Lög Sigrúnar - Félags ungra Framsóknarmanna í Reykjavík
1. kafli - Heiti, tilgangur og félagsfesti.
1. gr. Heiti.
1.1. Félagið heitir Sigrún - Félag ungra Framsóknarmanna í Reykjavík
1.2. Starfsvæði félagsins er Reykjavíkurborg.
1.3. Merki félagsins er blár skjöldur í bakgrunni og frá neðri miðju hans vaxa tvær grænar greinar.
2. gr. Tilgangur.
2.1. Tilgangur félagsins er:
2.1.1. Að kynna stefnu Framsóknarflokksins og afla þeim fylgis meðal
ungs fólks.
2.1.2. Að auka áhuga og þekkingu ungs fólks á lands-, borgar- og
félagsmálum í samræmi við stefnu Framsóknarflokksins.
2.1.3. Að efla stjórnmála- og félagsþroska ungra framsóknarmanna og
gera þá hæfari til félagsstarfa.
2.1.4. Að starfsemin sé í samræmi við og lúti stefnuskrá og lögum
Framsóknarflokksins.
2.1.5 Standa fyrir fundum og ráðstefnum um lands- og borgarmál.
2.1.6 Stunda fræðslu- og kynningarstarfsemi.
2.1.7 Skrifa í fjölmiðla og taka þátt í opinberri umræðum.
2.1.8 Sinna almennu flokksstarfi í Framsóknarflokknum sem og almennu
æskulýðsstarfi
3. gr. Félagsfesti.
3.1. Félagar í Framsóknarflokknum á aldrinum 16 til 35 ára og eiga lögheimili í Reykjavík verða sjálfkrafa félagsmenn.
3.2. Framsóknarmenn, sem falla undir ákvæði 2.5. í lögum Framsóknarflokksins og eru á aldrinum 16 til 35 ára.
2. kafli. Um aðalfund.
4. gr. Valdsvið og tímasetning.
4.1. Aðalfundur hefur æðsta vald í málefnum Sigrúnar - Félags ungra Framsóknarmanna í Reykjavík
4.2. Aðalfund skal halda árlega og eigi síðar en 15. maí.
5. gr. Boðun, lögmæti og seturéttur.
5.1. Boða skal til aðalfundar með minnst viku fyrirvara á sannanlegan hátt. Í fundarboði skal getið dagskrár.
5.2. Aðalfundur er löglegur sé löglega boðað til hans.
5.3. Seturétt á aðalfundi með fullum atkvæðisrétti hafa þeir félagar, sem
skráðir eru í félagið a.m.k. 30 dögum fyrir aðalfund samkvæmt félagatali á
skrifstofu flokksins og hafa lögheimili í Reykjavík. Allir félagar í Sigrúnu hafa seturétt á aðalfundi með málfrelsi og tillögurétt.
5.4. Framboð til þeirra trúnaðarstarfa sem kosið er um á aðalfundi skulu
Berast stjórn eigi síðar en 2 sólarhringum fyrir aðalfund. Framboð síðar fram komin skulu einungis tekin gild sé ekki neitt framboð í umrædda ábyrgðarstöðu.
6. gr. Verkefni aðalfundar.
6.1. Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:
6.1.1. Fundarsetning.
6.1.2. Tilnefning eða kosning fundarstjóra og fundarritara.
6.1.3. Stjórn gefur skýrslu um starfsemi félagsins á liðnu starfsári.
6.1.4. Gjaldkeri flytur skýrslu um fjárhag félagsins og leggur fram reikninga.
6.1.5. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga.
6.1.6. Reikningar bornir upp til samþykktar.
6.1.7. Lagabreytingar, löglega fram bornar.
6.1.8. Kosin stjórn félagsins:
6.1.8.1. Formaður
6.1.8.2. 6 (sex) meðstjórnendur.
6.1.8.4. 6 (sex)einstaklingar í varastjórn.
6.1.9. Kosnir 2 (tveir) skoðunarmenn reikninga.
6.1.10. Kosnir 2 (tveir) skoðunarmenn reikninga til vara
6.1.11. Kosnir fulltrúar á kjördæmisþing KFR.
6.1.12. Önnur mál.
