Lög félags ungra Framsóknarmanna í Kópavogi
Lög Geirdals - Félag ungra Framsóknarmanna í Kópavogi
1. kafli – Tilgangur og hlutverk.
1.1
Geirdal félag ungra Framsóknarmanna í Kópvogi er nafn félagsins og starfar innan Framsóknarflokksins, hér eftir nefnt Geirdal. Aðsetur þess og varnarþing er í Kópavogi. Tilgangur félagsins er að hafa umsjón með félagsstarfi ungra Framsóknarmanna í bæjarfélaginu.
2. kafli – Um félagsmenn.
2.1
Félagar Geirdals eru þeir félagar í Framsóknarflokknum sem eru á aldursbilinu 16 til 35 ára og eiga lögheimili í Kópavogi. Einnig geta félagsmenn í Framsóknarflokknum á aldrinum 16 til 35 ára orðið félagar ef óskað er sérstaklega eftir inngöngu.
3. kafli – Um aðalfund.
3.1
Aðalfundur hefur æðsta vald í málefnum Geirdals.
3.2
Aðalfund skal halda árlega fyrir 15. maí. Stjórn Geirdals boðar til aðalfundar. Boða skal til aðalfundar með a.m.k. 7 daga fyrirvara, bréflega, með tölvupósti eða á annan óvefengjanlegan hátt. Í aðalfundarboði skal getið dagskrár. Aðalfundur er löglegur sé löglega til hans boðað.
3.3
Allir félagsmenn í Geirdals hafa rétt til setu á aðalfundi með fullum réttindum. Atkvæðisrétt á aðalfundi hafa þeir sem hafa skráð sig í Framsóknarflokkinn fyrir aðalfund samkvæmt félagatali á skrifstofu flokksins.
3.4
Á aðalfundi skal kosið í eftirfarandi embætti:
a) Formann
b) fjóra í stjórn félagsins
c) að hámarki fimm manns í varastjórn
4. kafli – Um stjórn Geirdals.
4.1
Stjórn Geirdals skipa formaður Geirdals ásamt 4 aðalmönnum kosnum á aðalfundi.
4.2
Stjórn Geirdals ber ábyrgð á öllu innra starfi Geirdals. Stjórn Geirdals skal flytja skýrslu um störf sín á aðalfundi.
4.3
Formaður boðar fundi stjórnar og er fundur löglegur sitji a.m.k. þrír aðal- eða varamenn stjórnar fund. Varamenn taka sæti við atkvæðagreiðslu stjórnar séu aðalstjórnarmenn fjarverandi. Meirihluti stjórnar getur krafist þess að fundur verði boðaður og skal þá formaður boða fund innan 10 daga.
4.4
Á fyrsta fundi sínum skal nýkjörin stjórn Geirdals kjósa úr sínum hópi varaformann, ritara, gjaldkera og meðstjórnanda. Stjórnin setur sér starfsreglur á fyrsta fundi.
Hlutverk og ábyrgð einstakra stjórnarmanna er eftirfarandi:
a) Formaður: Er málsvari Geirdals jafnt út á við sem inn á við.
b) Varaformaður: Varaformaður er staðgengill formanns og gegnir störfum formanns í forföllum hans.
c) Gjaldkeri sér um allar fjárreiður Geirdals og heldur bókhald sambandsins, varðveitir fylgiskjöl og annast alla nauðsynlega samningagerð því tengda. Gjaldkeri ber einnig ábyrgð á skipulagningu fjáraflana Geirdals.
d) Ritari: Ritari heldur fundargerðir Geirdals á fundum stjórnar. Ritari ber ábyrgð á útsendingu fundargerða. Ritari skal sjá um að varðveita samþykktir og sjá til þess að þær séu aðgengilegar.
e)Meðstjórnandi: Ritstjóri er umsjónarmaður vefveru Geirdals. Meðstjórnandi sér einnig um að senda út ályktanir og annað efni á fjölmiðla sé þess óskað af stjórn.
4.5
Hverfi formaður Geirdals frá störfum áður en kjörtímabili hans lýkur þá tekur varaformaður við sem formaður í hans stað. Skal þá stjórn Geirdals kjósa nýjan varaformann.
Hverfi stjórnarmaður frá störfum áður en kjörtímabili hans lýkur skal bjóða fyrsta varastjórnarmanni að taka sæti hans í stjórn, þá öðrum og síðan koll af kolli. Stjórn Geirdals staðfestir inntöku nýs stjórnarmanns.
Hverfi einhver embættismaður á vegum Geirdals, annar en formaður, frá störfum skal stjórn Geirdals kjósa nýjan í hans stað.
5. kafli – Ýmis ákvæði
5.1
Þegar formaður, staðgengill hans eða aðrir stjórnarmenn koma fram fyrir hönd félagsins opinberlega skulu þeir gæta fyllstu háttvísi.
5.2
Allar kosningar samkvæmt lögum þessum skulu vera skriflegar, ef þess er óskað, og skulu atkvæðaseðlar jafnan eyðilagðir að lokinni kosningu.
5.3
Ef ekki er annað tekið fram í lögum þessum skal einfaldur meirihluti ráða ákvörðun innan Geirdals.
5.4
Leggja skal breytingar á lögunum til Kjördæmissamband framsóknarfélaganna í Suðvesturkjördæmi til staðfestingar.
5.5
Lög þessi öðlast nú þegar gildi með fyrirvara um samþykki Kjördæmissamband framsóknarfélaganna í Suðvesturkjördæmi.
