Lög FUFAN - Félag ungra Framsóknarmanna á Akureyri og nágrenni
1. gr.
Félagið heitir Félag ungra Framsóknarmanna á Akureyri og nágrenni, skammstafað F.U.F.A.N.
2. gr.
Tilgangur félagsins er:
- að auka áhuga og þekkingu ungs fólks á landsmálum, félagsmálum og bæjarmálum,
- að kynna og efla starf og stefnu Framsóknarflokksins og vinna að vexti hans og viðgangi,
- að útbreiða þekkingu á og vinna fylgi samvinnustefnunni, félagslegri samhjálp og samvinnu,
- að gera félagsmenn sem hæfasta til stjórnmála- og félagsstarfs.
3. gr.
Tilgangi sínum vill félagið ná með því að halda almenna umræðu- og fræðslufundi um lands- og bæjarmál almennt, svo og að fá færa menn til þess að flytja fyrirlestra um samvinnumál og önnur stefnumál Framsóknarflokksins. Félagið skal gagnast fyrir stjórnmálanámskeiðum til að efla félagsmenn í ræðumennsku og fundarstörfum.
4. gr.
Meðlimir geta þeir orðið sem eru fylgjandi stefnu Framsóknarflokksins, eru á aldrinum 14-35 ára, eiga lögheimili á félagssvæðinu eða dvelja þar langdvölum og eru ekki í öðrum stjórnmálasamtökum sem ganga gegn stefnu Framsóknarflokksins.
5. gr.
Inntökubeiðni skal vera skrifleg og undirrituð af þeim sem óskað inngöngu í félagið. Hlutaðeigandi er löglegur meðlimur er stjórn félagsins hefur samþykkt inntökubeiðni hans. Stjórn félagsins ákveður nánar form inntökubeiðna.
6. gr.
Árgjald félagsmanna skal ákveða árlega á aðalfundi. Heimilt er stjórn félagsins að innheimta lægra gjald en ákveðið er hjá skólafólki. Afhenda skal skírteini þeim er greitt hafa árgjald og gildir það sem aðgöngumiði að fundum félagsins.
7. gr.
Fari meðlimur í framboð eða starfi á annan hátt innan annarra stjórnmálaflokka eða - samtaka, skal líta á það sem úrsögn úr félaginu. Heimilt er stjórn félagsins að taka þá af félagsskrá sem ekki hefur greitt árgjald sitt tvö ár í röð.
Félagsmenn ganga sjálfkrafa úr félaginu þegar þeir ná 36 ára aldri.
8. gr.
Á fundum félagsins ræður einfaldur meirihluti atkvæða úrslitum.
9. gr.
Félagið kýs 5 manna stjórn á aðalfundi er haldinn skal fyrir nóvemberlok ár hvert. Formaður skal kosinn sérstakri kosningu en síðan 4 meðstjórnendur. Ritara og gjaldkera velur stjórn þegar eftir aðalfund. Þar skulu og kosnir rveir varamenn í stjórnina, þá skal kjósa einn endurskoðanda og varamann hans.
10. gr.
Félagið kýs á aðalfundi fulltrúa á kjördæmisþing samkvæmt lögum kjördæmissambandsins.
11. gr.
Félagið kýs á aðalfundi fulltrúa á þing SUF. Kosning má þó fara fram á löglega boðuðum aukafundi.
12. gr.
Á aðalfundi skýrir fráfarandi stjórn frá starfi félagsins á liðnu starfsári og leggur fram endurskoðaða reikninga þess til samþykktar. Þá skulu kosnir embættismenn félagsins.
13. gr.
Allar ksoningar skulu vera skriflegar. Komi fram tillaga um jafnmarga og kjósa á teljast þeir sjálfkjörnir.
14. gr.
Reikningsár félagsins skal vera á milli tveggja aðalfunda.
15. gr.
Stjórnin skal sjá um að tilnefna trúnaðarmenn fyrir félagið, einn í hverri sveit á félagssvæðinu. Þeir skulu sjá um innheimtu árgjalda, söfnun nýrra félaga og vera virkur tengiliður milli stjórnar félagsins og félaganna heima í sveitum.
16. gr.
Félagið skal halda fundi til umræðu og kynningu svo oft sem aðstæður leyfa.
17. gr.
Allir fundir skulu boðaðir skriflega eða í blaði flokksins og með nægum fyrirvara og sé dagskrárliða getið í fundarboði ef auðið er.
18. gr.
Stjórn félagsins skal senda stjórn SUF skýrslu um hver áramót um félagsstarfið á liðnu ári.
19. gr.
Lög þessi öðlast gildi þegar þau hafa verið samþykkt á félagsfundi og undirrituð af stjórn félagsins.
20. gr.
Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi enda skulu lagabreytingar auglýstar í fundarboði.
Til þess að tillaga um lagabreytingu nái fram að ganga þarf hún að hljóta stuðning minnst 2/3 hluta greiddra atkvæða.