6.1.13. Fundarslit.
6.2. Stjórnarmenn eru kosnir til eins árs í senn eða á milli aðalfunda,
6.3. Á fyrsta fundi stjórnar skal stjórnin skipta með sér verkum og kjósa
varaformann, ritara og gjaldkera félagsins úr sínum röðum og mynda saman framkvæmdastjórn félagsins.
6.4. Þegar sérstaklega stendur á getur aðalfundur falið stjórn félagsins
að velja fulltrúa þess á kjördæmisþing KFR, sbr. 6.1.11.
6.5. Reikningsárið er almanaksárið en starfskýrsla stjórnar skal spanna
Tímann á milli aðalfunda.
3. kafli. Stjórn félagsins.
7. gr. Valdsvið og ábyrgð.
7.1. Stjórnin fer með æðsta vald í málum félagsins á milli aðalfunda.
7.2. Stjórnin ber ábyrgð á allri starfsemi félagsins með þeim skilmálum,
sem lög þessi ákveða.
7.3. Stjórnin ber ábyrgð á fjármálum félagsins.
7.4. Stjórnin ber ábyrgð á að farið sé eftir lögum félagsins og Framsóknarflokksins.
7.5. Stjórnin skal boða til almenns félagsfundar, þar sem kjósa ber aðal og
varafulltrúa félagsins á flokksþing.
7.5.1. Félagsfundur getur falið stjórn félagsins að ganga frá fulltrúalistum á flokksþing.
7.5.2. Framboð fulltrúa á flokksþing skulu berast stjórn eigi síðar en 3 sólarhringum fyrir félagsfundinn, sem boðaður hefur verið með minnst 7 daga fyrirvara.
8. gr. Helstu störf stjórnar.
8.1. Að annast daglegan rekstur félagsins.
8.2. Að stýra málefnum félagsins að öðru leyti en fellur undir 8.1.
8.3. Að fylgja eftir samþykktum aðalfunda félagsins og annarra löglega tekinna ákvarðana.
8.4. Að loknum aðalfundi skal stjórnin senda KFR skýrslu um starf
félagsins á liðnu starfsári og upplýsingar um stjórnarkjör.
4. kafli. Almenn ákvæði
9. gr. Afl atkvæða og fundarsköp.
9.1. Afl atkvæða ræður úrslitum við ákvörðunartöku innan félagsins nema annað sé tekið fram í lögum þessum.
9.2. Komi aðeins ein tilnefning eða jafnmargar og kjósa á til
trúnaðarstarfs í félaginu er um sjálfkjör að ræða.
9.3. Á fundum félagsins skal farið um fundarsköp eftir ákvæðum laga þessara og Framsóknarflokksins en þar sem á vantar að þau taki á tilviki því, sem um er fjallað, skal fara eftir fundarsköpum Alþingis, ef við á.
10. gr. Kjörgengi til trúnaðarstarfa.
10.1. Fulltrúar félagsins sem valdir eru til trúnaðarstarfa skulu hafa
lögheimili í Reykjavík eða vera félagar í Sigrúnu – félagi ungra framsóknarmanna í Reykjavík.
10.2. Við val manna til trúnaðar- og ábyrgðarstarfa á vegum félagsins skal hlutur hvors kyns ekki vera lægri en 40%, nema þegar gagnsæjar og augljósar ástæður eru því til fyrirstöðu.
11. gr. Lagabreytingar.
11.1. Lögum þessum verður aðeins breytt á aðalfundi og þarf til þess 2/3
greiddra atkvæða.
11.1.1. Lagabreytingar má aðeins taka fyrir, að þeirra hafi verið getið í
fundarboði.
11.2. Lagabreytingar öðlast þegar gildi eftir samþykkt þeirra og staðfestingu
stjórnar KFR.
11.3 Lög þessi taka þegar gildi, en eru háð staðfestingu stjórnar KFR.
Þannig samþykkt samhljóða á aðalfundi Sigrúnar þann 27. janúar 2019
1. gr. Heiti.
