Lög félags ungra Framsóknarmanna í Austur - Skaftafellssýslu
1. gr.
Félagið heitir Félag ungra framsóknarmanna í Austur – Skaftafellssýslu.
Félagssvæði þess er Austur – Skaftafellssýsla.
2. gr.
Tilgangur félagsins er:
a) að auka áhuga og þekkingu ungs fólks á samfélagsmálum
b) að kynna og efla starf og stefnu Framsóknarflokksins og vinna að vexti hans og
viðgangi.
c) að útbreiða þekkingu á og vinna fylgi félagslegri samhjálp og samvinnu.
d) að gera félagsmenn sem hæfasta til að starfa í þágu samfélagsins.
3. gr.
Félagar geta þeir orðið sem eru fylgjandi stefnu Framsóknarflokksins, eru á aldrinum 16 - 35
ára, eiga lögheimili á félagssvæðinu eða dvelja þar langdvölum og eru ekki í öðrum
stjórnmálasamtökum.
4. gr.
Inntökubeiðni skal vera skrifleg eða rafræn og undirrituð eða staðfest með óyggjandi hætti
af þeim sem óskar inngöngu í félagið. Um skráningu og réttindi félagsmanna fer að öðru
leyti eftir lögum Framsóknarflokksins.
5. gr.
Stjórn er heimilt að láta félagsmeðlimi greiða árlegt félagsgjald og skal aðalfundur ákveða upphæð þess.
6. gr.
Fari félagsmaður í framboð eða starfi á annan hátt innan annarra stjórnmálaflokka eða -
samtaka, skal líta á það sem úrsögn úr félaginu. Stjórn félagsins er jafnframt heimilt að líta
á það sem úrsögn ef félagsmaður greiðir ekki félagsgjald tvö ár í röð. Félagsmenn ganga
sjálfkrafa úr félaginu í lok þess árs, sem þeir ná 35 ára aldri og færast þá upp í almennt
félag eða kvenfélag skv. ákvæðum laga Framsóknarflokksins.
7. gr.
Á fundum félagsins ræður einfaldur meirihluti atkvæða úrslitum, nema þegar um
lagabreytingar er að ræða sbr. 20. gr.
8. gr.
Félagið kýs 5 manna stjórn á aðalfundi er haldinn skal árlega a.m.k. tveimur vikum fyrir
reglulegt kjördæmisþing þess kjördæmissambands sem félagið á aðild að. Formaður skal
kosinn sérstakri kosningu en síðan fjórir aðalmenn í stjórn og tveir til vara. Þá skal kjósa einn
skoðunarmann reikninga og varamann hans.
9. gr
Í stjórn félagsins eiga sæti formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri og meðstjórnandi.
Formaður er kosinn sérstakri kosningu sbr. 9. gr. en stjórn skiptir að öðru leyti með sér
verkum. Formaður boðar fundi stjórnar og stýrir þeim.
10. gr.
Félagið kýs á aðalfundi eftir því sem við á, fulltrúa á kjördæmisþing samkvæmt lögum
kjördæmissambandsins, fulltrúa á flokksþing skv. lögum Framsóknarflokksins og fulltrúa á
þing Sambands ungra framsóknarmanna skv. lögum SUF. Allar þessar kosningar mega þó
einnig fara fram á löglega boðuðum aukafundi. Heimilt er ef nauðsyn krefur að fela stjórn
félagsins að tilnefna fulltrúa ef aðal- eða félagsfundur samþykkir.
11. gr.
Á aðalfundi skýrir fráfarandi stjórn frá starfi félagsins á liðnu starfsári og leggur fram
endurskoðaða reikninga þess til samþykktar. Þá skulu kosnir embættismenn félagsins. skv.
lögum þessum
12. gr.
Ef kosið er á milli einstaklinga á fundum félagsins skulu allar kosningar vera skriflegar. Komi
fram tillaga um jafnmarga og kjósa á teljast þeir sjálfkjörnir.
13. gr.
Reikningsár félagsins skal vera almanaksárið. Fari tekjur félagsins á einu almanaksári yfir
300.000 kr. skal skila til Framsóknarflokksins skoðuðum ársreikningi svo fljótt sem verða má
eftir að reikningsári lýkur skv. leiðbeiningum sem flokkurinn lætur í té
14. gr.
Stjórnin skal leggja sig fram um að hægt sé að koma upplýsingum til félagsmanna með
auðveldum hætti t.d. með því að safna netföngum þeirra.
15. gr.
Heimilt er að kjósa fulltrúaráð á aðalfundi ef ástæða þykir til. Þá er kjörinn einn fulltrúi fyrir
hvern hafinn tug í fjölda félagsmanna. Hlutverk fulltrúaráðs er að vera stjórn til ráðuneytis
um starf félagsins og vinna með henni að tilgangi þess skv. 2. gr. Stjórn og varastjórn er
sjálfkjörin í fulltrúaráð.
16. gr.
Allir fundir skulu boðaðir skriflega, með almennri auglýsingu eða á annan óvefengjanlegan
hátt. Fundi skal boða með a.m.k. 7 daga fyrirvara og sé dagskrárliða getið í fundarboði ef
auðið er.