1. kafli – Tilgangur og hlutverk.
1.1
Geirdal félag ungra Framsóknarmanna í Kópvogi er nafn félagsins og starfar innan Framsóknarflokksins, hér eftir nefnt Geirdal. Aðsetur þess og varnarþing er í Kópavogi. Tilgangur félagsins er að hafa umsjón með félagsstarfi ungra Framsóknarmanna í bæjarfélaginu.
2. kafli – Um félagsmenn.
2.1
Félagar Geirdals eru þeir félagar í Framsóknarflokknum sem eru á aldursbilinu 16 til 35 ára og eiga lögheimili í Kópavogi. Einnig geta félagsmenn í Framsóknarflokknum á aldrinum 16 til 35 ára orðið félagar ef óskað er sérstaklega eftir inngöngu.
3. kafli – Um aðalfund.
3.1
Aðalfundur hefur æðsta vald í málefnum Geirdals.
3.2
Aðalfund skal halda árlega fyrir 15. maí. Stjórn Geirdals boðar til aðalfundar. Boða skal til aðalfundar með a.m.k. 7 daga fyrirvara, bréflega, með tölvupósti eða á annan óvefengjanlegan hátt. Í aðalfundarboði skal getið dagskrár. Aðalfundur er löglegur sé löglega til hans boðað.
3.3
Allir félagsmenn í Geirdals hafa rétt til setu á aðalfundi með fullum réttindum. Atkvæðisrétt á aðalfundi hafa þeir sem hafa skráð sig í Framsóknarflokkinn fyrir aðalfund samkvæmt félagatali á skrifstofu flokksins.
3.4
Á aðalfundi skal kosið í eftirfarandi embætti:
a) Formann
b) fjóra í stjórn félagsins
c) að hámarki fimm manns í varastjórn
4. kafli – Um stjórn Geirdals.
4.1
Stjórn Geirdals skipa formaður Geirdals ásamt 4 aðalmönnum kosnum á aðalfundi.
4.2
Stjórn Geirdals ber ábyrgð á öllu innra starfi Geirdals. Stjórn Geirdals skal flytja skýrslu um störf sín á aðalfundi.
4.3
Formaður boðar fundi stjórnar og er fundur löglegur sitji a.m.k. þrír aðal- eða varamenn stjórnar fund. Varamenn taka sæti við atkvæðagreiðslu stjórnar séu aðalstjórnarmenn fjarverandi. Meirihluti stjórnar getur krafist þess að fundur verði boðaður og skal þá formaður boða fund innan 10 daga.
4.4
Á fyrsta fundi sínum skal nýkjörin stjórn Geirdals kjósa úr sínum hópi varaformann, ritara, gjaldkera og meðstjórnanda. Stjórnin setur sér starfsreglur á fyrsta fundi.
Hlutverk og ábyrgð einstakra stjórnarmanna er eftirfarandi:
a) Formaður: Er málsvari Geirdals jafnt út á við sem inn á við.
b) Varaformaður: Varaformaður er staðgengill formanns og gegnir störfum formanns í forföllum hans.
c) Gjaldkeri sér um allar fjárreiður Geirdals og heldur bókhald sambandsins, varðveitir fylgiskjöl og annast alla nauðsynlega samningagerð því tengda. Gjaldkeri ber einnig ábyrgð á skipulagningu fjáraflana Geirdals.
d) Ritari: Ritari heldur fundargerðir Geirdals á fundum stjórnar. Ritari ber ábyrgð á útsendingu fundargerða. Ritari skal sjá um að varðveita samþykktir og sjá til þess að þær séu aðgengilegar.
e)Meðstjórnandi: Ritstjóri er umsjónarmaður vefveru Geirdals. Meðstjórnandi sér einnig um að senda út ályktanir og annað efni á fjölmiðla sé þess óskað af stjórn.
4.5
Hverfi formaður Geirdals frá störfum áður en kjörtímabili hans lýkur þá tekur varaformaður við sem formaður í hans stað. Skal þá stjórn Geirdals kjósa nýjan varaformann.
Hverfi stjórnarmaður frá störfum áður en kjörtímabili hans lýkur skal bjóða fyrsta varastjórnarmanni að taka sæti hans í stjórn, þá öðrum og síðan koll af kolli. Stjórn Geirdals staðfestir inntöku nýs stjórnarmanns.
Hverfi einhver embættismaður á vegum Geirdals, annar en formaður, frá störfum skal stjórn Geirdals kjósa nýjan í hans stað.
5. kafli – Ýmis ákvæði
5.1
Þegar formaður, staðgengill hans eða aðrir stjórnarmenn koma fram fyrir hönd félagsins opinberlega skulu þeir gæta fyllstu háttvísi.
5.2
Allar kosningar samkvæmt lögum þessum skulu vera skriflegar, ef þess er óskað, og skulu atkvæðaseðlar jafnan eyðilagðir að lokinni kosningu.
5.3
Ef ekki er annað tekið fram í lögum þessum skal einfaldur meirihluti ráða ákvörðun innan Geirdals.
5.4
Leggja skal breytingar á lögunum til Kjördæmissamband framsóknarfélaganna í Suðvesturkjördæmi til staðfestingar.
5.5
Lög þessi öðlast nú þegar gildi með fyrirvara um samþykki Kjördæmissamband framsóknarfélaganna í Suðvesturkjördæmi.