1.1. Félagið heitir Sigrún - Félag ungra Framsóknarmanna í Reykjavík
1.2. Starfsvæði félagsins er Reykjavíkurborg.
1.3. Merki félagsins er blár skjöldur í bakgrunni og frá neðri miðju hans vaxa tvær grænar greinar.
2. gr. Tilgangur.
2.1. Tilgangur félagsins er:
2.1.1. Að kynna stefnu Framsóknarflokksins og afla þeim fylgis meðal
ungs fólks.
2.1.2. Að auka áhuga og þekkingu ungs fólks á lands-, borgar- og
félagsmálum í samræmi við stefnu Framsóknarflokksins.
2.1.3. Að efla stjórnmála- og félagsþroska ungra framsóknarmanna og
gera þá hæfari til félagsstarfa.
2.1.4. Að starfsemin sé í samræmi við og lúti stefnuskrá og lögum
Framsóknarflokksins.
2.1.5 Standa fyrir fundum og ráðstefnum um lands- og borgarmál.
2.1.6 Stunda fræðslu- og kynningarstarfsemi.
2.1.7 Skrifa í fjölmiðla og taka þátt í opinberri umræðum.
2.1.8 Sinna almennu flokksstarfi í Framsóknarflokknum sem og almennu
æskulýðsstarfi
3. gr. Félagsfesti.
3.1. Félagar í Framsóknarflokknum á aldrinum 16 til 35 ára og eiga lögheimili í Reykjavík verða sjálfkrafa félagsmenn.
3.2. Framsóknarmenn, sem falla undir ákvæði 2.5. í lögum Framsóknarflokksins og eru á aldrinum 16 til 35 ára.
2. kafli. Um aðalfund.
4. gr. Valdsvið og tímasetning.
4.1. Aðalfundur hefur æðsta vald í málefnum Sigrúnar - Félags ungra Framsóknarmanna í Reykjavík
4.2. Aðalfund skal halda árlega og eigi síðar en 15. maí.
5. gr. Boðun, lögmæti og seturéttur.
5.1. Boða skal til aðalfundar með minnst viku fyrirvara á sannanlegan hátt. Í fundarboði skal getið dagskrár.
5.2. Aðalfundur er löglegur sé löglega boðað til hans.
5.3. Seturétt á aðalfundi með fullum atkvæðisrétti hafa þeir félagar, sem
skráðir eru í félagið a.m.k. 30 dögum fyrir aðalfund samkvæmt félagatali á
skrifstofu flokksins og hafa lögheimili í Reykjavík. Allir félagar í Sigrúnu hafa seturétt á aðalfundi með málfrelsi og tillögurétt.
5.4. Framboð til þeirra trúnaðarstarfa sem kosið er um á aðalfundi skulu
Berast stjórn eigi síðar en 2 sólarhringum fyrir aðalfund. Framboð síðar fram komin skulu einungis tekin gild sé ekki neitt framboð í umrædda ábyrgðarstöðu.
6. gr. Verkefni aðalfundar.
6.1. Dagskrá aðalfundar skal vera sem hér segir:
6.1.1. Fundarsetning.
6.1.2. Tilnefning eða kosning fundarstjóra og fundarritara.
6.1.3. Stjórn gefur skýrslu um starfsemi félagsins á liðnu starfsári.
6.1.4. Gjaldkeri flytur skýrslu um fjárhag félagsins og leggur fram reikninga.
6.1.5. Umræður um skýrslu stjórnar og reikninga.
6.1.6. Reikningar bornir upp til samþykktar.
6.1.7. Lagabreytingar, löglega fram bornar.
6.1.8. Kosin stjórn félagsins:
6.1.8.1. Formaður
6.1.8.2. 6 (sex) meðstjórnendur.
6.1.8.4. 6 (sex)einstaklingar í varastjórn.
6.1.9. Kosnir 2 (tveir) skoðunarmenn reikninga.
6.1.10. Kosnir 2 (tveir) skoðunarmenn reikninga til vara
6.1.11. Kosnir fulltrúar á kjördæmisþing KFR.
6.1.12. Önnur mál.