Félagið heitir Félag ungra framsóknarmanna í Austur – Skaftafellssýslu.
Félagssvæði þess er Austur – Skaftafellssýsla.
2. gr.
Tilgangur félagsins er:
a) að auka áhuga og þekkingu ungs fólks á samfélagsmálum
b) að kynna og efla starf og stefnu Framsóknarflokksins og vinna að vexti hans og
viðgangi.
c) að útbreiða þekkingu á og vinna fylgi félagslegri samhjálp og samvinnu.
d) að gera félagsmenn sem hæfasta til að starfa í þágu samfélagsins.
3. gr.
Félagar geta þeir orðið sem eru fylgjandi stefnu Framsóknarflokksins, eru á aldrinum 16 - 35
ára, eiga lögheimili á félagssvæðinu eða dvelja þar langdvölum og eru ekki í öðrum
stjórnmálasamtökum.
4. gr.
Inntökubeiðni skal vera skrifleg eða rafræn og undirrituð eða staðfest með óyggjandi hætti
af þeim sem óskar inngöngu í félagið. Um skráningu og réttindi félagsmanna fer að öðru
leyti eftir lögum Framsóknarflokksins.
5. gr.
Stjórn er heimilt að láta félagsmeðlimi greiða árlegt félagsgjald og skal aðalfundur ákveða upphæð þess.
6. gr.
Fari félagsmaður í framboð eða starfi á annan hátt innan annarra stjórnmálaflokka eða -
samtaka, skal líta á það sem úrsögn úr félaginu. Stjórn félagsins er jafnframt heimilt að líta
á það sem úrsögn ef félagsmaður greiðir ekki félagsgjald tvö ár í röð. Félagsmenn ganga
sjálfkrafa úr félaginu í lok þess árs, sem þeir ná 35 ára aldri og færast þá upp í almennt
félag eða kvenfélag skv. ákvæðum laga Framsóknarflokksins.
7. gr.
Á fundum félagsins ræður einfaldur meirihluti atkvæða úrslitum, nema þegar um
lagabreytingar er að ræða sbr. 20. gr.
8. gr.
Félagið kýs 5 manna stjórn á aðalfundi er haldinn skal árlega a.m.k. tveimur vikum fyrir
reglulegt kjördæmisþing þess kjördæmissambands sem félagið á aðild að. Formaður skal
kosinn sérstakri kosningu en síðan fjórir aðalmenn í stjórn og tveir til vara. Þá skal kjósa einn
skoðunarmann reikninga og varamann hans.
9. gr
Í stjórn félagsins eiga sæti formaður, varaformaður, ritari, gjaldkeri og meðstjórnandi.
Formaður er kosinn sérstakri kosningu sbr. 9. gr. en stjórn skiptir að öðru leyti með sér
verkum. Formaður boðar fundi stjórnar og stýrir þeim.
10. gr.
Félagið kýs á aðalfundi eftir því sem við á, fulltrúa á kjördæmisþing samkvæmt lögum
kjördæmissambandsins, fulltrúa á flokksþing skv. lögum Framsóknarflokksins og fulltrúa á
þing Sambands ungra framsóknarmanna skv. lögum SUF. Allar þessar kosningar mega þó
einnig fara fram á löglega boðuðum aukafundi. Heimilt er ef nauðsyn krefur að fela stjórn
félagsins að tilnefna fulltrúa ef aðal- eða félagsfundur samþykkir.
11. gr.
Á aðalfundi skýrir fráfarandi stjórn frá starfi félagsins á liðnu starfsári og leggur fram
endurskoðaða reikninga þess til samþykktar. Þá skulu kosnir embættismenn félagsins. skv.
lögum þessum
12. gr.
Ef kosið er á milli einstaklinga á fundum félagsins skulu allar kosningar vera skriflegar. Komi
fram tillaga um jafnmarga og kjósa á teljast þeir sjálfkjörnir.
13. gr.
Reikningsár félagsins skal vera almanaksárið. Fari tekjur félagsins á einu almanaksári yfir
300.000 kr. skal skila til Framsóknarflokksins skoðuðum ársreikningi svo fljótt sem verða má
eftir að reikningsári lýkur skv. leiðbeiningum sem flokkurinn lætur í té
14. gr.
Stjórnin skal leggja sig fram um að hægt sé að koma upplýsingum til félagsmanna með
auðveldum hætti t.d. með því að safna netföngum þeirra.
15. gr.
Heimilt er að kjósa fulltrúaráð á aðalfundi ef ástæða þykir til. Þá er kjörinn einn fulltrúi fyrir
hvern hafinn tug í fjölda félagsmanna. Hlutverk fulltrúaráðs er að vera stjórn til ráðuneytis
um starf félagsins og vinna með henni að tilgangi þess skv. 2. gr. Stjórn og varastjórn er
sjálfkjörin í fulltrúaráð.
16. gr.
Allir fundir skulu boðaðir skriflega, með almennri auglýsingu eða á annan óvefengjanlegan
hátt. Fundi skal boða með a.m.k. 7 daga fyrirvara og sé dagskrárliða getið í fundarboði ef
auðið er.