandi, eða hafa óskað sérstaklega eftir inngöngu í félagið, og eru ekki félagsmenn í öðrum stjórnmálasamtökum.
5. gr.
Fari félagi í framboð eða starfi á annan hátt innan annarra stjórnmálaflokka skal líta á það sem úrsögn úr félaginu. Þátttaka í sameiginlegum framboðum eða kosningabandalögum sem til þess bærar stofnanir Framsóknarflokksins hafa samþykkt teljast ekki úrsögn.
II. kafli
Aðalfundur
6. gr.
Aðalfundur hefur æðsta vald í málefnum UngFramsókn. Rétt til setu á aðalfundi eiga félagsmenn sem samþykktir hafa verið inn í félagið skv. 4. gr. í síðasta lagi viku fyrir aðalfund. Aðalfundur skal haldinn fyrir 15. maí ár hvert. Aðalfund skal boða með að minnsta kosti viku fyrirvara með óvéfengjanlegum hætti. Með fundarboði skal fylgja dagskrá, lagabreytingatillögur ef einhverjar eru og drög að ályktunum. Aðalfundur er löglegur sé löglega til hans boðað.
7. gr.
Á aðalfundi skal kjósa í eftirfarandi embætti úr hópi félagsmanna:
a) Formann félagsins.
b) Fjóra stjórnarmenn
c) Tvo til fimm varamenn
d) Tvo skoðunarmenn reikninga
8. gr.
Aðalfundur tekur ákvarðanir um fjárreiður, skipulag og stefnu félagsins. Á aðalfundi skal leggja fram til afgreiðslu skýrslu stjórnar og endurskoðaða reikninga fyrir starfstímabilið.
9. gr.
Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:
a) Fundarsetning.
b) Tilnefning eða kosning fundarstjóra og fundarritara.
c) Formaður gefur skýrslu um starfsemi félagsins á liðnu starfsári.
d) Gjaldkeri flytur skýrslu um fjárhag félagsins og leggur fram reikninga.
e) Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga.
f) Reikningar bornir upp til samþykktar.
g) Lagabreytingar.
h) Kosningar samkvæmt 7.gr.
i) Önnur mál.
j) Fundarslit.
10. gr.
Til þess að lagabreytingar nái fram að ganga þarf 2/3 hluta atkvæða þeirra fundarmanna sem mættir eru enda hafi þær fylgt fundarboði. Aðrar lagabreytingartillögur eru ekki teknar fyrir nema um sé að ræða breytingartillögur á tillögum sem fylgdu fundarboði.
11. gr.
Að loknum aðalfundi skal stjórn félagsins senda Kjördæmissambandi Framsóknarmanna í Norðvesturkjördæmi, aðalskrifstofu Framsóknarflokksins og stjórn Sambands ungra Framsóknarmanna skýrslu um starf félagsins á síðasta ári og upplýsingar um skipun stjórnar þess.
III. kafli
Stjórn
12. gr.
Stjórn félagsins skipa formaður og fjórir meðstjórnendur kosnir á aðalfundi. Stjórn félagsins annast daglega starfsemi félagsins og vinnur að framkvæmd þeirra samþykkta sem gerðar eru á fundum þess.
13. gr.
Á fyrsta fundi stjórnar skal stjórn skipa með sér verkum og kjósa úr sínum hópi ritara og gjaldkera.
14. gr.
Formaður er málsvari félagsins jafnt út á við sem inn á við. Hann stýrir fundum stjórnar og nefndastarfi nema kosinn sé sérstakur formaður í nefnd.
Ritari skipuleggur ráðstefnu- og félagsfundi og annast samskipti við önnur samtök
innanlands. Hann skal halda félagaskrá og gjörðabók félagsins.
Gjaldkeri annast fjáröflun, fjárreiður og bókhald félagsins. Hann hefur umboð til
fjárskuldbindinga og gerninga af hálfu þess samkvæmt samþykktum stjórnar.
15. gr.