6.1.13. Fundarslit.
6.2. Stjórnarmenn eru kosnir til eins árs í senn eða á milli aðalfunda,
6.3. Á fyrsta fundi stjórnar skal stjórnin skipta með sér verkum og kjósa
varaformann, ritara og gjaldkera félagsins úr sínum röðum og mynda saman framkvæmdastjórn félagsins.
6.4. Þegar sérstaklega stendur á getur aðalfundur falið stjórn félagsins
að velja fulltrúa þess á kjördæmisþing KFR, sbr. 6.1.11.
6.5. Reikningsárið er almanaksárið en starfskýrsla stjórnar skal spanna
Tímann á milli aðalfunda.
3. kafli. Stjórn félagsins.
7. gr. Valdsvið og ábyrgð.
7.1. Stjórnin fer með æðsta vald í málum félagsins á milli aðalfunda.
7.2. Stjórnin ber ábyrgð á allri starfsemi félagsins með þeim skilmálum,
sem lög þessi ákveða.
7.3. Stjórnin ber ábyrgð á fjármálum félagsins.
7.4. Stjórnin ber ábyrgð á að farið sé eftir lögum félagsins og Framsóknarflokksins.
7.5. Stjórnin skal boða til almenns félagsfundar, þar sem kjósa ber aðal og
varafulltrúa félagsins á flokksþing.
7.5.1. Félagsfundur getur falið stjórn félagsins að ganga frá fulltrúalistum á flokksþing.
7.5.2. Framboð fulltrúa á flokksþing skulu berast stjórn eigi síðar en 3 sólarhringum fyrir félagsfundinn, sem boðaður hefur verið með minnst 7 daga fyrirvara.
8. gr. Helstu störf stjórnar.
8.1. Að annast daglegan rekstur félagsins.
8.2. Að stýra málefnum félagsins að öðru leyti en fellur undir 8.1.
8.3. Að fylgja eftir samþykktum aðalfunda félagsins og annarra löglega tekinna ákvarðana.
8.4. Að loknum aðalfundi skal stjórnin senda KFR skýrslu um starf
félagsins á liðnu starfsári og upplýsingar um stjórnarkjör.
4. kafli. Almenn ákvæði
9. gr. Afl atkvæða og fundarsköp.
9.1. Afl atkvæða ræður úrslitum við ákvörðunartöku innan félagsins nema annað sé tekið fram í lögum þessum.
9.2. Komi aðeins ein tilnefning eða jafnmargar og kjósa á til
trúnaðarstarfs í félaginu er um sjálfkjör að ræða.
9.3. Á fundum félagsins skal farið um fundarsköp eftir ákvæðum laga þessara og Framsóknarflokksins en þar sem á vantar að þau taki á tilviki því, sem um er fjallað, skal fara eftir fundarsköpum Alþingis, ef við á.
10. gr. Kjörgengi til trúnaðarstarfa.
10.1. Fulltrúar félagsins sem valdir eru til trúnaðarstarfa skulu hafa
lögheimili í Reykjavík eða vera félagar í Sigrúnu – félagi ungra framsóknarmanna í Reykjavík.
10.2. Við val manna til trúnaðar- og ábyrgðarstarfa á vegum félagsins skal hlutur hvors kyns ekki vera lægri en 40%, nema þegar gagnsæjar og augljósar ástæður eru því til fyrirstöðu.
11. gr. Lagabreytingar.
11.1. Lögum þessum verður aðeins breytt á aðalfundi og þarf til þess 2/3
greiddra atkvæða.
11.1.1. Lagabreytingar má aðeins taka fyrir, að þeirra hafi verið getið í
fundarboði.
11.2. Lagabreytingar öðlast þegar gildi eftir samþykkt þeirra og staðfestingu
stjórnar KFR.
11.3 Lög þessi taka þegar gildi, en eru háð staðfestingu stjórnar KFR.
Þannig samþykkt samhljóða á aðalfundi Sigrúnar þann 27. janúar 2019