Félagið heitir Félag ungra Framsóknarmanna á Akureyri og nágrenni, skammstafað F.U.F.A.N.
2. gr.
Tilgangur félagsins er:
- að auka áhuga og þekkingu ungs fólks á landsmálum, félagsmálum og bæjarmálum,
- að kynna og efla starf og stefnu Framsóknarflokksins og vinna að vexti hans og viðgangi,
- að útbreiða þekkingu á og vinna fylgi samvinnustefnunni, félagslegri samhjálp og samvinnu,
- að gera félagsmenn sem hæfasta til stjórnmála- og félagsstarfs.
3. gr.
Tilgangi sínum vill félagið ná með því að halda almenna umræðu- og fræðslufundi um lands- og bæjarmál almennt, svo og að fá færa menn til þess að flytja fyrirlestra um samvinnumál og önnur stefnumál Framsóknarflokksins. Félagið skal gagnast fyrir stjórnmálanámskeiðum til að efla félagsmenn í ræðumennsku og fundarstörfum.
4. gr.
Meðlimir geta þeir orðið sem eru fylgjandi stefnu Framsóknarflokksins, eru á aldrinum 14-35 ára, eiga lögheimili á félagssvæðinu eða dvelja þar langdvölum og eru ekki í öðrum stjórnmálasamtökum sem ganga gegn stefnu Framsóknarflokksins.
5. gr.
Inntökubeiðni skal vera skrifleg og undirrituð af þeim sem óskað inngöngu í félagið. Hlutaðeigandi er löglegur meðlimur er stjórn félagsins hefur samþykkt inntökubeiðni hans. Stjórn félagsins ákveður nánar form inntökubeiðna.
6. gr.
Árgjald félagsmanna skal ákveða árlega á aðalfundi. Heimilt er stjórn félagsins að innheimta lægra gjald en ákveðið er hjá skólafólki. Afhenda skal skírteini þeim er greitt hafa árgjald og gildir það sem aðgöngumiði að fundum félagsins.
7. gr.
Fari meðlimur í framboð eða starfi á annan hátt innan annarra stjórnmálaflokka eða - samtaka, skal líta á það sem úrsögn úr félaginu. Heimilt er stjórn félagsins að taka þá af félagsskrá sem ekki hefur greitt árgjald sitt tvö ár í röð.
Félagsmenn ganga sjálfkrafa úr félaginu þegar þeir ná 36 ára aldri.
8. gr.
Á fundum félagsins ræður einfaldur meirihluti atkvæða úrslitum.
9. gr.
Félagið kýs 5 manna stjórn á aðalfundi er haldinn skal fyrir nóvemberlok ár hvert. Formaður skal kosinn sérstakri kosningu en síðan 4 meðstjórnendur. Ritara og gjaldkera velur stjórn þegar eftir aðalfund. Þar skulu og kosnir rveir varamenn í stjórnina, þá skal kjósa einn endurskoðanda og varamann hans.
10. gr.
Félagið kýs á aðalfundi fulltrúa á kjördæmisþing samkvæmt lögum kjördæmissambandsins.
11. gr.
Félagið kýs á aðalfundi fulltrúa á þing SUF. Kosning má þó fara fram á löglega boðuðum aukafundi.
12. gr.
Á aðalfundi skýrir fráfarandi stjórn frá starfi félagsins á liðnu starfsári og leggur fram endurskoðaða reikninga þess til samþykktar. Þá skulu kosnir embættismenn félagsins.
13. gr.
Allar ksoningar skulu vera skriflegar. Komi fram tillaga um jafnmarga og kjósa á teljast þeir sjálfkjörnir.
14. gr.
Reikningsár félagsins skal vera á milli tveggja aðalfunda.
15. gr.
Stjórnin skal sjá um að tilnefna trúnaðarmenn fyrir félagið, einn í hverri sveit á félagssvæðinu. Þeir skulu sjá um innheimtu árgjalda, söfnun nýrra félaga og vera virkur tengiliður milli stjórnar félagsins og félaganna heima í sveitum.
16. gr.
Félagið skal halda fundi til umræðu og kynningu svo oft sem aðstæður leyfa.
17. gr.
Allir fundir skulu boðaðir skriflega eða í blaði flokksins og með nægum fyrirvara og sé dagskrárliða getið í fundarboði ef auðið er.
18. gr.
Stjórn félagsins skal senda stjórn SUF skýrslu um hver áramót um félagsstarfið á liðnu ári.
19. gr.
Lög þessi öðlast gildi þegar þau hafa verið samþykkt á félagsfundi og undirrituð af stjórn félagsins.
20. gr.
Lögum þessum má aðeins breyta á aðalfundi enda skulu lagabreytingar auglýstar í fundarboði.
Til þess að tillaga um lagabreytingu nái fram að ganga þarf hún að hljóta stuðning minnst 2/3 hluta greiddra atkvæða.