Formaður boðar stjórnarfundi og er fundur löglegur sitji þrír stjórnar- eða varamenn
fundinn. Lágmark er að einn aðalstjórnarmeðlimur sitji hvern fund. Varamenn mega
ávallt sitja stjórnarfundi, atkvæðaréttur varamanna fer eftir sæti þeirra t.d. fær fyrsti
varamaður atkvæðisrétt framfyrir öðrum varamanni. Ávalt skal vera hægt að sitja
stjórnarfund í gegnum fjarskiptabúnað, og þá helst í gegnum myndsímtal.
Nefndarmenn sem sitja ekki í stjórn mega sitja stjórnarfundi sem áheyrnarfulltrúar og
hafa tillögurétt.
16. gr.
Stjórn boðar félagsfundi þegar henni þykir þörf á og ástæða er til. Þó skal stjórn
halda einn félagsfund á starfstíma sínum. 25 félagsmenn eða fleiri geta krafist
félagsfundar skriflega. Í kröfu skal greina frá ástæðu og rökstuðningi fyrir því að
krafist sé félagsfundar. Stjórn félagsins skal boða til félagsfundar innan viku frá
móttöku kröfunnar.
17. gr.
Haldinn skal félagsfundur fyrir kjördæmisþing þar sem valdir eru fulltrúar félagsins til
að mæta fyrir hönd UngFramsókn á kjördæmisþing að hverju sinni. Stjórn getur lagt
fram lista yfir fulltrúa á kjördæmisþing til samþykktar. Reyna skal eftir bestu getu að
halda kynjahlutföllum jöfnum sbr. 24. gr.
18. gr.
Haldin skal félagsfundur fyrir flokksþing þar sem valdir eru fulltrúar félagsins til að
mæta fyrir hönd UngFramsókn á flokksþing að hverju sinni. Reyna skal eftir bestu
getu að halda kynjahlutföllum jöfnum sbr. 24. gr.
19. gr.
Stjórn er heimilað að taka fólk af félagaskrá sé meirihluti fyrir því. Einnig er stjórninni
heimilt að taka þá af félagaskrá sem eru fullra 35 ára.
20. gr.
Stjórn telst óstarfhæf ef að aðalstjórn nær ekki fimm mönnum að meðtöldum
varamönnum. Einnig telst stjórn óstarfhæf ef ekki hefur verið boðað til aðalfundar
innan tilskilins tíma.
21.gr
2/3 stjórnarmanna geta lagt fram skriflega vantraustsyfirlýsingu til SUF á einn
embættismann eða fleiri í stjórn UngFramsókn. SUF tekur málið til sín.
IV. kafli
Fjármál
22. gr.
Reikningsár skal vera 1. apríl til 31. mars að ári liðnu.
Stjórn er heimilt að ákveða árlega félagsgjald. Stjórn er einnig heimilt að ákveða
hvort um valgreiðslu eða greiðsluskyldu sé að ræða hverju sinni.
Ekki þarf að leggja fram reikninga fyrir reikningsár ef velta þess árs er minni en
20.000 krónur.
Stjórn er heimilt að halda úti sameiginlegum reikning hjá öðru félagi innan
Framsóknarflokksins, eins og svæðisbundnum framsóknarfélagi eða Sambandi
ungra Framsóknarmanna.
V. kafli
Ýmis ákvæði
23. gr.
Ef ekki er annað tekið fram í lögum þessum skal einfaldur meirihluti stjórnar hvers
tíma ráða ákvörðun innan félagsins.
24. gr.
Við val í trúnaðarstörf, svo sem val nefndarmanna og fulltrúa á bæði kjördæmis- og
flokksþing, skal gæta þess eftir bestu getu að hlutur hvors kyns um sig sé eigi lakari
en 40%.
25. gr.
Fundarstjóri hefur rétt til þess að vísa fundargesti af fundi ef hann sér ástæðu til.
26. gr.
Hafi félagið verið óvirkt í 1 ár eða meira, eða stjórn sé óstarfhæf, getur félagsmaður,
í samráði við SUF boðað til lögbundins aðalfundar þar sem kosin verði ný stjórn.
27. gr.
Ef lög félagsins eru að öllu týnd þá falla þau úr gildi. Notast skal við lög SUF til
bráðabirgða, þar til ný lög eru samin eða þau gömlu finnast.
28. gr.
Allir fundir félagsins, þar á meðal aðalfundir, mega ávallt fara fram í gegnum
fjarfundarbúnað.